Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 6
EFNI
Óskar Magnússon, forstjóri Hagkaups, er í þrælskemmtilegri nærmynd Frjálsrar verslunar. Óskar þykir mikill
vinnuþjarkur og stutt er í gamansemina hjá honum. Hér stillir hann sér upp við hliðina á gínu. Sjá bls. 30.
8 FRÉTTIR
8 Sjö íslensk fyrirtæki kynntu nýjar vörur
í Kringlunni.
10 Góð skáldsaga um yfirbyggingu í
fyrirtækjum.
14 Myndarleg bókaflóra hjá
útgáfufyrirtæki Frjálsrar verslunar,
Fróða, fyrir þessi jól.
16 FORSÍÐ UGREIN
Yfirgripsmikil grein um skoðanakönnun
Frjálsrar verslunar á meðal stjórnenda í
íslenskum fyrirtækjum. Gallup framkvæmdi
könnunina. Stjórnendurnir voru spurðir
hvort þeir teldu hagnað vera besta
mælikvarðann á árangur forstjóra í starfi.
Meirihlutinn var á móti því að svo væri og
nefndi önnur atriði eins og starfsanda,
söluaukningu og fleira. Þá voru þeir spurðir
hvort þeir teldu að skipta ætti um forstjóra
sem ræki fyrirtæki með tapi þrjú ár í röð.
Þar snerist dæmið við. Meirihluti var með
því. Þetta eru athyglisverðar niðurstöður
sem fá verðuga umfjöllun.
28 ERLEND
VEITINGAHÚS
Sigmar B. Hauksson, sem skrifar reglulega
um erlenda bisnessveitingastaði í Frjálsa
verslun, heldur í þetta skiptið til Brussel í
Belgíu og skrifar um hinn þekkta
veitingastað Aux Armes de Bruxells.
Staðurinn er mest sóttur af Belgum sjálfum.
Fjallað er um tölvutæknina í ein-
stakri kvikmynd Stevens spielberg,
Jurassic Park. Sjá bls. 49.
30 NÆRMYND
Þrælskemmtileg nærmynd af Óskari
Magnússyni, sem tók við starfi forstjóra
Hagkaups fyrr í haust. Óskar er vel þekktur
innan viðskiptalífsins en hann hefur verið
lögmaður nokkurra stórfyrirtækja á
undanförnum árum, meðal annars
Hagkaups. Hann ólst upp í Vogahverfinu.
Gömlu leikfélagarnir eru núna flestir
rithöfundar og skáld. í gamla daga voru þeir
hins vegar nefndir Vogavillingar.
33 BÓKARDÓMUR
Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar um
nýútkomna bók Þorkels Sigurlaugssonar;
Frá handafli til hugvits. Hannes hælir
bókinni en er ósammála bókarhöfundi í
nokkrum atriðum.
36 ÁHÆ TTUFJÁRMAGN
Áhættufjármagn fer minnkandi á íslandi eins
og annars staðar í heiminum. Hér er sýnt
hverjir eru helstu áhættufjármagnsaðilar á
íslandi og nefndar ýmsar skýringar á því að
þeir leggi fram minna fé til áhættusamra
verkefna. Greinarhöfundur er Haraldur
Þorbjörnsson viðskiptafræðingur.
6