Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 17
í fyrsta sinn 1983, eru enn að fá sér nýja árgerð, enda þykja
bílarnir góðir og þægilegir í akstri hvar sem er. Ekkert
virðist heldur hafa dregið úr sölunni með tilkomu nýrra
tegunda hér og svo mikil eftirspurn er nú eftir Pajero jepp-
unum að afgreiðslufrestur ákveðinna gerða getur verið allt
upp í 3 til 4 mánuðir. Verðið er heldur ekkert til að setja
fýrir sig eftir að tollar lækkuðu. Þannig kostar langur
Pajero með öllum búnaði frá 2 milljónum og 790 þúsund
krónum og er það besta verð á bíl í sambærilegum flokki
hérlendis.
KLÆÐSKERASAUMAÐUR AUDI
Marinó
Bjömsson
sölustjóri við
einn hinna
glæsilegu
Audi bíla
frá Heldu.
gerð er með aldrif og hlaðin alls kyns hátæknibúnaði. Við
bjóðum líka Audi A6, stærri gerð en A4, sem hefur reynst
vinsæll og selst mikið hér.“
NÝR AUDI LANGBAKUR
í nóvember kynnir Hekla Audi A4 Avant sem er lang-
bakur. Samtímis verða gerðar breytingar á sýningar- og
sölusalnum að Laugavegi 174 og Audi gert hærra undir
höfði en verið hefur. A næsta ári eru svo væntanlegar fleiri
nýjungar varðandi Audi A6.
„Audi hefur þá sérstöðu,“ segir Marinó „að þú getur
gengið inn og pantað bílinn „klæðskerasaumaðan", ná-
kvæmlega eins og þú vilt
hafa hann, og möguleik-
arnir eru ótalmargir. Síð-
ast en ekki síst er hægt
að panta bílinn og fá
hann afhentan innan 6-8
vikna. Tollabreytingar
hafa hafl áhrif til jækk-
unar á verð Audi bílanna
sem leiðir til bess að
hægt er að fá Audi A4 ár-
gerð 1997 með 1,6 lítra
vél fyrir aðeins um 2
milljónir króna.
Iokkuð á þriðja áratug er frá því sala hófst hér á hin-
um stórglæsilegu Audi fólksbílum, að sögn Marinós
Björnssonar, sölustjóra hjá Heklu hf. Árið 1995 kom nýr
Audi A4 á markaðinn hér. Hann hefur hlotið frábærar við-
tökur, enda stendur hann mjög framarlega hvað tækni-
búnað snertir og er búinn ýmsum nýjungum sem
viðskiptavinir kunna vel að meta.
Sérstakur hjólastöðubúnaður er í
bílnum, sem gerir það að verkum að
hann er einstaklega skemmtilegur í
akstri og rásfastur. Audi er algalvan-
húðaður og ryðgar því ekki. „Um 60
bílar af þessari gerð eru komnir hér
á götuna sem sýnir greinilega þær góðu viðtökur sem
Audi A4 hefur hlotið. Einnig var það mikil lyftistöng fyrir
Audi þegar Happdrætti Háskólans festi kaup á Audi álbíln-
um sem sýndur var hjá Heklu á sínum tíma. Um er að
ræða Audi A8, sem er toppurinn í framleiðslu Audi. Þessi
Audi frá aðeins 2 milliónum
AUDI
17