Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 53
Bjarni hefur sérhæfða menntun á sviði jarðfræði og námaverk-
fræði. Hann lærði í Svíþjóð, hefur unnið hjá Orkustofnun og
Jarðborunum, ekið ferðamönnum og hefur vélstjóraréttindi.
ur. Kunnugir segja að
hann sé „alvörugefinn
sprelligosi" og vísa með
þessari nafngift til þess
að Bjarni sé glaður þeg-
ar það eigi við en al-
vörugefinn að eðlisfari.
Hann tók þó ekki
mikinn þátt í félags-
starfi Mývetninga en
mætti vel á margar
samkomur og kynntist
því sveitalífinu harla
vel. Hann er mikill úti-
vistarmaður og stundar
gönguferðir og náttúru-
skoðun. Það áhugamál
hentar afskaplega vel í
náttúruparadísinni Mý-
vatnssveit sem er einn
fegursti staður á Is-
landi. Bjarni átti um
tíma vélsleða sem hent-
ar vel til ferðalaga á Mý-
vatnsöræfum.
Hann hefur alltaf
haft mikinn áhuga á
ferðalögum og á unga
aldri, þ.e. 17 og 18 ára,
fóru hann og Björg saman á puttanum
um 17 Evrópulönd.
Bjarni á heiðurinn af því að hafa kom-
ið „Bláa lóninu" í Mývatnssveit á kortið.
Það er affallslón með heitu vatni frá bor-
holum Kísiliðjunnar og minnir um
margt á samnefnt manngert náttúrufyr-
irbæri á Reykjanesi. Bjarni hvatti til bað-
ferða í lónið en böð í því höfðu fram til
þess tíma lítt verið stunduð. Þar er nú al-
gengt að sjá ferðamenn af ýmsum þjóð-
ernum og báðum kynjum striplast í öll-
um veðrum. Auk þessa var hann félagi í
Baðfélagi Mývatnssveitar sem beitti sér
fyrir náttúrulegum gufuböðum og reisti
í því skyni lítið hús yfir sprungu nokkra
þar sem gestir geta sveist í heitum guf-
um.
Bjarni kynnti sér vel umhverfið og
náttúruna og síðastliðið sumar var hann
leiðsögumaður í gönguferð frá Jökulsár-
gljúfrum til Mývatns urn Hlíðarhaga. Sú
ferð þótti takast vel en þess má til gam-
ans geta að meðal þátttakenda var Guð-
mundur Bjarnason, umhverfis- og land-
búnaðarráðherra.
VINIR OG KUNNINGJAR
Ekki er vitað til þess að Bjarni hafi
tekið virkan þátt í pólitísku starfi þó að
Guðmundur Bjarnason sé meðal góðra
kunningja hans. Það er einnig Stein-
grímur J. Sigfússon, gamall skólabróðir
hans úr jarðfræðinni í Háskólanum.
Meðal góðra kunningja Bjarna fyrir
norðan má nefna Sigurð Rúnar Ragnars-
son, hinn orðhvata fyrrum sveitarstjóra
Mývetninga, en þeir unnu töluvert mik-
ið saman þann tíma sem Bjarni dvaldi
fyrir norðan. Ásgeir nokkur Bjarnason
var góður vinur Bjarna á skólaárunum
og þeir brölluðu margt saman. Ásgeir
var af sumum talinn ofviti og lauk aldrei
hefðbundnu námi og hefur ekki farið
troðnar slóðir. Sigfús Bjarnason plöntu-
erfðafræðingur, sem er búsettur í Dan-
mörku, er mikill vinur Bjarna til margra
ára.
Miklir vinir Bjarna og nánir eru
Ragnheiður Olafsdóttir, umhverfisverk-
fræðingur í Svíþjóð, og Sigurbjörg
Sverrisdóttir sem starfar hjá Vinnueftir-
litinu, en þau kynntust í jarðfræðinni.
Bjarni og Björg deildu íbúð á háskólaár-
unum með Ragnheiði og frænda Bjarg-
ar, Þorgeiri Sigurðssyni tungumálaverk-
fræðingi.
Af öðrum nánum vinum Bjarna er
helst nefndur Skúli, bróðir
hans, sem er þremur
árum eldri. Þeir bræður
hafa alltaf verið mjög sam-
rýmdir og innan fjölskyld-
unnar ríkir mikil sam-
heldni og samgangur.
Bjarni er mikill ís-
lenskumaður, dáir kjarn-
yrtan texta og litríkan og
hefur gaman af lausavís-
um og kveðskap. Það er
fullyrt að hann sé sjálfur
hagmæltur en því hefur
hann ekki flíkað að ráði en
Skúl,i bróðir hans, hefur
kastað fram vísum.
HANDLAGINN FJÖLFRÆÐ-
INGUR
Bjarni hefur ekki, svo
vitað sé, verið virkur í fé-
lagsmálum í hefðbundn-
um skilningi orðsins.
Hann hefur aldrei verið í
hefðbundnum karlaklúbb-
um eða stjórnmálasam-
tökum og stundaði ekki
keppnisíþróttir þó að hann
hafi gegnum starfið haldið sér í góðu
formi.
Hann er þó félagi í ýmsum félögum
eins og Alþjóðasamtökum bergverk-
fræðinga (ISRM), Alþjóða jarðgangafé-
laginu (ITA), Alþjóða jarðhitaráðinu
(GRC), Alþjóðasamtökunr olíuverk-
fræðinga (SPE), Verkfræðingafélagi
Svíþjóðar (CIF), Jarðtæknifélagi ís-
lands, Jarðfræðafélagi Islands og fleiri
samtökum sem tengjast hans fagi og
starfi.
Bjarni er maður sem fer sínar eigin
leiðir, grúskar í mörgu og er mjög forvit-
inn að eðlisfari og það svo að sumir kalla
hann ijölfræðing. Hann ólst upp við að
bjarga sér sjálfur og er, eins og faðir
hans, mjög handlaginn. Bjarni smíðar
og innréttar heimili sitt sjálfur í tóm-
stundum sínurn og gerir við bíla, sem
hann á, og lagfærir flest sem aflaga fer á
heimilinu.
Þannig segja þeir, sem þekkja hann
vel, að hann sé alltaf að vinna, ef ekki
fyrir aðra, þá fyrir sjálfan sig.
Þannig sýnir nærmyndin af Bjarna
Bjarnasyni síötulan og sjálfbjarga fram-
kvæmdamann, fjölfróðan grúskara og
röggsaman stjórnanda. B3
53