Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.09.1996, Blaðsíða 43
■J^^^^ui^ótoUaféi-eHWar vorur' y'-' 9BS - V Eitt af fjölmörgum SsaSæðfF VCrið Undanfariðí afgreiðslu nefna Kuehne & Nagel, sem er einn stærsti flutningsmiðl- ari í Evrópu. Við njótum samninga sem Kuehne & Nagel hafa gert við aðra flutningsaðila og getum því boðið íslenskum aðilum mjög gott verð.“ Að sögn Arna Péturs er mjög algengt erlendis að fyrir- tæki notfæri sér þjónustu flutn- ingsmiðlara og í Evrópu fer mikill meirihluti allra flutninga fram með þessum hætti. Enn sem komið er fer lítill hluti vöru- flutninga fram með aðstoð flutn- ingsmiðlara hér á landi en hins vegar er að verða mikil vakning meðal manna fyrir því, ekki síst þegar þeim verður ljóst að spara má verulega með þessu móti. Arni Pétur segir sparnaðinn geta numið 30 til 40%. ÓTOLLAFGREIDDAR VÖRUR TVG-Zimsen rekur tollvöru- geymslu og frísvæði að Héðins- götu fyrir ótollafgreiddar vörur. Þar geta erlendir jafnt sem innlendir aðilar geymt vörur sínar án þess að greiða tolla af öðru en því sem tekið er út hverju sinni. Frísvæðið er mikil- vægt fyrir erlenda aðila þar eð þeim er heimilt að selja vörur úr einni sendingu til margra aðila, auk þess sem hægt er að vinna við vöruna, t.d. skipta upp sendingu, umpakka, blanda og prófa. A frísvæðum víða erlendis er unnið við að setja saman hvers kyns hluti og umbreyta þeim á ýmsa vegu þótt það hafi enn ekki verið gert hérlendis. Vörugeymsludeild TVG- Zimsen geymir vörur á brettum í hilluhúsum- og geymsluklefum og leigir út rými á úti- svæði. Fyrir hillurými er greitt í samræmi við nýtingu hverju sinni og nýtur þessi lausn sívaxandi vinsælda, þó sérstaklega meðal þeirra sem eru með árstíðabundnar vörur. ÖLLÞJÓNUSTAÁ EINUM STAÐ „Eftir sameiningu Tollvöru- geymslunnar og Skipaafgreiðslu Jes Zimsen bjóðum við heildar- lausn fyrir viðskiptamenn, bæði í Reykjavík og á Akureyri: Flutn- inga hvert á land sem er og geymslu vörunnar hér á landi. Við bjóðum safnsendingar með flugi, sjósendingar og að auki hraðsendingar í samvinnu við bandaríska fyrirtækið United Parcel Service, eitt stærsta fyrir- tæki sinnar tegundar í heimin- um. Síðan önnumst við toll- skjalagerð og verðútreikninga, endursendingar, umhleðslusendingar og loks heimakstur vörunnar," segir Aimi Pétur. Við Héðinsgötu hefur myndast þjónustumiðstöð inn- og útílytjenda. Þar eru aukTVG-Zimsen, Landsbanki íslands, Tollurinn, vöruafgreiðsla Fraktdeildar Flugleiða, skrif- stofa deildarinnar bætist við eftir áramót og skrifstofa og vöruhús Cargolux. Þarna finnur viðskiptavinurinn allt í tengslum við innflutning jafnt sem útflutning. Ætti hag- ræðið af slíkri þjónustumiðstöð að vera öllum ljóst, þ.e.a.s. tíma-, vinnu- og peningasparnaður. Sknfstofíi TVG-Ziinsen við Iléðinsgötu 1-3. TVG-ZIMSEN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.