Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 34

Frjáls verslun - 01.09.1996, Qupperneq 34
NÆRMYND tgerðarfélag Akureyringa er næststærsta sjávarútvegsfyr- irtæki landsins. Það ræður yfir 13.985 þorskígildistonnum af kvóta sem er 4.87% af heildarafla- marki. Fyrirtækið gerir út skip og vinnur aflann og er frystihús ÚA með stærstu vinnustöðum á Akureyri. Það þótti sæta nokkrum tíðindum þegar nýr framkvæmdastjóri var ráð inn í haust. Sá heitir Guðbrandur Sig- urðsson og er 35 ára matvælafræð ingur. Hann sóttu ÚA menn í innsta hring íslenskra sjávarafurða. Guð brandur hefur látið svo ummælt að eitt helsta verkefni hans í þessu nýja starfi verði að gera botnfisksvinnslu ÚA hagkvæmari og snúa vörn í sókn í þeim efnum. Útgerðarfélagið hefur, líkt og fleiri fyrirtæki í þessari grein, rekið hina hefðbundnu frystingu með tapi. Þetta tap verður vart þolað leng- ur. Það má því segja að á hinum unga framkvæmdastjóra standi spjót úr tveimur áttum. Annars vegar vænta hluthafar og eigendur Útgerðarfé lagsins þess að hann auki hagnað þeirra og reki fyrirtækið með nútíma legum hætti sem tryggi samkeppnis stöðu þeirra. Hins vegar vænta hinir fjölmörgu starfsmenn ÚA þess að hagræðing og aðlögun leiði ekki til þess að einhverjir missi vinnuna. Það er sagt að nýir vendir sópi best en Utgerðarfélag Akureyringa: NÝIR VENDIR Guðbrandur Sigurðsson er 35 ára matvælafræðingur og nyr forstjóri hann suður í innsta hring íslenskra enginn vill láta sópa sér út af vinnu- markaðnum. GUÐBRANDUR, SPOCK OG CROSBY Guðbrandur Sigurðsson er fæddur 2. maí 1961 í Edinborg í Skotlandi. Hann er því samkvæmt kortum stjörnuspekinga fæddur undir merki Nautsins. Að sögn himnarýna er Nautið íhaldssamt, varkárt, jarð- bundið og duglegt. Það hefur mætur á jarðneskum eigum og vill gjaman njóta lífsins í mat og drykk. Guðbrandur á sama afmælisdag og Katrín mikla, Rauði baróninn von 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.