Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 50
í HVAÐfl GREIN Á AÐ
Það er ekki nægilegt að vita hvernig eigi að keþpa í viðskiptum. Ekki er síður vert
að vita í hvaða grein og á hvaða markaði eigi að keppa.
VIÐFANGSEFNIÐ
í harðri samkeppni er það liðin tíð að
fyrirtæki geti náð árangri með því að
gera öllum til hæfis. Fyrirtæki þurfa
að gera sér grein fyrir þessu og fmna
þá leið og þau gildi sem hvert og eitt
getur státað af á markaði. Hvernig og
hvers vegna þetta er nauðsynlegt er
viðfangsefni bókarinnar. Farið er ofan
í saumana á því hvemig fyrirtæki
þjóna útvöldum viðskiptavinum með
stöðugri endurnýjun og uppgötvun-
um. Farið er yfir viðfangsefnið skref
fyrir skref þannig að fyrirtækin geti
fundið hvar þau eigi möguleika á að
vera fremst í sínum flokki.
Fyrirtækið CSC Index, sem höf-
undamir starfa hjá er þekkt fyrir að
hafa hrint í framkvæmd einni mestu
byltingu í viðskiptaheimi síðari ára um
endurgerð vinnuferla með útgáfu
bókarinnar Reingineering the Cor-
poration eftir Micheal Hammer og Ja-
mes Champy.
Hafi sú bók fjallað um það hvemig
fyrirtækið ætti að keppa í sinni grein
þá er í þessari nýju bók fjallað um það
hver sé greinin sem fyrirtækið á að
keppa í!
Hér er komið inn á nýjan hugsunar-
hátt, sem byggir m.a. á því að ekki sé
endurgerð vinnuferla upphaf og endir
alls í endurskoðun, heldur verða
fyrirtækin fyrst að marka sér þá
stefnu hvar á markaði þau ætli að
keppa og hvað ætli þau að bjóða við-
skiptavinum þess markaðar. Síðan
hefst endurskipulagningin og endur-
gerð vinnuferla að nýstilltu marki.
HÖFUNDARNIR
Höfundarnir eru báðir mjög virtir á
sínu sviði og starfa báðir við alþjóð-
lega stjórnunar- og ráðgjafarfyrirtæk-
ið CSC Index, sem þekkt er fyrir að
hafa komið fram með einhverjar ný-
stárlegustu og byltingarkenndustu
kenningar sem settar hafa verið fram
í rekstri fyrirtækja á undanfömum ár-
um.
Michael Treacy hefur verið af-
kastamikiU höfundur greina í Wall
Street Journal, Fortune og Business
Week og er eftirsóttur fyrirlesari.
Hann er fyrrum prófessor í stjórnun-
arfræðum í Sloan School of Manage-
ment, sem er við hinn virta háskóla
Massachusetts Institute of Techno-
logy.
Fred Wiersema er kunnur ráðgjafi
hjá fyrirtækjum, sem náð hafa miklum
árangri, og lætur þannig verkin tala
en hefur einnig átt greinar í Fortune
og Business Week. Þeir félagar eru
höfundar hinnar kunnu greinar sem
birtist í Harvard Business Review:
„Customer Intimacy and Other Value
Disciplines".
UPPBYGGING
Bókin er samtals 13 kaflar, sem fjalla
um 3 meginþætti, sem rétt er að
nefna á frummálinu „Product leader-
ship“ - „Operational excellence" -
„Customer intimacy". Bókin byggir á
5 ára rannsóknum og ráðgjafavinnu
Jón Snorri Snorra-
son hagfræðingur
skrifar reglulega
um viðskiptabækur
í Frjálsa verslun.
sem fyrirtækið CSC Index hefur gert
hjá rúmlega 80 fyrirtækjum.
Rauði þráður bókarinnar er það
sem höfundar kalla „Value Disciplin-
es“. Það, sem skiptir máli, er sam-
spilið á milli 3 ofangeindra þátta og
hvemig eigi að koma á framfæri og til
skila þessum gildum. Ef menn hafa
agann í lagi eru komnar forsendur til
að verða fremstur í sinni grein.
Hér er sagt frá fyrirtækjum sem
hafa náð árangri og hvers vegna (s.s.
Wal-Mart, HP, Sony) og ekki er síður
minnst á þau heimsfrægu stórfyrir-
tæki (s.s. Digital, Eastman Kodak,
IBM), sem hafa ekki aðlagast jafnvel
breyttri samkeppni.
Þar sem hér er á ferðinni útgáfa
sérstaklega ætluð fyrir evrópskan (í
raun breskan) markað eru tekin dæmi
þaðan, s.s. frá Marks & Spencer,
Whitbread og British Airways. Höf-
undamir telja að bókin höfði sérstak-
lega til Evrópubúa þar sem Evrópa sé
að komast út úr efnahagskreppu, þar
sem áhersla hefur verið lögð á niður-
skurð og kostnaðarlækkanir, og það
sé kominn tími til að hætta enda-
laustri „fitu-brennslu“ og fara að
byggja upp og skilgreina að nýju við-
skiptareglur og samkeppnisstöðu
fyrirtækja í breyttu umhverfi.
EDISON
Á nokkrum stöðum í bókinni er fjallað
um einn mesta uppfinningamann sög-
unar, Thomas Alva Edison, og finnst
höfundum hann lýsandi dæmi um
hvernig fyrirtæki eigi að vinna til að
fmna sjálfum sér stað, hugmyndum
sínum og nýjungum. Þeim finnst ekki
athyglisverðast við hann að hann
skildi eftir sig 1.300 uppfinningar og
50