Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 46
'SSST-
siana.vestræni
ing. Þar er au?''
úrkynjuð.
vestrænum fyrirtækjum, joint venture er lausnarorðið
núna, leita mikið á hótelin til þess að finna hæfa starfsmenn
sem kunna svolítið í erlendum tungumálum. Þeir geta
boðið miklu hærra kaup en við.
Flestir starfsmannanna eru Kínverjar og skiptast nokk-
um veginn til helminga milli kynja. Helst viljum við fá fólk
nýkomið út úr skóla. Fyrst vom flestir yfirmenn útlend-
ingar en Kínverjum í stjórnunarstöðum fjölgar stöðugt.
Við fáum mikið af fyrirspumum um vinnu frá útlöndum,
m.a. frá íslendingum, en við getum ekki ráðið útlendinga
nema hægt sé að sýna fram á það að ekki finnist hæfur
Kínverji í starfið. Hér er enginn skortur á ófaglærðu
starfsfólki."
Halldór kemst á flug þegar hann ræðir um vinnuna og
starfsfólkið. „Kínveijamir voru búnir að drepa niður allan
vinnumóral þegar Maó var og hét. Menn pössuðu að vinna
ekki of mikið, ef menn voru þreyttir þá hvfldu þeir sig vel
en það voru allir jafnir sem þýddi að allir voru jafn slappir.
Unga fólkið áttar sig miklu betur á gildi dugnaðarins. Nú
getur sá, sem vinnur meira, borið meira úr býtum.“
Og Halldór heldur áfram að tala um breytingamar:
„Deng Zhouping hefur gerbreytt landinu með því að opna
fyrir viðskipti við umheiminn. Þetta stefnir allt í rétta átt
þótt manni finnist kerfið oft martröð miðað við það sem
maður á að venjast á Vesturlöndum. í Shanghai er við-
skipalífið frjálslegra en hér í Bejing og þar er allt á fleygi-
ferð upp á við. Maður veit ekki hvað tekur við eftir tíma
Dengs, en ætli hann sé ekki búinn að setja þetta allt í rétt
far til framtíðar, karlinn.“
FYRSTA SENDIRÁÐ ÍSLANDS í ASÍU
Þegar íslendingar ákváðu að opna sendiráð í Asfu þá
varð Hilton hótelið hans Halldórs í Bejing fyrir valinu. „Það
gerðist þannig að Hjálmar W. Hannesson, sendiherra, og
Anna Birgis, kona hans, komu til Bejing í ársbyrjun 1995
og bjuggu á hótelinu fyrstu mánuðina. Það var eiginlega
sjálfgefið að sendiráðið hefði aðsetur í hótelinu fyrst um
sinn.
Það var fyllilega réttlætanlegt að opna sendiráð hér í
Kína. Þetta er stærsti markaður í heimi og íslendingar
voru farnir að sýna landinu mikinn áhuga. Sendiráðið getur
veitt ýmiss konar fyrirgreiðslu og áhuginn á Kína hefur
ekki minnkað við það að sendiráðið kom hingað. Auðvitað
er það líka skemmtilegt fyrir okkur hjónin að hafa samband
við fólkið í sendiráðinu. Sendiherrahjónin eru til dæmis
FIMM STJÖRNU HÓTELSTJÓRI í KÍNA
Það er ekki að efa að margir vildu upplifa ævintýralegan feril Halldórs sem varð
stúdent frá Versló fyrir 25 árum og hélt þá út í heim til þess að mennta sig í
hóteifræðum. Hann hefur verið víða. Nú er hann hótelstjóri á Hilton, fimm stjörnu
hóteli í höfuðborg Kína, Bejing.
46