Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.09.1978, Blaðsíða 37
Magnús Ingimundarson tók vlð starfi framkvæmdastjóra kexverksmiðjunnar Frón og Umboðs- og heildverzlunarinnar Frón hf. árið 1974. Hann hafði haft mikil afskipti af rekstri kexverksmiðjunnar sem starfsmaður hjá Eggert Kristjánssyni & Co., en Magnús er tengdasonur Eggerts. Magnús er Akureyr- ingur, stundaði nám við Verzlunarskóla islands og síðan viðskiptafræðinám við háskólann í Berkeley í Kaliforníu, þar sem hann útskrifaðist árið 1945. Um áramótin 1945—46 hóf hann störf hjá Eggert Kristjánssyni & Co. — Hvaða tegundir seljast mest? Magnús: — Það eru þessar grófu tegundir fyrst og fremst, en síðan kemur kremkexið. I því hefur salan verið 28—32% af heildinni á ári. Svo er súkkulaðihúðaða kexið en salan í því er bundin árstíðum, er mest þegar fólk er á ferðalögum um landið. — Það er matarkexið, sem hefur vinninginn? Magnús: — Já, matarkexið og mjólkurkexiö hafa greinilega vinninginn. Það er líka ódýrast. Áður fyrr virtist matarkexiö vera langvinsælast meðal sjómanna, sem kölluðu það Sæmund, eftir framkvæmdastjóranum í Esju. Þeir höfðu það mikió með kaffinu enda er kexið mjög matarmikið, sérstaklega ef menn nota nú smjör og ost á það, eins og algengt er. Á vinnustöðum, þar sem kaffi er veitt, nýtur matarkexið líka mikilla vinsælda, og húsmæður kaupa það til að hafa heima handa börnunum. Mér hefur komið það sannarlega á ó- vart hvað matarkexið selst vel miðað við allar breytingar á neyzluvenjum og fjölbreytni í fram- boði. Ég tel, að við höfum staöið okkurvel í nýjungum. Þaö er ágætur árangur aö fjölga tegundum úr 9 í 20 á nokkrum árum. Nýjasta varan eru smákök- urnar, sem hafa hlotið góðar viðtökur. Við ætlum að bæta við fleiri tegundum af þeim og núna í næsta mánuði byrjum við að framleiða piparkökur, eins og reyndar var gert hér í Frón fyrr á árum. Ný kextegund mun svo koma á markaðinn á næsta ári. — Kostar það mikið fé og fyrirhöfn að kynna nýja tegund á markaðnum, undirbúa framleiðslu og afla hentugra umbúða? Magnús: — Það er töluverð vinna við þetta. Við reyndum t. d. upphaflega að fá umbúðir fyrir smá- kökurnar hérna innanlands en þær reyndust ekki nógu sterkar, svo að við kaupum þær prentaðar erlendis frá. Það var ekki mögulegt aö flytja efnið inn óáprentaö í þessu tilviki. Kostnaðurinn er meiri fyrir bragðið. Mér telst svo til, að undirbúnings- vinna við að koma nýrri tegund af stað kosti 1.5— 2 milljónir, þar með talin könnun á umbúðum, prentun á þeim og auglýsingar í byrjun, en þær dreifast svo á lengri tíma. — Frón hefur látið endurskipuleggja verk- smiðju sína eins og fram hefur komið, reyndar gjörbreytt öllum framleiðsluháttum með miklum árangri. Hvernig var að því verki staðið? Magnús: — í stuttu máli fórum við aö huga að 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.