Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 81

Frjáls verslun - 01.08.1981, Side 81
Ahrif verslanastríðsins á Akureyri að koma í Ijós Stækkandi markaðssvæði Akureyrarverslunarinnar Stórhýsi Hagkaupa er þegar orðið of lítið miðað við umfang verslunarinnar, að sögn verslunarstjórans. Miklar breytingar eiga sér nú stað á verslunarháttum Akur- eyringa og bera þær óneitan- lega svip af verslunarþróun- inni í Reykjavík undanfarin ár. Þá sérstaklega af vexti og við- gangi stórmarkaða á kostnað smærri kaupmanna. Þó er ekki alveg saman hægt að jafna, því á Akureyri hafa verið færri sjálfstæðir smákaupmenn en ráða mætti af fjölda íbúa. Hinsvegar hefur KEA rekið margar hverfaverslanir sem einkum versla með svonefnda dagvöru, eða vöru til daglegrar neyslu. Vegna þessa er tvennskonar þróun á ferðinni innan fyrirtækisins, annars- vegar versnandi hagur hverfa- verslananna og hinsvegar uppgangur markaðsversl- unarinnar. Eftir þvi sem FV kemst næst hefur dregið úr verslun hjá t.d. Kaupfélagi verkamanna og Hafnarbúðinni, sem eru heldur smærri verslanir. Þá hefureigandi Kjörbúðar Bjarna, sem er stór verslun, hætt rekstri og selt KEA hann. Vitað er, að tilkoma kjör- markaðar KEA fyrir tveim árum og stórverslunar Hagkaupa fyrir einu ári komu illa niður á þeim rekstri. KEA hefur leikinn Það var einmitt tilkoma kjör- markaðar KEA við Hrísalund fyrir 2 árum, sem hrundi af stað breyttum verslunarháttum á Akureyri. Þar var verslað með nokkuð aðra vöruflokka en í Kjörbúð Bjarna, svo báðir aðilar þrifust þótt skammt sé á milli þeirra. En þegar Hagkaup komu til skjalanna fyrir rösku ári og tóku að versla með fjölda vöruflokka Kjörbúðar Bjarna, og það yfirleitt á lægra verði, fór að herða verulega að Kjörbúð Bjarna. Hagkaup hafa verslað á Akur- eyri í fjölda ára en nýja verslunin er geysileg aukning frá gömlu versl- uninni hvað vöruval og húsrými snertir. Rekur menn vafalítið minni til fjaðrafoksins útaf opnun þeirrar verslunar í fyrra, svo nú, ári síðar, er fróðlegt að líta aðeins á þróun samkeppninnar. Hagkaup að sprengja utanaf sér Ómar Kristvinsson, verslunar- stjóri Hagkaupa, segir verslunina hafa gengið framar björtustu von- um og væri þúsund fermetra hús- næðtð þegar að verða of lítið miðað við umfang verslunarinnar. Því til áréttingar benti hann á nokkra gáma utanhúss, sem þjóna nú hjutverki lagers vegna skorts á lagerplássi. Sagði hann veltu nýju verslunarinnar hátt í tífalt meiri en hinnar gömlu. Á þessu ári sagði hann komið nokkuð jafnvægi á, þannig að glöggt sæist nú hvað seldist best og því væri unnt að byggja upp lager samkvæmt því. Ekki óttaðist hann að viðtökur Hagkaupa væri bara bóla, sem - Ekkert lát á Hagkaupum og hinir hafa flestir náð sinni hlutdeild aftur 81

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.