Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 56

Frjáls verslun - 01.09.1996, Page 56
FOLK Qiskafurðir heitir lítið fjölskyldufyrirtæki sem þó hefur tals- verð umsvif. Fyrirtækið skiptist í þrjár mismunandi deildir. Ein hefur á höndum umboðssölu á mjöli og lýsi, önnur kaupir og selur Rússafisk og sú þriðja sér um framleiðslu og útflutning á þorskalýsi. Sú deild skipt- ist í bræðslu og vinnslu á lýsi svo og áfyllingarverk- smiðju. Megnið af firam- leiðslunni er selt úr landi. Framkvæmdastjóri lýsis- deildar fyrirtækisins er Katrín Pétursdóttir, 34 ára Reykvíkingur. Katrín lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1983. Hún vann um skeið í Eldborg, fyrirtæki móður sinnar, og stofnaði einnig fyrirtæki, sem seldi áletraðar auglýsingavörur, en hóf svo nám við Tækni- skóla íslands í iðnrekstrar- fræði. Lokaritgerð hennar við Tækniskólann fjallaði um lýsisvinnslu og áfyllingu og þegar hún lauk námi árið 1988 hafði hún þegar keypt áfyllingarvélar fyrir lýsi. Þá framleiðslu tók hún með sér inn í fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Fiskafurðir. Hlutverk Katrínar sem framkvæmdastjóra felst að- Katrín Pétursdóttir, 34 ára framkvæmdastjóri hjá út- flutningsfyrirtækinu Fiskafurðum. Ennfremur á hún og rekur fyrirtækið Hnotskurn í Þorlákshöfn ásamt móður sinni. Þar eru þurrkaðir fiskhausar og flutt út af þeim um 800 tonn á ári. á loðnu sem gæludýrafóður og til stendur að skoða slíka verkun á loðnu sem ætluð væri til manneldis. Það er reyndar dálítið skondið að tilraunir með framleiðslu á gæludýrafóðri í smáum stíl, enduðu með kaupum Kat- rínar og móður hennar á þessari 2000 fm verksmiðju sem veltir nú um 100 millj- ónum á ári. Brennandi áhugamál Kat- rínar er gæðastjórnun og hún var um tíma í stjóm Gæðastjómunarfélags ís- lands. Eins og nærri má geta eru þau mál því ofar- lega á baugi í fyrirtækjum hennar. Laxveiði á hug Kat- rínar allan yfir sumartím- ann. Hún segist fara eins oft og hún getur með sambýlis- manni sínum, Jóni Guð- laugssyni framkvæmda- stjóra, og þau leiti víða fanga. Laxá í Leirársveit, Grímsá og Leirvogsá eru meðal þeirra áa, sem Katrín hefur veitt í, en Laxá í Þing- eyjarsýslu er í uppáhaldi, enda alltaf von á stórlaxi þar, segir hún. Dóttir Kat- rínar og Jóns er Erla Katrín, fjögurra ára. Hún er að sögn ekki komin með ólæknandi veiðidellu enn eins og for- eldrarnir en hefur þó veitt einn fisk. Sá var þriggja KATRÍN PÉTU RSDÓTTIR, FISKAFURÐUM allega í að halda utan um rekstur og fjármál verk- smiðjanna, útflutninginn, markaðsmál og starfs- mannahald en hjá fyrirtæk- inu starfa 12 manns. Rekst- ur af þessu tagi er mjög skemmtilegur og fjölbreytt- ur, að sögn Katrínar. Hún segir mikla möguleika fyrir hendi sem takist að vísu ekki alltaf að vinna úr en fjöl- breytileikinn skipti verulegu máli. Fiskafurðir er ekki eini starfsvettvangur Katrínar því hún á og rekur fyrirtæk- ið Hnotskum í Þorlákshöfn ásamt móður sinni Erlu Tryggvadóttur. Þar eru þurrkaðir fiskhausar og um 7-800 tonn dmf árlega á Nígeríumarkað. Katrín seg- ir varasamt að einskorða sig við Nígeríumarkað þar sem fjárfestingin í þurrkverk- smiðjunni sé umtalsverð. Því er leitað fleiri leiða, enda telur hún að möguleikamir með þurrkun á fiski séu miklir, sérstaklega fyrir Asíumarkað. Gerðar hafa verið tilraunir með þurrkun kílóa þorskur sem fékkst við Gjögur á Ströndum. Frítími fjölskyldunnar í vetur mun að mestu leyti fara í að standsetja hús, sem þau hafa nýverið fest kaup á, og svo reynum við að komast til sólarlanda einu sinni á vetri,“ segir Katrín að lok- um. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYND: KRISTÍN B0GADÓTTIR 56

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.