Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Side 27

Frjáls verslun - 01.10.1993, Side 27
Hönnun: Oddi hf. ÞÚ GEFST ALDREI UPP, SIGGA! - ævisaga Sigríðar Rósu Kristinsdóttur, eftir Elísabetu Þorgeirsdóttur Sigríður Rósa Kristinsdóttir á Eskifirði er orðin þjóðþekkt kona fyrir skelegga útvarpspistla sína og er gullkornum úr þeim fléttað inn í frásögnina. Margt athyglisvert hefur drifið á daga SIGRÍÐAR RÓSU. Hún lýsir uppvaxtarárunum sínum í Eyjafirði, dvöl á Laugarvatni og í Reykjavík á stríðsárunum og frá lífi sínu og störfum eftir að hún fluttist til Eskifjarðar. Sigríður Rósa hefur lagt gjörva hönd á margt. Hún sá um stórt heimili sitt, fékkst við útgerð, saumastofurekstur og verslun auk þess sem hún hefur lengi tekið virkan þátt í félagsmálum. Sigríður Rósa er dugnaðarforkur sem ekki hefur látið deigan síga þótt á móti hafi blásið og jafnan hefur hún verið kunn fyrir hreinskiptni sína og einurð. ÞÚ GEFST ALDREI UPP, SIGGA! er ævisaga baráttukonu sem kann þá list að segja svo skemmtilega frá að lesandinn verður þátttakandi í lífi hennar og störfum. Verð kr. 3.190 FROÐI BÓK/Y & BLAÐAÍ]TGÁFA

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.