Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 40
FJÁRMÁL
litii
FÉLÖG UM HESTA
Félög um eignarhald á hestum eru yfirleitt stofnuð þegar þeir eru á
aldrinum 5 til 7 vetra. Hestinum er yfirleitt skipt í 70 hluta og er þá miðað við að
hann gagnist 70 hryssum yfir sumarið. 60 hlutir eru í eigu einstakra aðila
en 10 hlutir í eigu sameignarfélagsins.
verðgildi hans um leið snarhækkað.
Er svo komið að hver hlutur er met-
inn á um 500 þúsund krónur. En það
þykir varlegt mat og segja þeir, sem
gerst þekkja, að áhugasamir verði að
reiða fram mun hærri upphæðir fyrir
hvern hlut. Hversu mikið er ekki látið
uppi. Af þessu er ljóst að ávöxtun
þessarar ijárfestingar er að minnsta
kosti fimmföld. Til samanburðar má
geta þess að verðbréfavísitalan hefur
á sama tímabili hækkað úr 1000 stig-
um í 2180, eða rúmlega tvöfaldast.
Þarf ekki mikla reikningssnillinga til
að sjá að hér er um ávöxtun að ræða
sem vart á sér hliðstæðu á verðbréfa-
mörkuðum.
Fyrir afnotaréttinn eða „skotið“ úr
Orra eru greiddar 60 þúsund krónur í
folatoll auk virðisaukaskatts. Tíu
hlutir í eigu sameignafélagsins gefa
því af sér 600 þúsund krónur sem
notaðar eru til reksturs folans.
BÓNUS FYRIRGÓÐ AFKVÆMI
En dæmið er ekki búið. Þeir, sem
eiga hlut í Orra og leiða undir hann
hryssu, fá yfirleitt gott afkvæmi og
stundum úrvalsafkvæmi eins og
dæmin sýna. Sum afkvæma Orra eru
þannig með mun hærri einkunn en
hann. Eigandi folalds undan Orra get-
ur fengið 200-500 þúsund krónur fyrir
það.
Gunnar Amarson, hestaútflytjandi
og hestaræktandi, nýtur þess heiðurs
að ríða Orra út þegar hann er í þjálfun
og á hlut í þessum mikla gæðingi.
Hann segir að Orri beri höfuð og
herðar yfir aðra hesta sem sameigna-
félög hafa verið stofnuð um.
„Kaup á hlut í hesti er feiknagóð
ijárfesting ef menn em heppnir. Þetta
er eins og að kaupa hlut í fyrirtæki á
réttum tíma nema hvað ávöxtunin
getur orðið margfalt meiri. Það er
reyndar sammerkt með þeim fáu fé-
lögum, sem stofnuð hafa verið um
hesta hérlendis, að menn hafa yfirleitt
verið heppnir. En Orri er alveg sér á
parti, hann ber höfuð og herðar yfir
aðra hesta í þessum efnum,“ segir
Gunnar.
Hann bætir við að ekki þýði að
stofna félög um eign í hestum nema
um úrvalshesta sé að ræða. Arðurinn
fyrir eigendurna felist fyrst og fremst
í afnotaréttinum. Þegar hátt verð sé á
hesti séu afkvæmin yfirleitt hátt skrif-
uð.
AFAR MISJAFNT VERÐ
Talið er að 3-400 manns eigi hlut í
hesti í gegnum sameignafélög. Félög
hafa verið stofnuð um hesta eins og
Óð frá Brún, 7 vetra, en hlutir í hon-
um voru seldir á fjórðungsmótinu í
sumar. Hlutur í Pilti frá Sperðli, 11
vetra, munu vera á um 100 þúsund
krónur og hlutur í Platon frá Sauðár-
króki mun vera á 25 þúsund krónur.
Þá hefur Ófeigur frá Flugmýri haldið
vel verðgildi sínu en hann er um 27
vetra gamall. Að sögn hestamanna er
varla hægt að tala um verðmæti í hans
tilfelli á sama hátt og þegar rætt er um
hina folana. Hann þykir þó hafa haldið
verðgildi sínu mjög vel.
Markaðurinn er svolítið reikandi
eins og tölumar bera með sér en taka
verður mið af því að þetta eignarform
á hestum er enn að ryðja sér til rúms.
En afgerandi fyrir verðmyndun á hlut
í hesti er hversu miklum gæðum hann
skilar af sér. Hlutafjáreignin miðast
eðlilega við afkomuna. Þar sem Orri
frá Þúfu er annars vegar er hún óum-
deild og 6 prósenta ávöxtun ríkis-
skuldabréfa verður eins og grín úr
gömlum myndum, eins og einn hesta-
maður orðaði það.
EFTIRSPURN ERLENDIS FRÁ
Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla
á einnig hlut í Orra. Hann segir að það
sé mikil eftirspun erlendis frá í hlut í
þeim ágæta fola. Þannig sé ekki óal-
gengt að verið sé að bjóða 180-200
þúsund krónur fyrir að koma hryssu
undir.
„Ef hlutir í Orra yrðu auglýstir
fengist örugglega mun hærri folatoll-
ur, verðið mundi snarhækka. Verð á
hlutum í Orra steig mjög hratt og það
má segja að það hafi allt farið úr bönd-
unum. Enda kom hvert fyrirmyndar-
afkvæmið á fætur öðru undan hon-
um,“ segir Sigurður.
Sigurður segir að ávöxtunin af hlut í
Orra sé engu lík. Máli sínu til stuðn-
ings vitnar hann í verðbréfamiðlara á
Wall Street, sem á 25 íslenska hesta.
„En þetta eru ekki mörg tilvik og
ekki stórt í sniðum. Þannig mundi
sameignafélagið um Orra ekki þola
miklu fleiri hluthafa, af augljósum
ástæðum."
ÓÐS MANNS ÆÐIAÐ SEUA
Sameignarfélagið um Orra á sjálft
10 hluti, sem þýðir að 10 hryssur fá
„aðgang" að folanum gegn 60 þúsund
króna „aðgangseyri". En peningar
ÓÐS MANNS ÆÐI
„Það væri í raun óðs manns æði að selja hlut í Orra á 500 þúsund. Eigandinn getur
verið að selja folald á sama verði ár eftir ár. Hluturinn er ævilöng eign. “
- Sigurður Sæmundsson í Holtsmúla, hluthafi í Orra frá Þúfu
40