Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 22
FORSÍÐUGREIN
LANGUR LAUGARDAGUR ER
HELSTIVERSLUNARDAGURINN
Hulda telur að margar verslanir hafi komið inn á mark-
aðinn undanfarin ár með lágt vöruverð en þær hafi ekki
getað haldið sínu lága vöruverði. Hún segist finna mikinn
mun á verslun við Laugaveginn nú og fyrir fjórum árum.
Kreppan virðist yfirstaðin og Laugavegurinn sé í upp-
sveiflu. Viðskiptavinum finnist gaman að koma á Lauga-
veginn og þeir tali um stemmninguna þar, enda séu þeir
þreyttir á að vera innilokaðir í Kringlunni. „Langur laugar-
dagur“ hafi byrjað fyrir þremur árum og sé nú alltaf stærsti
verslunardagur mánaðarins, stemmningin þennan dag
minni á Þorláksmessu.
„Laugavegurinn gleymdist meðan mesta nýjabrumið
var að fara af Kringlunni. En þetta er farið að breytast
aftur. Ef húsnæði losnar við Laugaveg þá er slegist um
það,“ segir hún.
Hulda tekur undir með hinum kaupmönnunum og telur
verslunarferðir til útlanda slæmar því að fjármagnið
streymi út úr landinu þó að vöruverð sé svipað hér og þar.
Hún telur að fólk fari nú frekar utan til að skemmta sér og
hvíla sig og versli minna en áður. Verslanir erlendis reyni
þó að halda í viðskiptavinina og sendi afsláttarbæklinga
hingað heim.
ir, systir Lilju Hiannar 1 Cosmo og eigandi Flash á Lauga-
vegi 54.
Hulda er alin upp bak við búðarborðið, eins og Lilja
Hrönn, en var alla tíð staðráðin í að leggja ekki verslunar-
rekstur fyrir sig þar sem mamma hennar, bróðir og systir
ráku verslun. Eftir stúdentspróf fór hún í framhaldsnám og
lauk meistaraprófi í viðskiptafræði, markaðsfræði og
stjómun í Danmörku. Árið 1990 flutti hún heim til íslands
og hafði þá háar hugmyndir um að fá vinnu við markaðsmál
en fékk ekkert að gera. Smám saman fór hún að flytja inn
skartgripi og boli til að afla sér tekna. í maí 1992 tók Hulda
kjallarann að Laugavegi 54 á leigu yfir sumarið. Hún er nú
búin að kaupa húsnæðið og gera það upp og rekur þar nú
tískuverslunina Flash.
„Ég sé ekki fram á að ég hætti í þessu. Ég er mjög
ánægð í verslunarrekstri. Ég fór að vinna tímabundið hjá
mömmu til að sjá mér farborða en nú er ég að vinna fyrir
mig sjálfa. Þetta er búið að vera mikil vinna en mér finnst
þetta gaman,“ segir hún og telur sig finna mun meira fyrir
samkeppni en hinir kaupmennimir í þessari úttekt því að
hennar verslun sé mun minni en verslanir hinna og því
meiri þrýstingur á hana að bjóða vömr á góðu verði. Hulda
segir að samkeppnin milli tískuverslana sé heiðarleg.
Verðið hafi lækkað og tilteknir vöruflokkar séu boðnir á
tilboðsverði til að vekja athygli en ekkert sé um undirboð
líkt og í matvöruversluninni.
„Mér finnst ég þurfa að vera með gott verð. Ég finn að
fólk gengur í búðir og veltir verðinu fyrir sér. Unglingarnir
virka öðruvísi. Þeir hugsa: Þetta er í tísku, þetta fæst
þama, ég kaupi það. Ég held að þær hinar finni ekki fyrir
samkeppninni á sama hátt og ég því að þær eru svo
stórar.“
Hulda Hauksdóttir í tískuverslunni Flash (systir Lilju í
Cosmo) ætlaði ekki að leggja rekstur verslunar fyrir sig.
Þess í stað hélt hún í langskólanám til Danmerkur og
lauk þaðan meistaraprófi í viðskiptafræðum og stjórn-
un. En örlögin urðu ekki umflúin; kaupmennskan er í
blóðinu. Þess má geta að Hulda var ekki á landinu þegar
forsíðumyndin var tekin.
Hulda íFlash:
LAUGAVEGURINN
ERIUPPSVEIFLU
□ lagningin hefur lækkað alveg rosalega á síðustu
þremur árum og það skilar sér í lægra vöruverði.
Það er hörð samkeppni í verðum. Það þarf alltaf að
vera eitthvað í gangi fyrir viðskiptavini, tilboð eða útsölur,
og slíkt er sífellt að aukast frekar en hitt. Mér finnst þetta
vera sama þróun og er í London,“ segir Hulda Hauksdótt-
22