Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 24
BÆKUR
Bókin Lyklar stjórnandans:
ÞEIRRA BÍÐA SÖMU
ÖRLÖG OG RISAEÐLANNA
Stjórnendur, sem ekki hafa haft tækifæri eða gefið sér mikinn tíma til lesturs,
ættu að lesa þessa bók. Hún er eins konar verkfærakassi stjórnandans
Heiti bókar: Lyklar stjómandans
Höfundur: Tom Lambert
Utgefandi og ár: Framtíðarsýn
hf. - 1995
Lengd bókar: 267 bls.
Hvar fengin: Bókaklúbbi við-
skiptalífsins
Einkunn: Áhugaverð og gagnleg
viðskiptabók fyrir alla stjórn-
endur meðalstórra fyrirtækja
hér á landi
VIÐFANGSEFNIÐ
Það er eðli viðskiptaheimsins að
breytast. Það sem einkennt hefur
undanfarin ár er hversu hratt breyt-
ingarnar eiga sér stað. Örari breyt-
ingar hafa þær afleiðingar að hitta
fyrirtæki illa fyrir sem eru óviðbúin
þessum hraða og breytingum. Eins
og segir í formála. „Þeirra, sem ekki
breytast með, bíða sömu örlög og
risaeðlanna á sínum tíma þegar minni,
sneggri og blóðheitari spendýr fóru
að keppa við þær í kólnandi loftslagi. “
Það skiptir máli að fljóta ekki sof-
andi að feigðarósi áhyggjulaus og full-
ur velþóknunar. Stjórnandinn verður
þannig að vera sveigjanlegur og við-
bragðssnöggur til þess að tryggja
yfirburði fyrirtækisins. Það eru yfir-
burðir fyrirtækja á sínu sviði sem hafa
mesta þýðingu fyrir árangur. Yfir-
burðir eru síbreytilegir, en stjómend-
ur verða stöðugt taka á sig það verk-
efni að leita að yfirburðum. Bókin lýs-
ir aðferðum sem gera stjórnandanum
kleift að takast á við og leysa verkefn-
ið.
HÖFUNDURINN
Tom Lambert hefur unnið sem
rekstrarráðgjafi um 30 ára skeið á
flestum sviðum fyrirtækjarekstrar.
Því miður er engin frekari kynning á
höfundinum í þessari íslensku þýð-
ingu og kann ég engin nánari deili á
honum. Bókin er gefin út af The
Financial Times árið 1993 og heitir á
frummálinu: „Key Management
Tools, 50 Time-Saving Techniques
to Solve Everyday Business Prob-
lems“.
UPPBYGGING 0G EFNISTÖK
í bókinni lýsir höfundur hagnýtum
verkfærum og aðferðum sem gera
stjórnandum kleift að takast á við og
leysa nauðsynleg verk á sem
skemmstum tíma og með sem
minnstum tilkostnaði.
Hver kafli tekur á lykilmálaflokki
fyrirtækisins á sviði daglegrar stjórn-
unar. Allir kaflamir hefjast á kynningu
sem undirstrika mikilvægi hvers við-
fangsefnis. Að lokinni kynningu á efn-
inu leggur höfundur til nokkur „verk-
færi“ til að hjálpa stjórnandanum og
leiðbeiningar um notkun þeirra.
Hverjum kafla lýkur með stuttum
ábendingum um þær slysagildrur sem
oft verða á veginum og forðast þarf.
Kaflarnir eru skrifaðir með þeim
hætti að taka megi þá fyrir í samfelldri
röð og líta þannig á bókina sem eina
heild eða hvern fyrir sig og líta á
hvern kafla sem sjálfstæða einingu.
STUTT KYNNING ÚR BÓKINNI
Mikið er fjallað um stjórnandann og
mikið lagt upp úr eiginleikum hans.
Það er því eðlilegast sem kynningu úr
bókinni að grípa niður í umfjöllun um
hann. í 5 kafla, „Forysta í síbreytileg-
um heimi“, segir orðrétt á bls 101:
„í stuttu máli, þá er hlutverk dug-
mikils leiðtoga, núna og í framtíðinni,
ekki svo ólíkt því sem best gerðist í
fortíðinni. Tvennt mun hins vegar
breytast og það mun hafa úrslitaáhrif.
Leiðtogi í tæknivæddu þjóðfélagi nú-
tímans verður að vera næmari, hæf-
ari og skilningsríkari á vinnuferlin
heldur en forveri hans. Síðara atriðið
er heila málið í forystu níunda áratug-
arins og áfram inn í fyrirsjánalega
framtíð. Slakur leiðtogi hefur allt þar
Jón Snorri Snorrason,
aðstoðarframkvæmdastjóri
Lýsingar og stundakennari
við Háskóla íslands, skrifar
reglulega um viðskiptabækur
í Frjálsa verslun.
24