Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 54

Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 54
Eignarleigufyrirtækið Lýsing h/f fagnar tíunda starfsári sínu í ár. Fimmtán starfsmenn starfa nú hjá fyrirtækinu en starfsemi þess er aðallega fólgin í því að kaupa ýmis tæki svo sem bfla, iðnaðar- vélar, landbúnaðartæki, o.s.frv. og leigja þau síðan út. „Lýsing er, að mínu mati, dæmi um mjög vel rekið fyrirtæki, enda hefur það skilað hagnaði á hverju ári frá upphafi" segir Guð- ríður Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá fyrirtækinu. AU PfllR í BALTIMORE Guðríður er 35 ára göm- ul, fædd á Sauðárkróki. Þar sleit hún bamsskónum en að grunnskólanámi loknu lá leiðin í Menntaskólann á Ak- ureyri. Stúdentsprófi lauk hún árið 1980 og fjórum ár- um síðar útskrifaðist hún sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Islands. Að námi loknu starfaði Guðríður í eitt og hálft ár hjá Búnaðarbanka íslands, aðalbanka, en hún hafði reyndar unnið með námi á sumrin í Búnaðar- bankanum á Sauðárkróki. Því næst lá leiðin til Oslóar þar sem hún vann við skúr- ingar en lauk að auki cand. mag. prófi í fjölmiðlafræði frá Oslóarháskóla. Arið Guðríður Ólafsdóttir, ráðgjafi hjá eignaleigufyrirtækinu Lýsingu, er 35 ára, fædd og uppalin á Sauðárkróki. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands og með cand. mag. próf í fjölmiðlafræði frá Oslóarháskóla. atvinnurekendur að ræða. Hver umsókn er metin með tilliti til áætlaðrar arðsemi, þ.e. hvort notkun tækisins muni auka tekjur eða minnka kostnað viðkomandi fyrirtækis. Guðríður segir starfið skemmtilegt en jafn- framt krefjandi, enda breyt- ist viðfangsefnin frá degi til dags. Hún segir jafnframt að ekki sé um að ræða jafn mikla verkaskiptingu milli starfsfólksins eins og oft vill verða hjá stærri fyrirtækj- um og því sé starfið mjög fjölbreytt. „Það skiptir Kka miklu máli að starfsandinn er góður, fyrirtækinu hefur haldist vel á starfsfólki sem flest er í yngri kantinum og nær mjög vel saman.“ ÍÞRÓTTAUNNANDI Ahugamál Guðríðar eru m.a. lestur en hún segist vera alæta á bækur. Hún spilar líka körfubolta einu sinni í viku á veturna með gömlum félögum sínum úr IS og segist vera mikill íþróttaunnandi. Það kemur ekki á óvart að ferðalög eru ofarlega á blaði en hún seg- ist reyna að ferðast sem mest bæði innanlands og ut- an og helst að sjá nýja staði í hvert sinn. Hún fer líka oft á æskuslóðirnar á Sauðár- króki þar sem foreldrar GUÐRÍDUR ÓLAFSDÓTTIR, LÝSINGU 1987 fluttist hún heim og hóf störf hjá Lýsingu „í fyrsta skipti" eins og hún orðar það hlæjandi. Eftir tveggja ára starf þar lét Guðríður gamlan draum rætast og fór einn vetur í frönskunám í Frakklandi. Hún vann um sumarið hjá Lýsingu en fór svo til Rfldssjónvarpsins þar sem hún var framleiðslu- stjóri í innlendri dagskrár- deild um skeið. Eftir stutta viðdvöl hjá Nýja bíói, kvik- myndagerð ákvað hún svo að gerast „au pair“ hjá bróð- ur sínum í Baltimore. Þann- ig sló hún tvær flugur í einu höggi, sá um heimilið fyrir bróður sinn og gat verið heima með dóttur sína árs- gamla. Árið 1993 kom hún svo heim til íslands og hóf störf hjá Lýsingu þar sem hún hefur verið síðan. Starf Guðríðar felst í því að taka á móti viðskiptavin- um sem óska ráðgjafar í sambandi við eignarleigu- samninga. Eingöngu er um hennar búa. Um það hvort hún stundi ekki hesta- mennsku eins og allir Skag- firðingar svarar hún hlæj- andi og segist einu sinni hafa verið efnileg hestakona. Það sé aldrei að vita nema hún eigi eftir að taka upp þráðinn og eignast góðan reiðhest. TEXTI: BRYNDÍS JÓNSDÓHIR MYND: KRISTÍN BOGADÓTTIR 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.