Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 48

Frjáls verslun - 01.10.1993, Síða 48
TOLVUR PC- eða Macintosh-tölvu geta, í flest- um tilfellum, sparað viðtakanda/út- gefanda kostnað við setningu án þess að hafa vitneskju um hvaða tölvukerfi viðkomandi útgefandi eða prent- smiðja notar. Um leið og greinarhöf- undur kemur þannig í veg fyrir auka- kostnað útgefandans dregur hann/ hún úr líkum á því að setningarvillur slæðist inn í textann. Lausnin er í því fólgin að skila skránni sem ASCII-skrá (einnig nefnt DOS-skjal) á disklingi. Öll ritvinnslu- kerfi, frá nýjustu útgáfum af Word- Perfect, MS Word og IBM Ritstoð og til fornminja á borð við fyrstu útgáfu af Hugsýn/Hugrita, eiga það sameigin- legt að geta vistað efnisskrár sem hráan ASCII-kóða eða DOS-skjal. Flest ritvinnslukerfi geta jafnframt lesið inn og birt slíkar efnisskrár á skjá þótt þær séu skrifaðar með öðru kerfi eða annarri útgáfu af sama kerfi. Til öryggis getur verið rétt að hafa það fyrir reglu að vista skjalið, þ.e. greinina í endanlegri mynd, eins og venja er í viðkomandi kerfi. Sé upp- setning greinarinnar að einhverju leyti sérstök má prenta handritið þannig sett upp og afhenda með disk- lingi. Að því loknu má síðan vista skjalið sem ASCII-skrá til afhending- ar á disklingi. í WordPerfect 4.1 er notuð skipun- in Ctrl-F5 (kostur 1) til að vista skrá sem ASCII-stafakóða (DOS-skjal) en Ctrl-F5 (kostur 2) til að breyta ASCII-skrá í WP-skjal, eða „texta inn“ eins og það nefnist. í WordPer- fect 5.1 fyrir Windows er notuð skip- unin „Vista sem“ og síðan valið „ASCII-texti (DOS)“ úr glugganum á valmyndinni. Ef sækja á ASCII-skrá er það gert með skipununni „Sækja“ undir flokknum „Skrá“. Þá er spurt á skjánum hvort breyta eigi ASCII-skrá í WordPerfect textaskjal. Sé spurn- ingunni svarað játandi birtist skjalið á skjánum. í Ritstoð er efnisskrá prentuð beint út á diskling sem ASCII-skrá með því að skrifa drifbókstaf og heiti skrárinn- ar aftan við FRÁLAG: ASCII-skrá má sækja eins og aðrar Ritstoðar-skrár. í Word fyrir DOS er ASCII-skrá vistuð (og sótt) með aðgerðinni „Transfer". í Word fyrir Windows er notuð sama skipun og í WordPerfect, þ.e. „vista sem“ til að vista skjal sem ASCII-skrá og skráin er sótt á sama hátt og aðrar. Hugsýn vistar skjöl sem ASCII- skrár og því ganga þær snurðulaust sem slíkar frá öðrum kerfum inn í Hugsýn og frá Hugsýn inn í önnur kerfi sem ASCII-skrár. En aftur skal ítrekað að þegar skjal er vistað sem ASCII-skrá breytist útlit þess og uppsetning, spássíur mást út, inndráttur, miðjun og feit- letrun hverfur, einnig blaðhaus, fót- ur, blaðsíðutal o.s.frv. Einungis hrár textinn og auka línubil skilar sér en það er í mörgum tilfellum nóg enda varðar prentsmiðju oftast ekkert um annað — handrit sem sýnir fyrirsagn- ir og annað sem máli kann að skipta leysir það mál. PENNAR KVEIKJARAR REGLUSTIKUR ÁHERSLUPENNAR REIKNITÖLVUR BORÐKLUKKUR RÁÐSTEFNUMÖPPUR SKJALATÖSKUR LYKLAKIPPUR BRÉFAKLEMMUBOX SÍMABÆKUR VASAHNÍFAR DAGATÖL VEGGKLUKKUR PENNASTANDAR AUGLÝSINGAVÖRUR TRANAVOG11 104 REYKJAVÍK S: 682850 FAX: 682856 ÓDÝRARA EN ÞÚ HELDUR HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SENDUM MYNDA- OG VERÐLISTA roubill W5Tm" 48

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.