Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 45

Frjáls verslun - 01.10.1993, Qupperneq 45
TOLVUR REGLAN ER OSAMRÆMI - SAMHÆFING ER UNDANTEKNING Því hefur verið haldið fram að evrópskur iðnaður væri feti framar og stöndugri hefði Napól- eon Bonaparte ekki beðið ósigur í orrustunni við Trafalgar árið 1805. Hefði Napoleon I sigrað hefði hann lagt undir sig Bretland sem m.a. hefði þýtt að Bretar hefðu verið neyddir til að taka upp metrakerf- ið. Hefði það gerst hefði sama mælikerfið verið ríkjandi í Evrópu sl. 200 ár. Ruglingur, mistök, slys og annað óhagræði, sem skapast hefur vegna notkunar ólíkra mælikerfa, er talið hafa valdið tjóni sem er ómælanleg stærð. Flestir eru sammála um að metrakerfið sé ein- faldara og hagkvæmara en tommukerfið og eru Bandaríkjamenn á með- al þeirra þjóða sem hafa komis þeirri niðurstöðu. Engu að síður eru þessi 2 kerfi enn við lýði ásamt öðrum sérhæfðari. ÓSAMRÆMD SÉRVISKA A tölvusviðinu eru enn mörg ólík kerfi og þótt áhersla hafi verið lögð á að samræma sum þeirra undir einn hatt veldur sérviskan enn sem áður töfum og óþarfa kostnaði. í því efni nægir að benda á mismunandi umhverfi svo sem megin- tölvur annars vegar og PC-tölvur hins vegar þar sem sam- gangur er aðeins Leó M. Jónsson tæknifræðingur skrifar reglulega um tölvur og tækni í Frjálsa verslun. legur upp að vissu marki og ekki án aukakostnað- ar. Annað dæmi eru stýrikerfin DOS og Unix. Þriðja dæmið Macin- tosh umhverfið og PC-umhverfið. Fleiri dæmi mætti nefna, t.d. á hugbúnað- arsviðinu. Þrátt fyrir að þörfin fyrir samræmd kerfi sé viðurkennd, þrátt fyrir viðleitni, yfir- lýsingar og samstarf framleiðenda um „nýja staðla" þar sem mismun- andi blokkir slást síðan um markaðinn, er sam- gangur og samskipti á milli vélbúnaða háður alls konar takmörkunum. Rauði þráðurinn í gegnum allt talið um nauðsyn samræmdra staðla er sá að framleiðendur hafa hag af því að viðhalda ósamræminu svo lengi sem þeir geta látið notandann borga fyrir „lausnir“ eins og það er kallað. Þeir staðlar, sem tekist hefur sam- vinna um á milli mismunandi tölvu/hugbúnaðar-framleið- enda (OSF, EISA o.fl.), virðast fremur hafa orðið til til að leysa vandamál sem framleiðendur- nir sjálfir hafa komið sér í fremur en að hvat- inn hafi verið sá að gera tölvunot- endum lífið auð- veldara. Notendur eiga þess að vísu kost að gera sig óháða framleiðendum og ólíkum stöðl- um þeirra en ekki öðruvísi en með því að ánetjast framleiðanda hugbún- aðar-umhverfis og um leið með til- heyrandi kostnaði. Þannig hafa ákveðin fyrirtæki hagnýtt sér ósa- mræmið og boðið lausn sem gerir notendum mögulegt að nota þann vél- og hugbúnað sem best hentar hveiju verkefni og að tengja hann saman í eitt samstætt kerfi. Dæmi um slíkt umhverfi er Oracle, sem er alls góðs maklegt. Með vissum rökum mætti segja að ósamræmið sé eitt af ein- kennum frjáls markaðar, grundvallar- atriði sem skapi þörf og þar með við- skipti. RITVINNSLAN Það eru a.m.k. 6 ár síðan farið var að ræða um samhæfð tölvukerfi, 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.