Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 20
FORSÍÐUEFNI konar mynd er um að ræða og á hvaða svæði á að sýna hana. Kvikmyndagerðarmenn reyna eftir megni að tryggja sig með því að selja myndina til sýninga fýrirfram. Til þess að það sé hægt verða þeir að vera þekktir á sínu sviði eða geta státað af þekktum leikurum eða öðrum stjörnum, s.s. frægum leik- stjórum eða tökumönnum. Islenskar kvikmyndir eru iðulega sýndar á kvikmyndahá- tíðum og sumar þeirra hafa fengið verðlaun. Það að sýna myndir á slíkum hátíðum getur skilað inn nokkrum tekjum ýmist í formi aðgangseyris eða greiðslu beinlínis fýrir þátttök- una. Hér er þó ekki um tekjulið að ræða sem skilar neinum milljónum. Verðlaun eru margvísleg og hafa misjafnlega mikla þýðingu. Það eru e.t.v. 20 verðlaun í heiminum öllum sem skipta einhverju máli fyrir velgengni myndarinnar á markaði. Hitt skiptir meira máli að með því að sækja kvik- myndahátíðir t.d. í Evrópu kynnast íslenskir kvikmyndagerð- armenn öðrum leikstjórum og framleiðendum og fólki í grein- inni og traust tengsl við það geta skipt sköpum þegar kemur að því að útvega meðframleiðendur og fjármagn. Islenskir kvikmyndagerðarmenn hafa reynt ýmsar leiðir til þess að fjármagna kvikmyndir sínar og hafa oft heyrst spennu- sögur um veðsettar eignir þeirra sjálfra og aðstandenda þeirra. Þegar Júlíus Kemp og félagar gerðu kvikmyndina Veggfóður árið 1991 lánuðu allir sem unnu við myndina laun sín og enginn átti tryggt að fá nokkuð greitt. Það var reyndar áhætta sem borgaði sig því myndin var gerð upp með hagnaði að lokum en í öðrum tilvikum þar sem slík áhætta var tekin fengu menn lítið eða ekkert. SPÁMAÐUR í SÍNU FÖÐURLANDI Friðrik Þór Friðriksson hefur um margt ákveðna sérstöðu meðal íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Hann hefur um langa hríð varla talist spámaður í sínu föðurlandi en myndir hans hafa vakið mikla hrifningu víða erlendis og orðspor Frið- riks í greininni í Evrópu er traust. Hann er vel kynntur og fer viða á kvikmyndahátíðir, þar sem myndir hans eru sýndar, og vekur alls staðar athygli. Friðrik er sjálfmenntaður í kvikmyndagerð og lengi fram- hann stýrir því fyrirtæki sem er nær einrátt á sínu sviði. ís- lenska kvikmyndasamsteypan á orðið bestu tækin til kvik- myndagerðar og hefur bestu samböndin í greininni. Þarna hafa orðið þáttaskil frá þeim tíma þegar Ágúst Guðmundsson og Hrafn Gunnlaugsson voru mest áberandi í íslenskum kvik- myndaheimi. Hrafh hafði mikil völd þegar hann starfaði fyrir Sjónvarpið en völd Friðriks eru mun þyngri og meiri. Friðrik er um margt sérstæður persónuleiki til orðs og æðis en á gott með að vinna með fólki. Þrátt fyrir mikil völd er Friðrik ekki umdeildur af kollegum sínum. Það má frekar segja að þeir lúti forystu hans og séu sáttir við hana. „Hér er fólk að vinna sem hefur komið að gerð um það bil 40 kvikmynda af ýmsum gerðum og misst aleiguna oftar en einu sinni. Hér er því samankomin gríðarlega mikil reynsla og það, ásamt þeirri staðreynd að við eigum öll tæki sem þarf til kvikmyndagerðar og þau einu í landinu, gerir það að verkum að við getum undantekningarlaust boðið besta verðið," sagði Ari Kristinsson framkvæmdastjóri Islensku kvikmyndasam- steypunnar i samtali við Fijálsa verslun. Þannig útskýrði hann að völd, eða meint völd fyrirtækisins, byggðu fremur á hag- kvæmni en einokun og klíkuskap. „Við ráðum ekki yfír sjóðum eða fjárfestum og höfum því varla nokkur raunveruleg völd. Það sem er gott það selst og hitt ekki. Þannig eru það verkefnin sem vinna fyrir sig sjálf en ekki áhugi okkar á þeim.“ „Við Friðrik tölum saman í síma á hveijum degi,“ segir Ari. „Hér funda menn mikið í gegnum síma, hver um sitt verksvið. Við höfum ekki trú á fjölmennum starfsfundum þar sem menn sitja geispandi og þurfa að hlusta á vandamál einhverra annarra. Það skilar litlum árangri." Friðrik hefur á köflum sérstaka framkomu og þykir oft ekki sérlega orðmargur. Leikarar, sem hafa unnið undir hans stjórn, hafa stundum sagt í gamni að hann stjórni þeim aðal- lega með því að umla að þeim eða með bendingum þegar mik- ið liggur við. Ari segist ekki vita til þess að hann hafi nokkurn tímann kynnt sér stjórnun fyrirtækja. í því hafi reynslan verið besti skólinn. I dag er það Friðrik sem semur við Hrafn Gunnlaugsson ALDREIKYNNT SÉR STJÓRNUN Friðrik hefur á köflum sérstaka framkomu og þykir ekki sérlega orðmargur. Leikarar, sem hafa unnið undir hans stjórn, hafa stundum sagt í gamni að hann stjórni þeim aðallega með því að umla að þeim - eða með bendingum þegar mikið liggur við. Friðrik, sem er eini eigandi íslensku kvikmyndasamsteypunnar sem velt hefur um 1 milljarði króna á síðustu sjö árum, hefur aldrei kynnt sér stjórnun fyrirtækja. an af þóttu myndir hans of sérviskulegar og einkennilegar til þess að ná hylli fjöldans. Nægir að nefna myndir eins og Hringurinn, Brennu-Njáls saga, Eldsmiðurinn, Rokk í Reykja- vík, Kúrekar norðursins og fleiri verk. Segja má að þáttaskil verði þegar Friðrik gerði Börn náttúrunnar 1991 sem var til- nefhd til Oskarsverðlauna. Sú mynd fékk ágæta aðsókn á ís- landi og myndir hans síðan, Cold fever og Djöflaeyjan, hafa fengið góða aðsókn og segja má að með Djöflaeyjunni taki þjóðin hann endanlega í sátt. Friðrik hefur mikil völd í íslenskri kvikmyndagerð þar sem um framleiðslu á næstu mynd Hrafns. Þetta atriði sýnir ef til vill betur en margt annað hvernig valdahlutföllin eru í þessari atvinnugrein. Friðrik Þór Friðriksson sagði í samtali við Fijálsa verslun að hann væri um þessar mundir að jafnaði 260-280 daga á ári erlendis og fylgdist með framvindu mála í gegnum símann. „Þetta snýst um að vera með gott fólk sem maður treystir og vera ekkert að skipta sér of mikið af því hvernig það fram- kvæmir hlutina. Eg hef aldrei farið á námskeið til þess að læra stjórnun. Mér finnst þetta besta aðferðin og mér skilst reynd- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.