Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1980, Side 102

Frjáls verslun - 01.05.1980, Side 102
ti! umrædu Aðhaldsleysi í fiskiðnaði — eftir Markús Örn Antonsson íslensku fisksölusamtökin virðast loks vera að vakna til lífsins og átta sig á staðreyndum. Árum saman hafa menn spurt hvað ylli áberandi tregðu þeirra til að treysta undirstöður fyrir markaðsupp- byggingu í Evrópu. þar sem fyrir er að finna einhvern háþróaðasta neytendamarkað í heimi. Athyglin hefur beinzt að Bandaríkjunum’og er ekki nema allt gott um það að segja. að framleiðendur og sölufyrirtæki þeirra nýti sér til fullnustu hagstæðustu markaðsaðstæður í Vesturheimi. En sagan að vestan segir okkur að brugðið geti til beggja vona. þegar illa árar í efna- hafgsmálum Bandaríkjamanna og fólk herðir sultar- ólina. Allar þrengingar, þó smáar kunni að virðast í okkar augum, sem erum orðin harðsoðin á vítiseldum verðbólgunnar, orka þannig á hinn almenna borgara vestan liafs að hann horfir í hvern eyri og neitar sér fljótlega um mörg lifsins gæði, sem við eiga í betra árferði. Eitt slíkt skeið kreppu í fisksölumálum í Bandaríkjunum virðist vera framundan og því er það á elleftu stundu að fiskframleiðendur reyna nú að ná almennilegri fótfestu í Vestur-Evrópu með eflingu sölufyrirtækja sinna þar og starfrækslu eigin verk- srniðja til að vinna úr islenzku hráefni fyrir viðkom- andi markað. Vandamálin á Bandaríkjamarkaði eru margvísleg og sum erfið viðfangs. Það er ljóst, að þýðingarmesta útflutningsgrein okkar er þar ákaflega háð velgengni nokkurra veitingastaðahringa.sem vilja bjóða fisk en fara að steikja kjúklinga í staðinn þegar fiskurinn verður of dýr fyrir pyngju viðskiptavinanna. Og veit- ingastaðir skjóta upp kollinum og fara svo á hausinn með tilfinnanlegum afleiðingum fyrir íslenzka út- flutningsverzlun. Kanadamenn hafa stóraukið umsvif sín á bandarískum fiskmarkaði og undirbjóða íslenska fiskinn miskunnarlausl. Þeir hafa keypt verksmiðjur sunnan landamæra sinna og framleiða þar fiskrétti á sama hátt og verksmiðjur íslenzku fisksölusamtak- anna. Þarna er unt mjög skæðan keppinaut að ræða, sem á örugglega eflir að reynast erfiður í viðureign komandi ára, I Ijósi þessarar ótryggu stöðu á helzta útflutnings- markaði okkar er það forkastanlegt að enn skuli slóðaháttur í vörumeðferð hjá framleiðslufyrirtækj- ununt hér innanlands vera alvarlegur dragbitur á eðlilega markaðsþróun og kynningu íslenzkra afurða sem þeirra beztu fáanlegu. Af vandvirkninni veitir svo sannarlega ekki nú um þessar mundir þegar spjót keppinautanna standa á okkur úr öllum áttum. Þá megurn við ekki við því að bein úr íslenzkum fiski standi í meltingarganginum á neytendum. Aukin framleiðni í hraðfrystihúsunum með belri nýtingu hráefnis eins og áróður hefur verið rekinn fyrir er tvíbent vopn í arðsemisbaráttunni. Ekki er beinlínis uppörvandi að heyra frásagnir af því að kaupendur fussi og sveii við islenzkum fiskflökum vegna þess að nienn séu farnir að drýgja þau með þunnildunt. En þannig standa einmitt málin í dag. Hvar er nú allur áróðurinn fyrir vöruvöndun? Hef- ur hann verið látinn lönd og leið? Brotalamir eru greinilega í kynningarstarfi innan þess mikilvæga bú- skapar sem hraðfrystiiðnaðurinn er og aðhaldsleysi áberandi. Kynning á högum hans út á við snýst varla um annað en markaðshrun, tap og rekstrarstöðvun. Sölufyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Bandaríkjunum hefur sérstakt orð á sér meðal ís- lenzkra fjölmiðla fyrir leyndardómsfulla þögn um eigin afkomu nema þegar allar neyðarflautur eru þandar til ítrasta og blásið til gengisfellingar. Þannig á ekki að halda á upplýsingamálum fyrirtækja, sem jafnnáið snerta afkomu þjóðarheildarogsvosterklega byggja á samskiptum við íslenzkt atvinnulíf og stjórnvöld landsins. Hagsmuni, sem hér um ræðir er ekki hægt að umgangast sem fjölskyldumálefni í þrengstu merkingu. 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.