Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 49

Frjáls verslun - 01.10.1988, Side 49
Hér sést hinn nýi danski smábíll, „ellerten“, sem sagt er frá í greininni. Hann er þríhjóla og ber einn mann. Stærðin sést vel í samanburði við manninn á myndinni. Þá er þess að geta að rafgeymar hafa takmarkaða endingu. Skipta þyrfti um geyma á 3-4 ára fresti og kostnaður við það gæti verið á bilinu 50-100 þús. krónur í hvert sinn. Erfitt er að segja til um verð á rafbílum þar sem framleiðsla og sala þeirra er ekki með reglulegum hætti. Flestir rafbflar sem nú eru í notkun hafa upphaflega verið framleiddir sem bensínbflar og síðan breytt í rafbfla. Rafbflar framleiddir með þessari að- ferð eru nú 50 -100% dýrari en sam- svarandi bensínbfll. Með tilkomu sér- stakra rafbflaverksmiðja í framtíðinni munu rafbflar að líkindum verða sam- keppnisfærir í verði. Af þessu sést að raflrflar eru enn sem komið er ekki nægilega hagkvæmir. ALMENN N0TKUN RAFBÍLA HÉRÁ LANDI — HVAÐA ÁHRIF HEFÐI HÚN? Fróðlegt er að athuga hver veruleg notkun rafbfla hér á landi hefði á raf- orkunotkun og bensínkaup lands- manna. Setjum svo að í notkun væru 50 þúsund rafbflar á landinu og hverj- um þeirra væri ekið 10.000 km á ári með orkunotkun 0,6 kWh á km. í heild yrði raforkunotkun þá um 300 gigawattstundir eða um 8% aukning í raforkunotkun landsmanna. Þetta samsvarar 40% af þeirri orku sem er að vænta frá Blönduvirkjun. Gjald- eyrissparnaður vegna minni innflutn- ings á bensíni yrði nálægt 320 milljón- um króna á ári miðað við núgildandi innflutningsverð á bensíni (um 8 kr. á k'tra). Þá er ótalið að mengun yrði mun minni, t.d. á götum Reykjavíkur, svo og hávaði frá bflaumferð. FRAMTÍÐIN Nýjar gerðir rafgeyma með meiri orkurýmd og endingu, tilkoma öfl- ugra og hraðvirkra hleðslutækja og fjöldaframleiðsla á rafbflum munu geta breytt dæminu og gert rafbfla hagkvæma. Einnig skiptir máli af- staða stjómvalda hvað varðar skatt- lagningu og stuðning við þróun þess- ara mála verulegu máli. Verðlagning raforkunnar hefur hér einnig áhrif svo og áhugi almennings. Þess er þó varla að vænta að rafbflar verði algengir í umferðinni fyrr en e.t.v. um næstu aldamót. Dæmigerður rafbíll. Rafgeymarnir eru í „skottinu“ en undir vélarlokinu er rafmótorinn, hleðslutæki og tilheyrandi stjórnbúnaður ásamt einum hefðbundnum rafgeymi fyrir ljós og þess háttar. 49

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.