Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 76

Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 76
Nokkrir veiðimöguleikar Stangarveiði er ein þeirra al- menningsíþrótta sem á vaxandi vinsældum að fagna. Og nú fer í hönd sá tími sem hagstæðastur er til ástundunar þessarar ágætu íþróttar. íslendingar og útlend- ingar draga bæði laxa og silunga úr íslenskum ám og vötnum, en fyrir „venjulegt“ fólk, er silungs- veiðin mun aðgengilegri, einkum og sér í lagi vegna verðlagsins. Laxveiðin er orðin svo hrikalega dýr, að engu tali tekur og íslensk- ar laxveiðiár hafa hækkað um 45—100% ár hvert. Hvar það end- ar veit varla nokkur maður. Auk þess, er varla hægt að tala um að laxveiðileyfi liggi á lausu á þess- um tíma árs. Þannig er nefnilega mál með vexti, að laxveiðiréttar- eigendur, umboðsmenn þeirra eða leigutakar, dreifa veiðidögum til viðskiptavina sinna mörgum mánuðum fram í tímann. Þó að sama geri einstaka silungsveiði- eigandi, þá er mjög algengt að hægt sé að banka upp á á ein- hverjum sveitabæ og kaupa leyfi með engum fyrirvara. Hringveginn með veiðistöng Ætlunin með þessu greinar- korni, er að skjótast hringveginn og benda á bæði helstu laxveiðiár hvers landshluta og ekki síður möguleika á silungsveiði, mögu- leika sem almennir ferðamenn geta fært sér í nyt, er þeir dvelja hér og þar í sumarfríi sínu. Við leggjum af stað í Reykjavík og höldum norður. Tökum stefnu á Hvalfjörðinn. j næsta nágrenni höfuðborgarinnar eru nokkrar hörkugóðar laxveiðiár, má þar helst nefna „Bæjarlækinn", Leir- vogsá og ekki síst Laxá í Kjós, sem árlega gefur hátt í 2000 laxa. Og Korpa er oft iðandi af laxi þó að hin mesta spræna sé. í nágrenni Reykjavíkur eru nokkur framúr- skarandi silungsvötn og má þar fyrst geta Elliðavatns og Þing- vallavatns. Bæöi, einkum það síðarnefnda, bjóða upp á góða möguleika og vænan silung. Vífilsstaðavatn er skemmtilegt og stutt að fara. Aðeins lengra er upp í Meðalfellsvatn, en heldur er stundum þröngt um menn þar. Borgarfjörðurinn er mesta lax- veiðihérað landsins, með Hvítá sem slagæð sveitarinnar. Þverár hennar eru hver annarri betri, Grímsá, Norðurá og Þverá eru stórkostlegar veiðiár, einnig Langá. Minni vatnsföll eru Gljú- furá, Flóká og Reykjadalsá. Sil- ungsvötn Borgarfjarðar eru bæði fjölmörg og með þeim bestu sem finnast. Fyrirofan Hvalfjörðinn má fyrst nefna Svínadalsvötnin vin- sælu og dálítiö norðar Skorra- dalsvatn, sem geymir í djúpum sínum stærri bleikjur heldur en gengur og gerist. Fiskivötnin á Arnarvatnsheiði eru og seiðandi, en þangað fer ekki nokkur maður á venjulegri bifreið og jafnvel hörðustu jeppaeigendur hugsa sig um tvisvar áður en þeir bjóða far- artækjum sínum upp á þann við- bjóðslega veg sem þangað liggur. En veiðimöguleikarnir eru þarna ótrúlegir, kannski einmitt vegna þess hve erfitt er að komast þang- að. Helstu vötnin á þessum slóð- um eru Arnarvötnin Stóra og Litla, Úlfsvatn og Reykjavatn. Landeig- endur selja leyfi í öll umrædd vötn. Nokkur mjög aðlaðandi veiði- vötn má geta um á Mýrum og Snæ- fellsnesi. í þau flest má snara sér 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.