Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 39

Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 39
skocfun að annast seðlaútgáfu og vinna að því að peningamagn í umferð og framboð lánsfjár sé hæfilegt mið- að við að verðlag haldist stöðugt og framleiðslugeta atvinnuveg- anna sé hagnýtt á sem fyllstan og hagkvæmastan hátt." Ef þessi atriði Seðlabankalag- anna eru skoðuð í heild sinni er bankinn í fyrsta lagi skyldugur að hlýöa fyrirmælum ríkisstjórnar- innar og í öðru lagi á bankinn að kappkosta að peningaframboð sé hæfilegt miðað við að verðlag haldist stöðugt. Sé hins vegar stefna stjórnvalda í þveröfuga átt eins og verið hefur nú um allnokkuð skeið er vandséð hvernig Seðlabankinn megi upp- fylla bæði þessi fyrirmæli að hlita fyrirmælum ríkisstjórnarinnar og sjá til þess að verðlag sé stöðugt. Það er því næsta augljóst að breyta þarf lögum Seðlabankans allrækilega og í þá mynd að bank- inn hafi fullt og óskorað vald í peninga- og gengismálum en jafnframt sé bankanum gert skylt að halda verðbólgu í skefjum. Undanfarin ár hafa tvær þjóðir skorið sig úr hvað varöar litla verðbólgu. Þetta eru Þjóðverjar og Svisslendingar. Of langt mál er að rekja það í smáatriðum í hverju það felst að þessum tveim þjóðum hefur tekist að hafa stjórn á verð- bólgunni en sammerkt er þessum þjóðum að seðlabankar landanna búa við mikið og nær fullt frelsi til að grípa til þeirra aðgerða sem taldar eru duga hverju sinni til að halda verðlagi sem stöðugustu. Þýski Seðlabankinn og reynsla Þjóðverja Öllum eru kunn þau ósköp sem dundu yfir Þjóðverja á árunum eftir fyrra stríð þegar menn þurftu hjól- börufarma af peningum til að kaupa frímerki en það er síður kunnugt að svipað ástand skap- aðist að lokinni seinni heims- styrjöld. Þá fór nú þannig að hjól- börufarmar dugðu ekki lengur þar sem gjaldmiðillinn, gamla ríkis- markið, varð algerlega verðlaust. Af þessari reynslu drógu Þjóð- verjar mikilvæga ályktun. I fram- tíðinni skyldu ríkisstjórnir ekki geta velt eyðslusemi og óráðsíu í ríkis- fjármálum yfir á þýska Seðlabank- ann (Deutsche Bundesbank) og valdið þannig verðbólgu. Þýski Seðlabankinn var form- lega stofnaður árið 1957. í lögum bankans er sérstaklega tilgreint það höfuðmarkmið að standa vörð um verógildi gjaldmiðilsins. Jafn- framt er þess getið að bankinn skuli styðja stefnu ríkisstjórnar- innar svo framarlega sem sú stefna sé í samræmi við markmið bankans að halda verðlagi stöð- ugu. Stjórnarfarslegt stjálfstæði þýska Seólabankans er þannig tryggt og getur bankinn gengið í berhögg við stefnu ríkisstjórnar- innar ef nauðsyn krefur. Sérstak- lega er það þó athyglisvert að Seðlabankastjórninni er það í sjálfsvald sett hvort bankinn veiti hinu opinbera lán. Slík lánveiting má aðeins vera til skamms tíma og er bundin við hámarksupphæðina 6 milljarðar marka. Til saman- burðar má geta þess að lánsþörf þýska ríkisins var á síðasta ári um 30 milljarðir marka. Þess má geta að lántökur þýska ríkisins hjá Bundesbank hafa nú um skeiö engar verið. Þar sem þýski Seðlabankinn getur ekki né má hlaupa undir bagga með þýska rikinu nema að mjög takmörkuðu leyti hefur ríkis- sjóður svaraö hallarekstri sínum með útgáfu skuldabréfa sem seld eru á innlendum markaði. Erlend- ar lántökur eru takmarkaðar með lögum (Ausenwirtschaftsverordn- ung)og er því sú leið fjármögnunar ekki fyrir hendi. Þessar takmark- anir á lántökum hins opinbera hafa leitt til varkárari fjármála- stefnu og er ein aðalorsökin fyrir því að Þjóðverjum hefur tekist betur upp í viðureigninni við verð- bólguna en flestum öðrum þjóð- um. Niðurlag: Það virðist vera oröinn næsta almennur skilningur á því hér á landi að reka beri ríkissjóö halla- lausan og seinustu ríkisstjórnir hafa allar ætlað sér það a.m.k. í oröi en efndir hafa engar orðið, eins og öllum er kunnugt. En mikilvægast er að líklega hefði aldrei komið til þessarar verðbólguvaldandi skuldasöfn- unar ríkissjóðs hjá Seðlabankan- um ef það hefði verið skýrt tekið fram í Seðlabankalögum að slík skuldasöfnun væri verulega tak- mörkuð eða með öllu óheimil. En þrátt fyrir að höfundar Seðla- bankalaganna hafi gert sér grein fyrir að óhóflegt peningamagn og miklar lánveitingar til ríkissjóðs séu til ills og valdi verðbólgu hefur reyndin orðið önnur. Þessu er um að kenna að lög Seðlabankans eru næsta óljós og mótsagnakennd. Ekki er það eitt nægilegt að lán- veitingar Seðlabankans til ríkis- sjóðs séu takmarkaðar heldur verður bankinn að njóta þess sjálfstæðis að hann geti fram- kvæmt þá stefnu sem líkleg er til að koma á stööugu verðlagi inn- anlands og tryggja jöfnuð út á við. Til þess að svo megi verða er nauðsyn að Seðlabankinn geti gripið til allra þeirra hagstjórnar- tækja sem bíta og duga, óháður pólitiskum og stéttarlegum þrýst- ingi. Meöan lögum Seðlabankans er háttað eins og nú er eru engar lík- ur á að það megi takast og er því nauðsynlegt að breyta lögum bankans í þá veru að hann njóti fulls sjálfstæðis og sé óháður vilja og valdi misviturra stjórnmála- manna. Menn verða að athuga að verðbólgan á íslandi er ekkert náttúrulögmál. 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.