Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 31
í staðinn fá Samskip einkarétt á að nota leiðangurinn og leiðangurs- menn í auglýsingum fyrir fyrirtækið. En hver er tilgangurinn og hvernig kemur það skipaútgerð til góða að styrkja ijallgöngumenn? „Það var þrennt sem við vildum gera. I fyrsta lagi styrkja þetta metn- aðarfulla framtak, koma jákvæðum skilaboðum til ungs fólks og leggja okkar af mörkum til jákvæðra hluta. Við erurn afskaplega ánægð með ár- angurinn," sagði Olafur Olafsson, for- stjóri Samskipa. Olafur sagðist ekki hafa verið sér- lega áhugasamur fyrst en það var Jan Davidssen, fatahönnuður, kunningi hans hjá Foldu á Akureyri, sem benti honum á að þetta væri verkefni sem vert væri að styðja. Jan hannaði fatn- aðinn á Everestfarana. „Hann sagði orðrétt að Islendingar væru svo seinir að taka við sér að strákarnir yrðu komnir upp áður en menn áttuðu sig á því hvað þetta væri merkilegt.“ Olafur sannfærðist þegar hann hitti fjallgöngukappana og sá einbeit- ingu þeirra og yfirvegun. Olafur er sjálfur fyrrverandi ijallamaður sem hefur klifið mörg fjöll á Islandi og stundað göngur í Frakklandi og Bret- landi. „Það hæsta sem ég komst var á Mont Blanc en ég hef fyrir löngu hengt mína mannbrodda á snaga.“ Mont Blanc er 4.807 metra hátt eða um helmingur af hæð Everest. ALLT FYRIR ÍMYNDINA „Þetta snýst fyrst og fremst um ímynd,“ sagði Helgi Helgason, fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Gott fólk, sem sér um auglýsingar fyrir Samskip. „ímynd ljallgöngumanns sem nær á toppinn, nær settu marki með vand- legum undirbúningi, þrautseigju og skipulagi er svo skýr að ekki þarf að útskýra fyrir neinum. Þetta var auk þess einstakt tækifæri og sjálfsagt að nýta sér það.“ Það voru Samskip sem tóku ákvörðunina um að styrkja leiðangur- inn eftir nokkra yfirlegu og funda- höld en fyrirtækið hefur áður styrkt ýmis verkefni, sbr. Samskipadeildina í knattspyrnu. Helgi sagði að í þessum efiium gætti vaxandi skilnings, bæði meðal veitenda og þiggjenda, á nauðsyn þess að nýta styrkféð vel í auglýsinga- skyni. Þannig væri hinn eiginlegi styrkur aðeins í líkingu við Ijárfest- ingu en síðan þyrfti aukið Ijármagn til þess að nýta þessa fjárfestingu. Reikna mætti með að annað eins færi í auglýsingar til þess að nýta styrkinn og vekja athygli á tengslum fyrirtæk- isins. „Mikil og vaxandi umijöllun fjöl- miðla hvetur fyrirtæki til styrkveit- inga af þessu tagi. Það má segja að þetta sé einn auglýsingamiðill í við- bót og fyrirtæki séu óðum að læra að nýta sér hann.“ Ólafur hjá Samskipum sagðist telja líklegt að þegar öll kurl kæmu til grafar myndi fyrirtækið kosta til þessa verkefiiis rúmum fimm millj- ónum. Samskip birtu reglulega sjón- varpsauglýsingar meðan á leið- angrinum stóð sem byggðust á myndefni af vettvangi og fleiri munu fylgja í kjölfarið nú þegar leiðangrin- um er lokið. Margir hafa velt því fyr- ir sér hvort Samskip hafi tekið ein- hverja áhættu með þessari styrkveit- ingu og vísa þá til þess hvort tæki- færið hefði orðið eins gott ef leiðang- urinn hefði ekki komist alla leið. Helgi sagði að þeir einu, sem hefðu tekið raunverulega áhættu, hefðu verið ijallgöngumennirnir sjálfir. Samskip hefðu alltaf getað nýtt sér verkefnið með einum eða öðru hætti til að styrkja ímynd sína, hvernig sem útkoman hefði orðið. „Niðurstaðan varð svo eins og happdrættisvinningur og gríðarlega jákvæð fyrir alla aðila.“ ÁÐUR Á TOPPINN Ríkissjóður Islands auglýsti lengi vel sparnað í formi ríldsskuldabréfa með kvikmynd af einbeittum íjall- göngumanni sem með þrautseigju og hörku kemst á toppinn. Þrír ís- lendingar, Ólafur Örn Haraldsson, Haraldur Ólafsson og Ingþór Bjarna- son gengu þvert yfir Grænlandsjök- ul fyrir fáum árum og nutu við það atbeina margra styrktaraðila sem var að góðu getið í sjónvarpsþáttum og bókinni Hvíti risinn sem gerð var um leiðangurinn. Þremenningarnir, Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, hefur hefur klifið Mont Blanc. FV-myndir: Geir Olafsson. Þjóðin tók á móti köppunum sem þjóðhetjum. Everestfararnir. Fjallgöngumenn hafa sterka ímynd í heimi auglýsinga. sem sigruðu Everest, vöktu einnig mikla athygli fyrir tveimur árum þegar þeir klifu Cho Oyu sem er ná- lægt Everest og slógu þar margra ára gamalt hæðarmet Helga Bene- diktssonar ijallagarps. Einnig þar komu margir styrktaraðilar við sögu og margir þeir sömu og studdu þá á Everest. 35 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.