Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.05.1980, Qupperneq 51
Dularfullur dauðdagi auðjöfurins David Karr Féll þessi sérkennilegi, bandaríski fjár- málamaðurfyrir útsendurum KGB? Töldu Rússar hann hafa hlunnfarið sig í samningum um minnispeninga frá Olympíuleikunum í Moskvu? David Karr var undarlegur viðskipta- kóngur. Hann var bandarískur þegn, vann mikið fyrir Rússa, starfaði í Frakk- landi, rakaði saman auði, en skrifaði greinar fyrir kommúnistablaðið Daily Worker. Karr var sagður vinna á sinn hátt að þíðu í sam- skiptum stórveldanna, ,,détente‘‘-maður. Og svo eina nóttina í júlí 1979 var þessi maður allur. Eiginkonu hans Eviu Karr grunaði að ekki væri allt með felldu. Mikil rannsókn hófst og blaðaskrif um dauða þessa heimsborgara urðu mikil, ekki sízt í Frakklandi. Rétt liðlega tuttugu manns komu til að vera viðstaddir útför Karrs í París. Blómsveigarnir sýndu kannski bezt sam- bönd hans um allan heim. Kransar frá Christinu Onassis, Roone Arledge, sem er bandarískur sjónvarpsforstjóri, frá Vísinda- og tækniráði Sovétríkjanna og ýmsum frægum fjármála- og athafnamönnum í Frakklandi svo eitthvað sé nefnt. En kirkjugestum gafst ekki tóm til að hugleiða hina órannsakanlegu vegu Dave Karrs. Útförinni var frestað um óákveðinn tíma. Engin eftirmæli í blöðum í Bándaríkjunum vakti dauði Karrs ekki meiri áhuga en svo að ekkert blað birti andlátsfregn eða eftirmæli um hann, enda þótt hann hefði á sínum tíma verið stjórnarformaður fyrir stóru fyrirtæki í Bandaríkjunum, Fortune 500, og auk þess starfað sem helzti milliliðurinn í viðskiptum milli heimalands síns og Sovétríkjanna. Án efa hefur það farið í taugarnar á löndum hans að hann skyldi skrifa greinar fyrir brezkt kommúnistablað Aö vísu hafði hann skrifað fleira m.a. bók um atvinnuhnefaleika, verið framleiðandi að tveim leikritum á Broadway og Hollywood-kvikmyndum að auki. Þá hafði hann í blindni fylgt mörgum stjórnmálamönnum og aðstoðað þá í kosningaleiðöngrum um Bandaríkin. Þannig var hann í nánasta aðstoðarmannaliði þeirra Henry Wallace, Sargent Shriver og Jerry Brown. Þeir sem þekktu manninn sögðu að í manninum færu saman snilligáfa og óstöóugleiki. Tilgangur hans var oft vé- fengdur, en talinn búa yfir sterkri samfélagskennd, sem gerði hann að miklum fylgismanni ,,détente"-stefnunnar. Viðskiptin taldi hann að gætu orðið til þess að þiða á milli stórveldanna tveggja. Oft gortaði Karr af því að hafa kennt bæði Ford og Carter hvernig þeir gætu bezt leyst ýmis misklíðarefni milli Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. Einnig að hann hefði komið þvítil leiðar að 300 sovézkir Gyðingar gátu flutzt til (srael. Sir Charles Forte, eigandi eins stærsta hótelhrings heims, sagði um þetta: „Þegar ég heyri að David Karr hafi látið sér annt um Gyð- ingana í Rússlandi, þá get ég ekki varizt brosi", sagði hann, „hann hafði bara áhuga á einu, peningum". Samuel Flatto-Sharon, þingmaður í Knesset, ísraelska þinginu, sagði: „Hann var enginn vinur israels". Flatto- Sharon staðhæfói að í skjölum Idi Amins hafi fundizt afrit af þakkarbréfi til Karr. Þar þakkar Amin honum fyrir að hafa komið á 10 milljón dala vopnasendingu til herja Amins. Kannski er þingmaðurinn ekki sem bezt heimild, þvf nýlega var hann kallaður fyrir dómstóla og ákærður fyrir atkvæða- kaupmennsku í Tel Aviv, eftir að hafa flúið París með ákæru um fjársvik á bakinu. Fyrir nokkrum árum hóf Karr viðskipti við Sovétmenn. Það var 1972 og þá þegar var farið að hvísla um samband hans við KGB, sovézku leyniþjónustuna. Það var hins vegar aldrei hægt að finna út hvar Karr stóð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.