Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 21
Marta Bjarnadóttir hefur rekið tískuverslanir ásamt
eiginmanni sínum í ein 30 ár. Hún segir að samkeppni
milli verslana hafi ekki verið mikil fyrir 30 árum.
Mynd: Geir Ólafsson.
Marta í Gallerí-Evu ogKompaní:
SAMKEPPNIN HARÐNAÐ
OTRULEGA A 30 ARUM
arta Bjamadóttir er einn kunnasti og reyndasti
tískukaupmaður landsins. Hún hefur rekið tísku-
verslanirnar Evu og Gallerí við Laugaveg í tæp 30
ár ásamt eiginmanni sínum. Upphaflega byrjuðu þau með
verslunina í þröngu húsnæði við Laugaveg 28B en rekst-
urinn gekk vel og fljótlega gátu þau flutt sig í rýmra
húsnæði að Laugavegi 42. Þar hafa þau byggt upp blóm-
legt fyrirtæki og stækkað stöðugt við sig. Marta hefur frá
upphafi séð um rekstur og innkaup en eiginmaður hennar
hefur séð um þármálin. Marta segir að samkeppnisstaðan
sé allt öðruvísi í dag en hún var fyrir 30 árum.
„Þá var ákaflega lítil samkeppni í þeirri línu sem við
fórum út í. Það voru aðeins örfáar búðir sem voru með
vinsæla tísku frá London. Það var engin verslun með föt
fyrir aðeins eldra fólk og þá sem ekki kærðu sig um að
ganga í bítlafötum. Lengi vel var lítil samkeppni við það
sem við vorum að gera, og reksturinn gekk vel. Við
byrjuðum í leiguhúsnæði en gátum fljótlega fjárfest í hús-
næði,“ segir hún.
Marta segist í fyrstu ekki hafa markað neina beina
stefnu í innkaupum aðra en þá að kaupa inn eitthvað sem
„gæti fallið í kramið“ og reyna að selja það til að geta lifað af
rekstrinum. Búðin gekk vel og reksturinn hlóð smám
saman utan um sig. Marta segir að sjóndeildarhringurinn
hafi víkkað þegar þau keyptu húsnæðið að Laugavegi 42,
þar sem Gallerí og Eva eru til húsa, og þá hafi þau líka farið
að kaupa inn vandaðri vöru.
„Það má segja að við höfum hitt naglann á höfuðið strax í
byrjun. Við vorum með klassískan, sportlegan fatnað á
góðu verði frá fyrirtækinu In Wear en það er okkar best
selda merki enn þann dag í dag. Eftir því sem maður sá hve
mikið var til af fallegum og fínum fötum, þótt dýrari væru,
þá fórum við að reyna fyrir okkur í því líka og höfum reynt
að halda því síðan,“ segir hún og telur verslanir með
ódýran fatnað ekki hafa veitt sér mikla samkeppni.
OF MARGAR VERSLANIR
Að sögn Mörtu kvarta flestallir, sem reka tískuverslan-
ir, yfir því að búðimar séu allt of margar miðað við mann-
fjölda. Þau hjónin hafi því ákveðið að opna húsgagna- og
gjafavömverslun í húsnæði bak við Gallerí-Evu þegar þau
eignuðust það fyrir nokkmm ámm. Sú verslun er rekin í
tengslum við Gallerí-Evu og telur hún ákaflega hagkvæmt
að hafa stærri einingu með tilliti til nýtingar starfsfólks og
bættrar þjónustu við viðskiptavini.
Á hverju ári reyna margir fyrir sér í rekstri tískuversl-
ana. Sumar verslanir ná fótfestu, öðmm er lokað eftir
skamma hríð. Marta segir að vinnan, sem fari í að reka
tískuverslanir, sé oft vanmetin. í dag sé erfitt að byrja
með fatabúð því að markaðurinn sé mettur og framboðið
mikið. Reynslan sé dýrmæt sé farið út í slíkan rekstur.
„Auðvitað er mikil samkeppni hér innanlands og það er
öllum hollt að hafa samkeppni en okkur er ekki hollt að hafa
svo mikla samkeppni við verslunarferðimar til útlanda,“
segir hún og útskýrir að einstaklingar, sem fari í verslun-
arferðir til útlanda, fái endurgreiddan virðisaukaskatt og
greiði oft engan toll meðan kaupmenn hér sleppi ekki svo
auðveldlega.
BJARTSÝN Á FRAMTÍÐINA
„Ég er hæfilega bjartsýn á framtíðina. Við kaupmenn
vitum að merkjavara og almennileg föt eru ódýrari hér á
landi en í útlöndum því að þar er álagningin miklu hærri.
Fín merki, sem ég hef hér, eru 30-40% ódýrari hjá okkur.
Við verðum að vera með lágmarksálagningu til að geta selt
fötin. Við erum með merkjavöruna meira til gamans en til
að græða á henni,“ útskýrir hún.
21