Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 37
Chandrika Gunnarsson, eigandi Austur-Indíaíjelagsins við Hverfisgötuna, er 33 ára og alin upp á Indlandi. Hún er
með masterspróf í hagfræði frá bandarískum háskóla. Hún, ásamt eiginmanni sínum, keypti veitingahúsið árið 1994,
tók matseðilinn í gegn og réð til sín færan matreiðslumann frá Indlandi.
að leiðrétta þann misskilning að ind-
verskur matur væri alltaf svo ógnar-
lega kryddaður. Chandrika telur að í
upphafi hafi verið mun erfiðara að fást
við það orð sem fór af staðnum. Það
hafi þurft að senda fólki skýr skilaboð
um að staðurinn væri breyttur og mat-
urinn allt annar.
„Það var meiriháttar barátta sem
við áttum í við að kenna fólki út á hvað
indversk matargerð gengur,” segir
hún og bendir til dæmis á að Islend-
ingar tengi indverska matargerð
gjarnan við karrí en það sé ekki rétt
því að ekkert sé til í Indlandi sem
bragðist eins og þetta íslenska karrí.
„Manni getur þótt indverskur matur
góður þó að manni þyki íslenskt karrí
vont. Þetta var ein hindrunin. Það var
margt sem vann gegn því að rekstur-
inn tækist,” segir Chandrika.
,Að auki var ég útlendingur að tala
útlenda tungu og bera fram útlendan
mat. Fólk þurfti að kunna að meta
ekta indverska matargerð, sem borin
var fram af Indverjum, elduð af Ind-
verjum með kryddi frá Indlandi í
framandi umhverfi í heimalandinu.
Þetta höfðar til margra en hentar ekki
fyrir aðra. Margir hugsa: Við erum á
íslandi. Við viljum að þú talir ís-
lensku,” segirhún.
TEKST EÐA TEKST EKKI
Chandrika segir að auðvitað hafi það
verið mikið stökk fyrir sig að kynnast ís-
lenskri menningu og svo sé enn þann
dag í dag. Hún sé nú að kynna sína
menningu á íslandi gegnum veitinga-
staðinn til að reyna að fá hana sam-
þykkta í þessu mjög svo ólíka menning-
arsamfélagi. Þetta segir hún að sé mjög
áhugavert verkefni. Fólk komi inn á
veitingastaðinn og gefi sér eitt tækifæri
í þessari hörðu samkeppni sem ríki.
„Annaðhvort tekst þetta eða ekki.
Fólk á kost á 125 veitingastöðum í
Reykjavík og líkurnar á að það komi
inn til okkar eru ekkert mjög miklar.
Við erum eini indverski veitingastað-
urinn en það þýðir þó ekki að við
séum ekki í samkeppni við hina stað-
ina. Þvert á móti. Við erum í beinni
samkeppni við þá. Þegar fólk fer út að
borða flettir það gulu síðunum eða fer
eftir ráðleggingum annarra. Það, sem
skiptir máli, er hvað fólk hefur sagt
um staðinn,” segir hún.
STARFSFÓLKIÐ ER ÞJÁLFAÐ
„Þetta gerir það að verkum að við
verðum að skera okkur úr. Við nálg-
umst viðskiptin á allt annan hátt en
hinir staðirnir og erum einstæð hvað
það varðar. Auðvitað er alltaf hægt að
skapa andrúmsloft í samræmi við
þann mat sem er á boðstólum og það
höfum við gert. Maturinn, þjónustan
og andrúmsloftið hafa mikið að segja.
Þjónustan er númer eitt, tvö og þrjú
hjá okkur,“ segir hún.
„Það er hægt að fara á góðan veit-
ingastað með afbragðsgóðan mat og
góða þjónustu en það verður mjög
formleg þjónusta. Eg held að það sé
ekki hægt að finna marga staði með
hágæða matreiðslu og jafn alúðlega
þjónustu við viðskiptavinina fyrir þetta
milliverð sem er hjá okkur,” segir hún
og bætir við að starfsfólkið sé þjálfað í
heilan mánuð þannig að það viti ná-
kvæmlega hvernig það eigi að koma
fram við viðskiptavinina og geti veitt
allar upplýsingar. 53
37