Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 56
FOLK Qiskafurðir heitir lítið fjölskyldufyrirtæki sem þó hefur tals- verð umsvif. Fyrirtækið skiptist í þrjár mismunandi deildir. Ein hefur á höndum umboðssölu á mjöli og lýsi, önnur kaupir og selur Rússafisk og sú þriðja sér um framleiðslu og útflutning á þorskalýsi. Sú deild skipt- ist í bræðslu og vinnslu á lýsi svo og áfyllingarverk- smiðju. Megnið af firam- leiðslunni er selt úr landi. Framkvæmdastjóri lýsis- deildar fyrirtækisins er Katrín Pétursdóttir, 34 ára Reykvíkingur. Katrín lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands árið 1983. Hún vann um skeið í Eldborg, fyrirtæki móður sinnar, og stofnaði einnig fyrirtæki, sem seldi áletraðar auglýsingavörur, en hóf svo nám við Tækni- skóla íslands í iðnrekstrar- fræði. Lokaritgerð hennar við Tækniskólann fjallaði um lýsisvinnslu og áfyllingu og þegar hún lauk námi árið 1988 hafði hún þegar keypt áfyllingarvélar fyrir lýsi. Þá framleiðslu tók hún með sér inn í fyrirtæki fjölskyldu sinnar, Fiskafurðir. Hlutverk Katrínar sem framkvæmdastjóra felst að- Katrín Pétursdóttir, 34 ára framkvæmdastjóri hjá út- flutningsfyrirtækinu Fiskafurðum. Ennfremur á hún og rekur fyrirtækið Hnotskurn í Þorlákshöfn ásamt móður sinni. Þar eru þurrkaðir fiskhausar og flutt út af þeim um 800 tonn á ári. á loðnu sem gæludýrafóður og til stendur að skoða slíka verkun á loðnu sem ætluð væri til manneldis. Það er reyndar dálítið skondið að tilraunir með framleiðslu á gæludýrafóðri í smáum stíl, enduðu með kaupum Kat- rínar og móður hennar á þessari 2000 fm verksmiðju sem veltir nú um 100 millj- ónum á ári. Brennandi áhugamál Kat- rínar er gæðastjórnun og hún var um tíma í stjóm Gæðastjómunarfélags ís- lands. Eins og nærri má geta eru þau mál því ofar- lega á baugi í fyrirtækjum hennar. Laxveiði á hug Kat- rínar allan yfir sumartím- ann. Hún segist fara eins oft og hún getur með sambýlis- manni sínum, Jóni Guð- laugssyni framkvæmda- stjóra, og þau leiti víða fanga. Laxá í Leirársveit, Grímsá og Leirvogsá eru meðal þeirra áa, sem Katrín hefur veitt í, en Laxá í Þing- eyjarsýslu er í uppáhaldi, enda alltaf von á stórlaxi þar, segir hún. Dóttir Kat- rínar og Jóns er Erla Katrín, fjögurra ára. Hún er að sögn ekki komin með ólæknandi veiðidellu enn eins og for- eldrarnir en hefur þó veitt einn fisk. Sá var þriggja KATRÍN PÉTU RSDÓTTIR, FISKAFURÐUM allega í að halda utan um rekstur og fjármál verk- smiðjanna, útflutninginn, markaðsmál og starfs- mannahald en hjá fyrirtæk- inu starfa 12 manns. Rekst- ur af þessu tagi er mjög skemmtilegur og fjölbreytt- ur, að sögn Katrínar. Hún segir mikla möguleika fyrir hendi sem takist að vísu ekki alltaf að vinna úr en fjöl- breytileikinn skipti verulegu máli. Fiskafurðir er ekki eini starfsvettvangur Katrínar því hún á og rekur fyrirtæk- ið Hnotskum í Þorlákshöfn ásamt móður sinni Erlu Tryggvadóttur. Þar eru þurrkaðir fiskhausar og um 7-800 tonn dmf árlega á Nígeríumarkað. Katrín seg- ir varasamt að einskorða sig við Nígeríumarkað þar sem fjárfestingin í þurrkverk- smiðjunni sé umtalsverð. Því er leitað fleiri leiða, enda telur hún að möguleikamir með þurrkun á fiski séu miklir, sérstaklega fyrir Asíumarkað. Gerðar hafa verið tilraunir með þurrkun kílóa þorskur sem fékkst við Gjögur á Ströndum. Frítími fjölskyldunnar í vetur mun að mestu leyti fara í að standsetja hús, sem þau hafa nýverið fest kaup á, og svo reynum við að komast til sólarlanda einu sinni á vetri,“ segir Katrín að lok- um. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYND: KRISTÍN B0GADÓTTIR 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.