Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 8

Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 8
FRETTIR SJÖ FYRIRTÆKISYNDU VÖRUÞRÓUN í KRINGLUNNI ákveða að hrinda af stað nýju verkefni. Það nefn- ist Vöruþróun ’94. Hér fer á eftir lýsing á vörum fyrirtækjanna sjö eins og hún var kynnt af aðstandendum verkefnis- ins. ÖSSUR: Hlífar fyrir hné og olnboga. Hlífarnar eru notaðar í forvarnar- skyni fyrir íþróttamenn. Þróunarvinnan fór fram í samvinnu við fremstu handboltamenn. MYLLAN: „Innbaka“. Það er ný gerð af skyndi- bita; litlu brauði með kjötfyllingu. SIGURPLAST: Skýli fyrir rafmagnsspenna og aðrar vörur með nýrri steypuaðferð (RTM). Vegna yfirborðseigin- leika hluta, sem þannig eru steyptir, geta þeir komið í stað hluta sem áður voru framleiddir úr málmi, eins og mælaborð fyrir tæki og tól. SÉRSTEYPAN: Inni- og útiflísar úr steinsteypu. Nýjung á íslandi. BORGARPLAST: Lóðabelgir. Hafa ekki verið framleiddir á ís- landi áður. Hér er dæmi um vaxandi plastiðnað í þágu sjávarútvegs. SJÓKLÆÐAGERÐIN: Hlífðarfatnaður sem þróaður var í nánu sam- starfi við félagsmenn í Landsbjörgu. Þegar orðin vinsæl vara á markaðn- um. LANDSSMIÐJAN: Ró- bóti til að nota við áfyll- ingu í álverum. Erlendir aðilar hafa sýnt róbótan- um áhuga. SAMVINNUHÁSKÓLINN Á BIFRÖST: ÁHERSLA Á RAUNHÆF VERKEFNI í nýrri stefnumótun Samvinnuháskólans á Bifröst er athyglisvert að skólinn leggur áherslu á að þjálfa nemendur í hóp- starfi til að búa þá betur undir störf í fyrirtækjum. „Við höfum frá byrjun leitast við að hafa verk- efni sem raunhæfust og látum nemendur meðal annars vinna eitt stórt verkefni í fyrirtæki eða stofnunum á hverju miss- eri. Fræðikenningar fá að okkar mati ekki merk- Hlífðarfatnaður frá Sjó- klæðagerðinni. Róbóti til áfyllingar í álver- um frá Landssmiðjunni. Skýli fyrir rafmagnsspenna frá Sigurplasti. ingu fyrr en þær hafa verið reyndar við raun- hæfar aðstæður,“ segir Jónas Guðmundsson að- stoðarrektor skólans. Að sögn Jónasar leggur skólinn einnig aukna áherslu á alþjóðavæð- ingu eins og kennslu um erlend viðfangsefni á er- lendum tungumálum og upplýsingatækni. Brauð með kjötfyllingu frá Myllunni. Hlífar fyrir hné og olnboga til höggdeyfingar fyrir íþrótta- fólk. Inni- og útiflísar frá Sér- steypunni. Nýlega sýndu sjö fyrir- tæki, sem tóku þátt í verkefni Iðnlánasjóðs og Iðntæknistofnunar, af- rakstur vöruþróunnar sinnar. Sýning fyrirtækj- anna fór fram í Kringl- unni og vakti verðskuld- aða athygli. Verkefnið hófst í maí á síðasta ári og tóku tíu fyrirtæki upphaflega þátt Baujur og lóðabelgir frá Borgarplasti. í því. Eitt verkefnanna heltist fljótt úr lestinni en eftir stóðu níu við- fangsefni og voru sjö þeirra kynnt á sýning- unni í Kringlunni. Svo vel þótti takast til með þetta vöruþróunar- verkefni, en undanfari þess var sambærilegt verkefni á árunum 1988- 1989, að þegar er búið að 8

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.