Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 91

Frjáls verslun - 01.05.1980, Page 91
Hvar á að gista úti á landi? Margir sem ferðast um landið kjósa að gista á hinum ýmsu hótelum landsbyggðarinnar um lengri eða skemmri tíma sér til hvíldar, skemmtunar og hressingar. í nágrenni flestra hótelanna eru þekktir ferðamannastaðir, sem fróðlegt er að skoða. Blaðið birtir hér hótellista, sem fjallar um aðstæður á gististöðum utan Reykjavíkur, samkvæmt upplýsingum forráðamanna þeirra. Ekki bárust þó upplýs- ingar frá öllum hótelunum, sem blaðið hafði samband við. Hótel Akranes Bárugötu, sími 93-2020 Gisting: Á Hótel Akranes eru 12, eins, tveggja og þriggja manna herbergi. Allar máltíðir eru á boðstólum. Hó- telstjóri: Jakob Benediktsson. Hótel Borgarnes Borgarnesi, símar 93-7119 og 7219. Gisting: Hótel Borgarnes hefur yfir að ráða 28 herbergjum á hótelinu og 3 herbergjum í bænum. Bað er á hverj- um gangi. Cafeteria er á hótelinu og þar eru á boðstólum grillréttir, ýmsir smáréttir, smurt brauð, kökur, kókó, öl og gosdrykkir og fl. Hótelið býður upp á góða aðstöðu til ráðstefnu- og fundahalda. Rétt við hótelið er golf- völlur og mikil veiði í ám og vötnum í nágrenninu. Hótelstjóri er Jóhannes Sigurðsson. Hótel Edda Reykholti, Borgarfirði Sími um Reykholt. Hótelstjóri: Rúnar Vilhjálmsson. Gisting: 64 eins- og tveggja manna herbergi. Svefnpokapláss. Veitinga- salur opinn 08:00-23:00. Morgun- verður. Verð á veitingum skv. mat- seðli. Innisundlaug og gufubað. Opið frá miðjum júní til ágústloka. Sumarheimilið Bifröst Bifröst, Borgarfirði. Gisting, orlofsdvöl: 18 tveggja manna herbergi með handlaug og 8 þriggja manna herbergi með sér snyrtingu og sturtu. Sumartíminn, júní, júlí og ágúst er skipulagður fyrir viku or- lofsdvalir, ráðstefnur og fundi. Hótelstjóri: Guðvarður Gíslason. S jóbúðir hf., Ólafsvík, sími 93-6300. Gisting: Á hótelinu eru 38 tveggja manna herbergi. Heimilislegur mat- ur, kaffi, kaffibrauð og grillréttir eru á boðstólum allan daginn í vistlegum matsal. Á þessu sumarhóteli er einnig setustofa með sjónvarpi. Hótelstjóri Jenetta Bárðardóttir. Hótel Stykkishólmur Stykkishólmi, sími 93-8330. Gisting: Hótel Stykkishólmur hefur yfir að ráða 26 tveggja manna her- bergjum, sem öll eru með baði. Á hótelinu er starfrækt cafeteria, sem tekur 100 manns. Þar eru veitingar seldar á vægu verði. f hótelinu er einn glæsilegasti danssalur landsins, sem tekur 300-400 manns í sæti. Salurinn er tilvalinn til árshátíða- og ráð- stefnuhalda. Einnig hefur Hótel Stykkishólmur upp á að bjóða minni fundarsali. Hótelið tekur að sér stór- ar og smáar ráðstefnur og útvegar svefnpokapláss. Hótel Stykkishólm- ur útvegar báta til skoðunarferða um Breiðafjarðareyjar. Sundlaug er í næsta nágrenni við hótelið. Hótel- stjóri er Guðrún Þorsteinsdóttir. Hótel B jarg Búðardal, sími 95-2161. Gisting: Tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Morgunmatur og allur annar matur. Opið allt árið. Hótelstjórn: Borghildur Hjartar- dóttir og Ásgeir Guðmundsson. Hótel Edda Bjarkarlundi, Reykhólasveit Sími um Króksfjarðarnes. Hótelstjóri: Vilborg Eggertsdóttir. Gisting: 14 eins- og tveggja manna herbergi. Veitingasalur opinn 08:00-23:00. Morgunverður. Verð á veitingum skv. matseðli. Opið frá byrjun júní til septemberloka. Hótel Edda Flókalundi, Vatnsfirði. Sími 94-1100 Hótelstjóri: Sigríður Björnsdóttir. Gisting: 14 eins- og tveggja manna herbergi. Veitingasalur opinn 08:00-23:00. Morgunverður. Verð á veitingum skv. matseðli. Opið frá byrjun júní til septemberloka. Hótel Mánakaffi Mánagötu 1, ísafirði, sími 94-3777 Gisting: Á Hótel Mánakaffi eru tvö eins manns herbergi, fjögur tveggja manna og tvö hjónaherbergi. Hægt er að koma við svefnpokaplássi sé þess óskað. Hótelið hefur til umráða íbúðir í bænum fyrir fjölskyldur eða hópa. Opið er allt árið. Verð á máltíðum er samkvæmt matseðli. í veitingasaln- um eru einnig fáanlegir grillréttir. Þar er opið frá kl. 08:00-23:30. Hótelstjóri: Bernharð Hjaltalín. 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.