Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 23
Áróra Gústafsdóttir er nýbyrjuð í verslunarrekstri en hún var í sumar ráðin verslunarstjóri hjá norskri keðju, Varner samsteypunni. Hún stýrir nú rekstri Dressmann við Laugaveg. Mynd: Kristín Bogadóttir. Áróra í Dressmann: DRESSMANN HEFUR SKERPT SAMKEPPNINA Eg held að með tilkomu Dressmann hafi verð á karlmannafatnaði almennt lækkað og mjög ákveðin þróun, sem er mjög jákvæð fyrir neytandann, átt sér stað í verðlagi. í sumum tilvikum eru föt sígild og endast lengi en ég held að fólk vilji skipta örar og kaupa sér fatnað oftar. Það vill ekki nota of mikla peninga í föt í hvert skipti en vill fylgja straumum og stefnum í fatavali, - segir Áróra Gústafsdóttir, verslunarstjóri í herrafataversluninni Dressmann við Laugaveg. Áróra Gústafsdóttir er yngsta konan í hópnum, aðeins 29 ára. Hún er rekstrarfræðingur að mennt og hefur unnið við ýmislegt en aldrei áður starfað í fataverslun. Hún hóf störf hjá Dressmann 1. júní síðastliðinn og tók strax við stjórnun verslunarinnar með dyggri aðstoð norskra sér- fræðinga. Dressmann verslunin var opnuð hér 13. júní og kom einn besti verslunarstjóri Dressmann í Noregi hingað til lands og var hér í mánuð til að leiðbeina Áróru. Auk þessa hefur hún verið send á námskeið til Noregs á vegum Dressmann. „Mér var ekki hent út í þetta. Ég var borin á gullstól. Norðmennimir komu með alla sína sérfræðinga til að hjálpa mér að setja verslunina upp og kenna mér. Þeir eru með námskeið fyrir verslunarstjórana sína, enda eru þeir ekki að leita að fólki, sem hefur lært til skraddara eða hefur mikið vit á efnum heldur manneskjum með þjónustulund. Hitt getur maður lært og þeir hafa verið duglegir að kenna mér. Ef ég stranda er alltaf maður til staðar til að spyrja og ég hringi bara út ef eitthvað kemur upp á,“ segir hún. TILRAUNAÚTIBÚ FYRIR EVRÓPU Dressmann verslunin við Laugaveg er tilraunaútibú Á r G iE' VA iLI A — Það er kaffið sm 568 7510 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.