Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 29
BYRJAR OFTAST SEM „LÁN“ Reynslan sýnir að flestir fjárdrættir byrja „sakleysislega“. Starfsmenn ætla að fá „lán“ til að bjarga eigin fjármálum. Hins vegar reynist þeim jafnan erfitt að greiða „lánin“ til baka. Finni þeir á sama tíma að engar grunsemdir vakna um svindlið verður það til þess að boltinn byrjar að rúlla. sveiflur á útistandandi kröfum við það eitt að skipta um starfsmann í inn- heimtu. Röskur og duglegur inn- heimtumaður getur bætt stöðuna um nokkrar milljónir á bankareikningi en lélegur innheimtumaður glutrað stöð- unni niður um nokkrar milljónir. Versnandi staða á bankareikningi, í samanburði við fyrri tíð og áætlanir, þarf því ekki að vera neitt óeðlileg. Hún er samt staðfesting á að það fljóti hraðar út af kerfinu en inn á það. AÐSKILNAÐARSTEFNA ER NAUÐSYNLEG Aldrei er brýnt nógu oft fyrir stjómendum að aðskilja starf bókara og gjaldkera. Sá aðskilnaður er í raun besta eftirlitskerfi stjórnandans. Þannig kemur hann í veg fyrir að sami maðurinn geti skrifað út af banka- reikningi og skráð nótuna í bókhaldið. ímynda má sér að gjaldkeri í SKULDUGU stórfyrirtæki skrifi 1 milljón út af bankareikningi fyrir sjálf- an sig. Hafi hann einnig aðgang að bókhaldinu getur hann bókað milljón- ina út af banka og inn á til dæmis vexti, enda líkur á að milljónin týnist í öllu vaxtaflóðinu ef stjómandinn er sljór og gerir sér litla grein fyrir því hvort fyrirtækið eigi að greiða einni milljón meira eða minna í vexti. Færsla svindlarans er hins vegar komin inn í bókhaldið - og færslumagn ársins - og uppgötvast hugsanlega ekki nema í úrtaksathugun endur- skoðenda. AÐ FYLGJAST MEÐ NÓTUM YFIR VÖRUKAUP Stjómendur þurfa einnig að vera mjög á varðbergi í vömkaupum. Finni gjaldkeri - og hugsanlega viðskipta- menn líka - að þar sé slælegt eftirlit gæti hann freistast til að setja inn fals- aðan reikning fyrir vörukaupum, og bókað hann síðan færi hann líka bók- hald. Sömuleiðis er þetta vísbending til stjórnenda um að vera ævinlega gagnrýnir á reikninga frá viðskipta- mönnum vegna vörukaupa. Finni þeir að h'tið er fylgst með reikningunum geta þeir einfaldlega hækkað reikn- ingana án þess að eftir því sé tekið. BÓKHALD SÉ FÆRT HRATT OGÖRUGGLEGA Mjög mikilvægt er að bókhald sé fært hratt og reglulega. Helst dag- lega, ekki sex mánuðum síðar. Þá komast mál frekar upp. Sé gjaldker- inn að gera einhverja gloríu sér bók- arinn að hann hefur óútskýrða hreyf- ingu og kallar þá strax eftir skýringu og fylgiskjölum. SAMÞYKKTARKERFIER ÁGÆT VÖRN í flestum fyrirtækjum er svokallað samþykktarkerfi. Það þýðir að yfir- maður verður ævinlega að samþykkja alla reikninga sem gjaldkeri greiðir. Þetta torveldar gjaldkeranum að smeygja inn fölsuðum reikningi. Enda mjög líklegt að slíkur reikningur færi ekki fram hjá bókaranum. En hvað ef bókarinn og gjaldkerinn eru með samráð um svik? Þá verður málið erfiðara séu yfirmenn ekki meðvitaðir um reksturinn, vakandi yfir því hvort eitthvað óeðlilegt sé á seyði. Reynslan sýnir samt að hætta á fjárdrætti er mest þegar sami mað- urinn er bæði gjaldkeri og bókari. Lík- ur á svindli snarminnka þegar þetta tvennt er aðskilið og tveir þurfa að koma að glæpnum. Líkumar minnka svo enn meira þegar þrír eða fleiri þurfa að taka þátt í honum. Stjómendur mega aldrei gleyma að til em ótal afbrigði fjárdráttarmála og þeir verða fyrst og fremst að halda vöku sinni. Reglan er: Gjaldkeri má ekki hafa aðgang að bókhaldi og bók- ari má ekki hafa aðgang að banka- reikningi. Fjármálastjórar, sem hafa víðtæka heimild til að taka lán í bönk- um, geta hugsanlega tekið smávægi- legt lán í banka og rennt því í eigin vasa ef þeir hafa leyfi til að færa bók- haldið - þeir verða að vísu að finna láninu stað í bókhaldinu eftir króka- leiðum. ÞJÓFNAÐUR ÚR BIRGÐAGEYMSLUM En það er ekki bara fjárdráttur sem forstjórar og stjórnendur þurfa að gæta sín á. Þjófnaður úr birgða- geymslum er einnig til staðar. Það er til dæmis veikleikamerki ef öflugt birgðakerfi er ekki fyrir hendi í fyrir- tæki - og að hægt sé að taka út vömr án þess að það sé skráð sérstaklega. í góðu, tölvuvæddu birgðakerfi er ein- falt mál að gera rassíur og kanna hversu mikið sé til af viðkomandi vöru inni á lager miðað við skráða sölu og innkaup. Ef um óeðlilega rýrnun er að ræða verður að komast til botns í málinu. Annaðhvort flýtur eitthvað út af lagemum eða þjófnaðurinn á sér stað á sölustað; við kassann. NÓTULAUS VIÐSKIPTI GIRÐA FYRIR EFTIRLIT Loks þarf vart að taka fram að hætta á fjárdrætti starfsmanna er meiri í fyrirtækjum sem stunda svo- nefnda svarta sölu. Þar sem viðskipti eru að stómm hluta nótulaus. Nótu- laus viðskipti girða í raun fyrir allt eftirlit með starfsmönnum. VARÚÐ! TVÆR LEIÐIR TIL AÐ SVINDLA Önnur er að búa til útgjöld sem hann lætur fyrirtækið greiða þótt þau tilheyri því ekki. Hin leiðin er að stinga undan tekjum sem koma inn í fyrirtækið - hann lætur þær aldrei rata í bókhaldið. Báðar þessar leiðir eru svo með ótal afbrigðum. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.