Frjáls verslun - 01.10.1993, Page 16
FORSIÐUGREIN
KÖNNUN GALLUP FYRIR FRJÁLSA VERSLUN:
SKIPTA
SKALUM
FORSTJÓRA
- SÉ HANN MEÐ 3 TAPÁR í RÖÐ
Mikill meirihluta stjómenda í
íslenskum fyrirtækjum telur að
skipta eigi um forstjóra reki
hann fyrirtæki með tapi þrjú ár í
röð. Þetta er niðurstaðan úr
könnun Frjálsrar verslunar sem
Gallup framkvæmdi dagana 16.
til 24. september síðastliðinn.
Könnunin var unnin í gegnum síma.
Valið var tilviljunarúrtak úr fyrir-
tækjaskrá. Það samanstóð af stjórn-
endum 500 fyrirtækja af öllu landinu.
Alls fengust svör hjá 420 stjómend-
um eða um 84% af úrtakinu.
Af þeim 420 sem svöruðu tóku 322
stjórnendur, um 76%, afstöðu til
spurningarinnar sem var svona: Tel-
ur þú að skipta eigi um forstjóra reki
hann fyrirtæki með tapi 3 ár í röð?
Alls 98 stjórnendur tóku ekki afstöðu
og vildu ekki svara.
Niðurstaða könnunarinnar var að
um 62% þeirra, sem tóku afstöðu,
eða 197 stjórnendur, töldu að skipta
ætti um forstjóra sem ræki fyrirtæki
með tapi þrjú ár í röð. Mótfallnir slíku
voru 125 eða um 38% stjórnenda.
Telur þú aö skipta eigi
um forstjóra reki hann fyrirtæki með
tapi 3 ár í röö?
Fjöldi Hlutfall
Tóku afstöðu 322 76,7%
Tóku ekki afstöðu 98 23,3%
Fjöldi aðspurðra 420 100,0%
TEXTI: JÓN G. HAUKSS0N MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON GRAFÍK: G. BEN.
16