Frjáls verslun - 01.04.1995, Page 27
AÐ SEGJA UPP OG STOFNA FYRIRTÆKI
/ bandarískum viðskiptablöðum má annað slagið sjá greinar um unga
viðskipta- og hagfræðinga sem stofnað hafa fyrirtæki vegna þess að þeir urðu
firrtir í starfi hjá stórfyrirtækjum. Þeir höfðu ekki nægileg áhrif á stjórnunina; þeim
fannst skrifræðið yfirþyrmandi; ósveigjanleikinn of mikill og svo framvegis. Og -
þeir létu vaða, sögðu upp og fóru í eigin rekstur.
Ánægðir nemendur Verslunarskólans með vinnubækurnar - „fyrirtækin
sín“. Skólinn fagnar 90 ára afmæli á þessu ári.
SKÓLIOG ATVINNULÍF
Mikið er rætt um skóla og atvinnu-
líf um þessar mundir; að tengja það
bóklega við hið verklega. Námsgrein-
in um stofnun fyrirtækja fellur mjög
vel að þessari umræðu. Hún tengir
nemendur við atvinnulífið - þótt með
óbeinum hætti sé. Hún opnar augu
þeirra fyrir því umhverfi sem bíður
þeirra. Vel fer á því að Verslunarskól-
inn sinni þessari kennslu núna þegar
hann fagnar 90 ára afmæli sínu.
„Kennslan fer þannig fram að nem-
endur velja sér viðskiptahugmynd
strax að hausti,“ segir Helgi og bætir
við:
„Þeir hrinda hugmyndinni í verk,
stofna fyrirtæki og vinna síðan að
undirbúningi rekstursins yfir vetur-
inn. Þeir færa hvert atriði, frá hug-
mynd til reksturs, inn í vinnubók. Að
vori er hún fullbúin sem lokaverkefni.
Vinnubókin hefur að geyma nákvæma
lýsingu á aðdraganda og stofnun fyrir-
tækisins. Farið er ofan í saumana á
fjárhagsáætlunum, markaðsrann-
sóknum, fjármögnun, útgáfa hluta-
bréfa og öðru sem viðkemur stofnun
fyrirtækis."
FRAMTAKSSEMIOG
FRUMKVÖÐLAHUGSUN
Helgi leggur áherslu á að náms-
greinin ýti undir framtakssemi og
frumkvöðlahugsun sem séu afar mik-
ilvægir kostir fyrir nemendur þegar
út í atvinnulífið komi, hvort heldur
eftir nám í Verslunarskólanum eða
framhaldsnám í háskóla.
„Þessi námsgrein er eftirsótt.
Nemendur hafa sagt mér að hún sé
ekki kvöð heldur skemmtun. Það eru
afar ánægjuleg ummæli. í sumum til-
vikum verður áhuginn það mikill að
fjölskyldur nemenda blandast inn í
verkefnin, fylgjast með þeim af
áhuga. Og nú þegar hefur námsgrein-
in virkað sem hvatning. Þess eru
nokkur dæmi að nemendur og fjöl-
skyldur þeirra hafi nýtt sér verkefni
og stofnað fyrirtæki."
Um tilurð þess að námsgreinin var
sett á laggimar segir Helgi: „Hug-
myndin var sú að koma með loka-
verkefni sem spannaði yfir þá þekk-
ingu sem nemendur höfðu aflað sér á
námsferlinum í skólanum. Þetta er
námsgrein sem er þverskurður á aðr-
ar. Hún tengir saman greinar eins og
markaðsfræði, stjómun, fjármál,
tölvufræði og lögfræði. Nemendum
er kennt að setja hugmyndir sínar á
blað og ýta þeim úr vör.“
27