Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 65

Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 65
Þórunn Lárusdóttir, framkvæmda- stjóri Ferðafélag íslands var stofnað hinn 27. nóvember 1927 og er því tæplega fimmtíu og þriggja ára gamalt. Ferðafélagið var lengi vel eina ferðafélagið á landinu og hefur því unnið mikið brautryðj- endastarf í ferðalögum um landið. Félagið hefur beitt sér fyrir bygg- ingu ferðaskála víðs vegar um landið og eru þeir nú 22 alls í eigu F.í. og deilda þess. Ferðafélag íslands skipuleggur margvíslegar ferðir lengri eða skemmri, en starfsemin fer fram allt árið. í ár eru skipulagðar 26 sumarleyfisferðir, sem standa allt frá fjórum dögum og upp í tólf daga. Segja má, að þessar ferðir spanni meginpart landsins, bæði í byggð og óbyggðum. Ferðir þess- ar eru að stórum hluta gönguferö- ir, en hitt mest ökuferðir. Um hverja helgi eru fleiri eða færri ferðir á dagskrán-ni. Yfir sumartímann eru fastar ferðir á fjóra staði: Þórsmörk, Land- mannalaugar og Hveravelli og í þær ferðir fer einnig sérstakur far- arstjóri. Fjórðaferðin er í Álftavatn, en þar kom Ferðafélagið upp tveimur stórum skálum síðasta haust. Einnig er hægt að velja á milli lengri eða skemmri dags- ferða, en þær eru alla sunnudaga og aðra aukafrídaga sem til falla. í sumar er ætlunin að vera með sérstakar fræðsluferðir á laugar- dögum, þar sem jarðfræði er kynnt, jurtafræði og fleira sem fólk hefði áhuga á. Fyrirkomulag í lengri ferðunum er mismunandi. Gist er í húsum, þar sem því er við komið, annað hvort í skálum eða öðrum húsum með svefnpokaplássum, annars í tjöldum. Fólk verður sjálft að nesta sig til allra ferða Ferðafélagsins. Sá útbúnaður, sem er krafist er venjulegur göngubúnaður sé ferðin þess eðlis að um talsverðar göngur er að ræða. Einnig verða menn að geta borið farangur sinn og þann útbúnað sem nauðsyn- legur er frá degi til dags. Ferðamátinn er einnig fjöl- breytilegur. ( flestum tilfellum er fararskjótinn „hestar postul- anna", annars bílar, flugvélar og skip, stundum allt í sömu ferðinni. Hér var áður minnst á Álftavatn. sem er nýr staður í ferðaáætlun Ferðafélagsins. Staðurinn gefur skemmtilega möguleika til göngu- ferða annað hvort í Þórsmörk eða Landmannalaugar. Veiði er í vatn- inu og er hún öllum heimil ókeypis og einnig er veiði í fleiri vötnum í nágrenninu. Árbækurnar Ferðafélagið gefur út árbækur á hverju ári, þar sem landið er kynnt, eitt eða fleiri svæði í einu. Bæk- urnar hafa komið út frá upphafi og hafa fyrir löngu áunnið sér vin- sældir fyrir greinagóða landlýs- ingu, enda má segja að þau fimm- tíu og þrjú bindi, sem komið hafa út lýsi íslandi nokkuð rækilega. Ennþá er hægt að fá allar árbæk- urnar og kosta þær í kringum hundrað þúsund krónur, óinn- bundnar. Ferðafélag íslands Ferðafélag fslands: Ferðafélagsferð á Eyjafjallajökul. 61
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.