Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 91

Frjáls verslun - 01.08.1981, Page 91
c) Dreifileiðir — Söluaðferðir Almennt virðist koma fram í þessari könnun okkar að fram- leiðendur rétt hafa undan eftir- spurn. Þar af leiðandi gera þeir frekar lítið af því að auglýsa, töldu að þess væri ekki þörf. Þó hefur það komið fram (sbr. kaflinn um neytendur), að þeir senda þeim aðilum oft bréf, sem eru að fara að byggja (þeir fá upplýsingar um það hverjir hafa fengið úthlutað lóðum og senda þeim aðilum bréf og bæklinga) og kynna þannig framleiöslu sína. Framleiðendur hafa ekki aug- lýst vöru sína fyrir almenning, en það viljum við eindregið benda þeim á að gera, eins og fram kemur annars staðar í þessari ritgerð (sbr. kaflinn um neyt- endur). Framleiðendur bíða yfirleitt eftir að kaupandi setji sig í samband við þá og það er oft erfitt fyrir íbúa á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, þar sem það er oft vandkvæðum háð að ganga frá slíkum málum símleiðis. Það virðist ekki vera stefna þessara fyrirtækja að koma sér upp vel auglýstum umboðsskrifstofum á Reykjavíkursvæðinu sem hlýtur að vera stærsti markaðurinn sem fyrir hendi er. d) Markaðsrannsóknir. Svarið við þeirri spurningu hvort fyrirtækin hefðu gert ein- hverjar markaðsrannsóknir var stutt og laggott. Enginn þeirra hafði gert neinar rannsóknir á markaðnum og ætlunin virtist vera sú að gera það ekki (þeir eru ekki nógu sölusinnaðir). e) Samkeppni. Framleiðendur þeir sem við höfðum samband við virtust flestir sammála í því að fram- leiðendurnir væru of margir og of smáir. Þetta fannst þeim þýða það að þeir myndu undirbjóða hvern annan þannig að ekkert myndi upp úr þessu hafast. Tveir aðilanna minntust m.a. á það að heyrst hefði að fleiri aðilar væru í þann mund að koma inn á markaðinn. Það má segja að við séum sammála þessu að vissu leyti, en þó ber að líta á hitt að þetta þýðir það að verðið á markaðn- um helst niðri og það er til hagsbóta fyrir neytendur. Híns vegar á önnur röksemd fullan rétt á sér og hún er sú að ef einungis tveir til þrír framleið- endur eru á markaðnum þá er hægt að beita meiri hagræðingu, bæði í innkaupum og við fram- leiðslu (og nýta sér þannig kosti stórrekstrar) og þar af leiðandi verða húsin ódýrari, neytendum til hagsbóta. Verð húsanna virðast vera svipuð frá framleiöendum, miðað við það byggingarstig sem þau eru afhent á. Einnig eru greiðsluskilmálar svipaðir, sem dæmi getum við tekið að oft er greitt 30% af heildarverði við undirritun samnings, 40% við afhendingu húss og 30% á næstu mánuðum (oft miðað við fyrstu úthlutun Flúsnæðismálalánsins). Þetta eru þó ekki fastákveðnir greiðslu- skilmálar, heldur eru greiðslur alltaf samningsatriði, en miðað er við ofangreindar tölur. Eins og fram kemur síðar í ritgerðinni finnst mörgum greiðslubyrgðin of þung á of skömmum tíma. Þannig að ef framleiðslufyrirtækin fengju betri lánafyrirgreiðslu hjá lánastofn- unum, sem þeir gætu síðan endurlánað til neytenda, má ætla að markaðurinn gæti stóraukist. f) Innflutningur timburhúsa. Um innflutning timburhúsa var mjög erfitt að afla upplýsinga. Tölurnar sem gefnar eru upp í töflu III, eru í gömlum ísl. krónum. Þar sést að innflutn- ingur hefur verið sáralítill fyrir gosið í Eyjum, en árin '73 og '74 er hann síðan geysimikill af ástæðum sem óþarft er að rekja hér. Nú, ef við lítum á árið 1975 sem fyrsta ..raunhæfa" árið eftir gos, þá er greinilegt að mikil aukning hefur orðið frá því fyrir gos. en verulega dregur síðan úr innflutningi árin '76 til '78 (þ.e. miðað við húsafjölda), en árið 1979 verður síðan mjög mikil aukning (u.þ.b. 144%, í krónum), en 1980 dregst þetta verulega saman, þó krónutala aukist. Innlendir framleiðendur þurfa, að okkar áliti, ekki að óttast Tafla III. Innflutt heilsárshús úr timbri, miðaö við gkr., á verðlagi hvers árs um sig. (millj. gkr.) Aukn./minnk. milli ára fob cif í % (miðað við cif) 1970 7.1 8.1 1971 1.5 1.7 -79 1972 9.1 10.8 535 1973 826.4 918.1 8.400 1974 201.5 223.2 -76 1975 125.2 141.9 -36 1976 103.1 115.3 -19 1977 139.4 166.1 44 1978 116.6 144.5 -13 1979 325.2 352.9 144 1980 335.4 393.0 11 91

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.