Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 10
Sendiráð íslands í Bejing er í þessari byggingu, Liang Ma
byggingunni.
Hjálmar W. Hannesson er fyrsti íslenski sendiherrann
sem hefur aðsetur í Kína, stærsta markaði í heimi.
FV-myndir: Benedikt Jóhannesson.
Starfsmenn sendiráðs-
ins eru fjórir. Sendiherra
er Hjálmar W. Hannes-
son, sendiráðsritari er
Ragnar Baldursson, en
hann talar kínversku,
Petrína Bachmann er
sendiráðsfulltrúi og ritari
□ egar Frjáls verslun
var í Kína á dögun-
um var íslenska
sendiráðið í Bejing, höf-
uðborg Kína, að sjálf-
sögðu sótt heim. Sendi-
ráðið var opnað í ársbyrj-
un 1995 og hafði fyrstu
mánuðina aðsetur á Hil-
ton hótelinu í Bejing en
þar er íslenskur hótel-
stjóri, Halldór Briem.
Sendiherrahjónin,
Hjálmar W. Hannesson
og Anna Birgis, bjuggu á
hótelinu á þessum tíma.
Síðan var sendiráðið flutt
í núverandi húsnæði, Li-
ang Ma bygginguna, en
þar eru fleiri sendiráð til
húsa.
Hluti af starfsmönnum íslenska sendiráðsins. Frá vinstri:
Ragnar Baldursson sendiráðsritari, Zhang Lin ritari og Hjálm-
ar W. Hannesson sendiherra.
SENDIRAÐIÐ IKINA
GRANDIGEFUR
SÁÁ ÞRJÁR
STUTTMYNDIR
rjár stuttmyndir Granda hf. um
hættuna, sem fylgir notkun fíkni-
efna - og sem Grandi gaf SÁÁ til
sýninga í kvikmyndahúsum - hafa vakið
verðskuldaða athygli. Myndirnar hafa
verið sýndar að undanförnu og er gert ráð
fyrir að hátt í tvö hundruð þúsund manns,
flest ungt fólk, sjái myndirnar á næstu
Úr einni af þremur stuttmyndum Granda
um hættuna sem fylgir notkun fíkniefna.
vikum í kvikmyndahúsum landsins.
Grandi ákvað á 10 ára afmæli sínu í
fyrra að gefa 2 milljónir til gerðar
stuttmyndanna. Skilaboð myndanna
eru mjög skýr og áhrifamikil og endur-
spegla umhverfið sem unga fólkið býr
við. Leikstjóri er Hilmar Oddsson en
BIRGIR
AÐSTOÐAR
GUDBRAND
Birgir Karl Knútsson hef-
ur verið ráðinn aðstoðar-
maður Guðbrands Sig-
urðssonar, framkvæmda-
stjóra ÚA.
Birgir er 36 ára Akur-
eyringur, fæddur 20.
september 1960. Hann
varð viðskiptafræðingur
frá HÍ árið 1987. Birgir
hóf störf hjá ÚA árið 1991.
Birgir Karl Knútsson, nýráð-
inn aðstoðarmaður fram-
kvæmdasljóra-ÚA
10