Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Síða 86

Frjáls verslun - 01.05.1980, Síða 86
ber ströndina og þeytir lööri hærra en hæstu Geysisgos. i þessu sambandi getum við komiö aö klæönaði, sem þarf aö vera í sam- ræmi viö veður og árstíma. Ullar- nærfatnaöur heldur hita, einnig þótt rakur sé eöa blautur, og ytra byrðið þarf aö vera vindþétt og/- eöa regnhelt. Þá veröa allar göng- ur til ánægju. Lengri eöa skemmri ferðir Helgarferöir geta einnig veriö meö ýmsu sniði. Á kaldari árstím- um gistum viö inni, en á sumrin stílum við meira á tjöld. Sumir hafna tjöldum, en viö skulum hafa í huga, aö tjöld í dag eru orðin mjög fullkomin, og þau eru að sínu leyti eins og hótelherbergi. Þegar inn þau er komið er hver útaf fyrir sig. í sumarleyfisferðunum reynum við helst aö hafa fastan samastað. Út frá þeim stað má svo fara styttri göngur, jafnvel aö hafa göngutjöld og dvelja eina eöa tvær nætur frá aðalstöðvunum. Þannig er þaö t.d. í Hornstrandaferðunum, aö aöal- stöðvar hópanna eru í Hornvík. Þaöan er svo gengið til ýmissa átta og stundum dvalið eina eða fleiri nætur annarsstaöar svo sem í Hlöðuvík. í dag er mikið talaö um göngu- feröir, þar sem ganga skal meö allar nauösynjar frá einum staö, til annars. Slíkar göngur eru ekki fyrir almenning, aðeins fyrir fáa út- valda, sem vilja og geta. Miklu betra er og okkur aö skapi aö skipuleggja feröir meö fastan samastaö, þar sem hægt er að njóta mestu mögulegu þæginda miðað viö aöstæöur, en ganga svo þaöan til allra átta, svo sem áöur er sagt. Utanlandsferðir Samt þarf einnig aö bjóða ferðir meö mikla yfirferð fyrir þá, sem sjá vilja mikið en takmarkaðan tíma hafa. Þó þarf aö haga málum svo, aö einnig megi staldra við og skoöa áhugaverða staði, sem á vegi verða. í öllum þessum ferðum verða menn að hafa opin augu, menn veröa að sjá þaö smáa í hinu stóra og öfugt. Blóm, steinar, fuglar, dýr og jafnvel fólkið verður aö vera með í myndinni. Og við viðurkennum, að fólkiö kann aö koma víða að og heita Jón, John eöa Jean, en þaö skiptir engu máli, allir leita að því sama, að vera þeir sjálfir í náinni snertingu við óspillta náttúru, sem við eigum gnægöir af hér á íslandi. En viö megum ekki fyllast ofmetnaði, önnur lönd og miklu þéttbýlli eiga líka sína ósnortnu náttúru, og jafnvel ótrú- lega fjölbreytilega. Og þá komum viö aö utanlands- feröum Otivistar, sem okkur eru nauðsynlegar svo aö viö megum halda andlegu jafnvægi og ekki fyllast ofmetnaöi, að viö ein eigum ósnortna náttúru, sem aörir eiga ekki. Utanlandsferðir okkar eru með ýmsu móti. Viö höfum farið margar feröir til Grænlands, þar sem nátt- úran er ekki síöur ósnortin en hér á íslandi. Þar ferðumst við með sama hætti og hér heima, viö bú- um í tjöldum, sofum í svefnpoka- plássum eöa jafnvel á hótelum. Grænlandsferðirnar eru heilt ævintýri, svo stuttar í vegalengd en samt svo fjarlægar. Aðrar utanlandsferðir Útivistar eru kannski meö allt ööru sniöi, viö búum á bestu hótelum og njótum besta matar, sem völ er á. En viö ferðumst um og reynum að sjá sem allra mest og kynnast lífi þess lands, sem um er ferðast, hvort sem þaö eru Færeyjar, Noregur, Svíþjóö, Finnland, Þýskaland, Sviss, írland eöa önnur lönd. Heimurinn er lítill, þegar öllu er á botninn hvolft, og við viljum sýna okkur og sjá aðra. Það er okkar gullna regla, sem eyöir fordómum og hindrunum landa á milli. Og ég endurtek þaö, sem ég sagöi áöur, aö fyrst þegar við höfum séö önn- ur lönd getum viö séð okkar eigið land í réttu Ijósi. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.