Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 24

Frjáls verslun - 01.04.1995, Side 24
BÆKUR Bókin Lyklar stjórnandans: ÞEIRRA BÍÐA SÖMU ÖRLÖG OG RISAEÐLANNA Stjórnendur, sem ekki hafa haft tækifæri eða gefið sér mikinn tíma til lesturs, ættu að lesa þessa bók. Hún er eins konar verkfærakassi stjórnandans Heiti bókar: Lyklar stjómandans Höfundur: Tom Lambert Utgefandi og ár: Framtíðarsýn hf. - 1995 Lengd bókar: 267 bls. Hvar fengin: Bókaklúbbi við- skiptalífsins Einkunn: Áhugaverð og gagnleg viðskiptabók fyrir alla stjórn- endur meðalstórra fyrirtækja hér á landi VIÐFANGSEFNIÐ Það er eðli viðskiptaheimsins að breytast. Það sem einkennt hefur undanfarin ár er hversu hratt breyt- ingarnar eiga sér stað. Örari breyt- ingar hafa þær afleiðingar að hitta fyrirtæki illa fyrir sem eru óviðbúin þessum hraða og breytingum. Eins og segir í formála. „Þeirra, sem ekki breytast með, bíða sömu örlög og risaeðlanna á sínum tíma þegar minni, sneggri og blóðheitari spendýr fóru að keppa við þær í kólnandi loftslagi. “ Það skiptir máli að fljóta ekki sof- andi að feigðarósi áhyggjulaus og full- ur velþóknunar. Stjórnandinn verður þannig að vera sveigjanlegur og við- bragðssnöggur til þess að tryggja yfirburði fyrirtækisins. Það eru yfir- burðir fyrirtækja á sínu sviði sem hafa mesta þýðingu fyrir árangur. Yfir- burðir eru síbreytilegir, en stjómend- ur verða stöðugt taka á sig það verk- efni að leita að yfirburðum. Bókin lýs- ir aðferðum sem gera stjórnandanum kleift að takast á við og leysa verkefn- ið. HÖFUNDURINN Tom Lambert hefur unnið sem rekstrarráðgjafi um 30 ára skeið á flestum sviðum fyrirtækjarekstrar. Því miður er engin frekari kynning á höfundinum í þessari íslensku þýð- ingu og kann ég engin nánari deili á honum. Bókin er gefin út af The Financial Times árið 1993 og heitir á frummálinu: „Key Management Tools, 50 Time-Saving Techniques to Solve Everyday Business Prob- lems“. UPPBYGGING 0G EFNISTÖK í bókinni lýsir höfundur hagnýtum verkfærum og aðferðum sem gera stjórnandum kleift að takast á við og leysa nauðsynleg verk á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Hver kafli tekur á lykilmálaflokki fyrirtækisins á sviði daglegrar stjórn- unar. Allir kaflamir hefjast á kynningu sem undirstrika mikilvægi hvers við- fangsefnis. Að lokinni kynningu á efn- inu leggur höfundur til nokkur „verk- færi“ til að hjálpa stjórnandanum og leiðbeiningar um notkun þeirra. Hverjum kafla lýkur með stuttum ábendingum um þær slysagildrur sem oft verða á veginum og forðast þarf. Kaflarnir eru skrifaðir með þeim hætti að taka megi þá fyrir í samfelldri röð og líta þannig á bókina sem eina heild eða hvern fyrir sig og líta á hvern kafla sem sjálfstæða einingu. STUTT KYNNING ÚR BÓKINNI Mikið er fjallað um stjórnandann og mikið lagt upp úr eiginleikum hans. Það er því eðlilegast sem kynningu úr bókinni að grípa niður í umfjöllun um hann. í 5 kafla, „Forysta í síbreytileg- um heimi“, segir orðrétt á bls 101: „í stuttu máli, þá er hlutverk dug- mikils leiðtoga, núna og í framtíðinni, ekki svo ólíkt því sem best gerðist í fortíðinni. Tvennt mun hins vegar breytast og það mun hafa úrslitaáhrif. Leiðtogi í tæknivæddu þjóðfélagi nú- tímans verður að vera næmari, hæf- ari og skilningsríkari á vinnuferlin heldur en forveri hans. Síðara atriðið er heila málið í forystu níunda áratug- arins og áfram inn í fyrirsjánalega framtíð. Slakur leiðtogi hefur allt þar Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmdastjóri Lýsingar og stundakennari við Háskóla íslands, skrifar reglulega um viðskiptabækur í Frjálsa verslun. 24
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.