Frjáls verslun - 01.04.1995, Qupperneq 82
Þó að sala á hvítum innréttingum hafi minnkað standa þær alltaf fyrir sínu,
einfaldar og stílhreinar.
Þar sem ekki er pláss fyrir marga
efri skápa, t.d. vegnaglugga, er mál-
ið leyst með háum skápum. A bak
við rennihurð í horninu eru hillur
þar sem algengt er að hrærivél o.fl.
rafmagnstæki séu geymd.
E Idhúsinnréttingar:
LÍFLEGIR UTIR
OG DEKKRIVIDUR
Ljós viður, til dæmis beyki, var vinsælastur fyrir nokkrum árum. En nú
hefur dekkri viður rutt sér til rúms. Kirsuberjaviðurinn er sérlega vinsæll
ldhúsið er miðpunktur heimil-
isins, um það eru flestir sam-
mála, og því skiptir miklu
hvemig eldhúsið er innréttað þegar
hús eru byggð. Tískusveiflur hafa
áhrif á hönnun eldhúsa og því fórum
við á stúfana og spurðum hvað væri
helst í tísku núna. Viðmælendur voru
sammála um að meiri litagleði hefði
tekið við af hvítu innréttingunum,
sem voru nær allsráðandi fyrir nokkr-
um árum. Ljós viður, einkum beyki,
var algengur með hvítu innréttingun-
um en nú hafa dekkri viðartegundir
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR MYNDIR:
rutt sér til rúms og kklega hefur
kirsuberjaviður verið vinsælastur
undanfarið. Hlynur er einnig í tísku en
það er mjög ljós viður.
Innanhússarkitektar, sem talað var
við, sögðu að við hönnun eldhúss sé
nú gert ráð fyrir að það verði vinnu-
staður fyrir fleiri en einn og bæði hjón
taka þátt í að leggja drög að skipulagi
eldhússins. í nýjum húsum eru eld-
húsin opnari en í eldri húsum og oft
sést innréttingin víða að úr íbúðinni.
Áður var hins vegar algengt að eldhús
KRISTJÁN EINARSSON
væru þröng, eins og aðeins væri gert
ráð fyrir að það væri vinnustaður fyrir
eina manneskju.
Við hönnun húsa er algengt að fólk
óski eftir stóru fjölskyldurými í
tengslum við eldhúsið þannig að börn
geti t.d. stundað heimanám við eld-
húsborðið á meðan foreldrarnir vinna
þar. Einnig er algengt að borðkrókur
og borðstofa séu sameinuð og því
aðeins gert ráð fyrir einu matborði í
húsinu. Barborð, sem algeng voru
fyrir nokkrum árum í tengslum við
eldhúsið, eru á undanhaldi enda ekki
82