Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 24
FORSÍÐUGREIN
Varner samsteypunnar í Evrópu. Það eru Vamer feðgam-
ir, Frank Vamer og synir hans, sem eiga sex verslana-
keðjur með fatnað fyrir ungaböm og allt upp í fatnað fyrir
roskna karla í öllum verðflokkum. Aróra segir að Varner
feðgarnir telji sig hafa mettað norska markaðinn með sín-
um 400 verslunum, þar af 100 Dressmann verslunum, og
séu því að leita landvinninga. Þeir hafi nú þegar keypt
verslanakeðju í Svíþjóð og stórverslun í Ríga í Lettlandi
þar sem allar keðjurnar sex verða með útibú, auk þess
sem Dressmann opnar fljótlega í Póllandi. íslenska versl-
unin er prufuútibú fyrir Evrópumarkað.
„Vamer feðgarnir komu hingað og skoðuðu úrvalið í
fataverslunum hér. Þeim fannst að Dressmann myndi
passa vel inn í þennan markað, það vantaði karlmannsföt á
þessu verði fyrir þann aldurshóp sem Dressmann höfðar
til,“ segir hún.
Áróra segir að íslenskir karlar hafi tekið Dressmann
vel, enda fmni hún að margir karlmenn, sem fram að þessu
hafi eingöngu verslað erlendis vegna hárrar verðlagningar
á karlmannafatnaði hér heima, séu nú famir að koma í
Dressmann til að versla.
Innkaupadeild Dressmann í Noregi sér að mestu um
fatainnkaup fyrir búðirnar. Hún á von á því að Dressmann
haldi áfram með svipaða línu og verið hefur og leggi
áherslu á að bjóða upp á ódýr karlmannaföt. Þó býst hún
við að í versluninni verði hom með föt frá Vamer verslun-
arkeðjunni en þau eru örlítið dýrari en Dressmann-fötin.
Mæðgurnar í Vero Moda og Jack&Jones:
VERÐ Á FATNAÐILÆKKAR STÖÐUGT
argrét Jónsdóttir hefur áralanga reynslu af versl-
unarrekstri. Hún byrjaði með verslunarrekstur á
Akranesi árið 1972, rak þá verslunina Valbæ og
verslaði til að byrja með eingöngu með snyrtivörur en
færði sig smám saman út í fatnað. Árið 1973 stofnaði
Margrét fataverslunina Sonju í Suðurveri í Reykjavík og
fór þá að flytja inn mikið af sænskum og finnskum fatnaði,
síðan flutti hún verslunina á Laugaveg 81, þar sem
Jack&Jones er nú til húsa.
Margrét er búin að versla árum saman við keðjufyrir-
tækið BestSeller, sem stofnaði Vero Moda og Jack&Jon-
es, og er reyndar í hópi elstu kúnna þess fyrirtækis. í mars
1993 tók hún svo þá afdrifaríku ákvörðun að venda kvæði
sínu í kross og leggja niður rekstur Sonju, sem þó hafði alla
tíð gengið vel, og stofna verslunina Vero Moda. Ástæðan
var sú að BestSeller-fyrirtækið gerði þá kröfu til þeirra,
sem vildu gerast umboðsaðilar fyrirtækisins, að þeir
versluðu eingöngu með þeirra vörur.
„Svo hefur þetta bara hlaðið utan á sig og nú eru versl-
anirnar fimm talsins," segir Margrét en dætur hennar,
24