Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 51

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 51
NÆRMYND Móðir Bjarna var Guðrún Helga Kristinsdóttir f. 15.2. 1923 í Hafnarfirði, d. 13.10.1966. Hún átti ættir að rekja annars vegar til Hafnarijarðar og hins vegar austur á Skálanes við Seyðisfjörð. Bjarni er yngstur fimm systkina. Þau eru: Skúli, lögfræðingur, giftur Sigríði Lillý Baldursdóttur eðlisfræðingi og fyrrum varaþingkonu fyrir Kvennalist- ann. Jóhanna var gift Jóni S. Guðlaugssyni kennara en hún lést árið 1995, Ingi- björg gift Hauki Olafssyni trésmíða- meistara og Margrét gift Guðmundi Þórðarsyni múrarameistara. Bjarni er kvæntur Björgu Arnadóttur blaðamanni og ritlistarkennara, f. 27. sept 1957. Hún er ættuð af Austfjörðum þar sem afi hennar í föðurætt var Bene- dikt Gíslason, bóndi og rithöfundur á Hofteigi á Jökuldal. Faðir Bjargar er Arni Benediktsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri og formaður Vinnumálasam- bandsins. Móðir Bjargar er Björg Dúfa Bogadóttir frá Garði í Kelduhverfi og Grásíðu í sömu sveit. Þau Bjarni og Björg eiga þijú börn: Boga, f. 6.1.1980, Ásgeir, f. 9.8. 1983 og Brynju, f. 31.5. 1993. Þau Bjarni og Björg kynntust í Menntaskólanum við Tjörnina og hafa verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Á MÖRKUM SVEITAR 0G BORGAR Bjarni er alinn upp í Fossvoginum áður en hann varð að því gróna íbúðar- hverfi sem hann er í dag. Æskuheimili Bjarna stóð við Fossvogsblett um það bil þar sem Réttarholtsvegurinn kemur yfir hæðina. Áður en íbúðabyggðin var skipulögð voru þarna nokkur hús á víð og dreif og svæðið sérkennilegt sam- bland borgar og sveitar. Bjarni og Skúli, bróðir hans, voru sendir á næsta bæ til að kaupa mjólk og egg því margir íbúanna nýttu sér landrýmið og stunduðu smávegis bú- skap. Bjarni Júlíusson, fað- ir Bjarna, var stúdent og hóf á sínum tíma nám í lögfræði en lauk því ekki. Hann var þúsundþjalasmiður og fékkst á þessum árum við viðhald á pijónavél- um og viðgerðir af ýmsu tagi. Síðar á ævinni rak hann prjónastofur bæði í Reykjavík og á Akranesi. Það breyttí ekki því að systkinin á Fossvogsblettin- um ólust ekki upp við mikil efni og lærðu snemma að bjarga sér. Móðir Bjarna lést þegar hann var að- eins 10 ára gamall og við það komst nokkuð los á heimilishaldið þó að það yrði á sinn hátt tíl þess að þjappa ijöl- skyldunni saman. Bjarni varð eftir þetta mjög handgengin elstu systur sinni, Margréti, sem segja má að hafi að sumu leyti gengið hon- um í móðurstað á tí'ma- bili. Bjarni Júlíusson giftist aftur og seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Bjarni var í sveit í Hvammi undir Eyja- fjöllum í nokkur sum- ur og lærði almenn sveitastörf undir handarjaðri Magn- úsar Sigurjónssonar bónda þar. Hann hóf síðan göngu sína eftír menntaveginum í Menntaskólanum við Tjörnina og lauk þaðan prófi 1976. DRAUMUR HINS DJARFA MANNS Meðffam skóla vann Bjarni ýmsa verkamannavinnu hjá verktakafyrir- tækjum, stýrði loftpressu og fleira. Hann var eitt sumar á sjó frá Olafsvík með Haraldi Guðmundssyni, skipstjóra á Víkingi SH 177, og var bæði kokkur og háseti. Hann og nokkrir skólabræð- ur hans létu sig dreyma um að kaupa saman gamlan 30 tonna eikarbát og sigla honum um heimsins höf. I og með vegna þessara hugmynda og einnig af áhuga á faginu tók Bjarni tveggja vetra nám í Vélskóla Islands eftir stúdents- próf og lauk því á einum vetri á sér- stakri hraðferð. Það vakti samt aldrei fyrir honum að gerast vél- stjóri heldur var hann fyrst og fremst að afla sér atvinnuréttinda á þessu sviði. Veturinn eftír venti Bjarni sínu kvæði í kross og hélt tíl Spánar þar sem hann nam spænsku við háskólann í Barcelona. Tilgangurinn var fyrst og fremst að læra eitthvert rómanskt mál tíl hlltar. Þótt Bjarni sætí í eðlisfræði- deild MT á sínum tíma varð honum ljóst þegar leið á skólagönguna að hann áttí auðvelt með að læra tungumál. Eftir eins árs dvöl þar kom hann heim á ný og settíst á skólabekk í jarð- fræðideild Háskólans og nam jarðfræði af miklu kappi eins og hugur hans hafði um hríð staðið til og var atorkusamur við námið og tók mjög hátt próf úr jarðfræði- deild. Hann lagði einnig gjörva hönd á ýmis störf og í fjögur sumur ók hann er- lendum ferðamönnum um landið á lítílli rútu sem Magnús Hjartarson leigubíl- stjóri átti og greip reyndar í að aka leigu- bíl fyrir hann líka. Bjarni var allt í senn bílstjóri, leiðsögumaður og viðgerðar- maður ef á þurftí að halda. Hér kom tungumálakunnátta hans að góðum not- um og er haft fyrir satt að hann hafi get- að leiðsagt á sex tungumálum, ensku, þýsku, sænsku og spænsku auk dönsku og norsku. Á SÖMU BREIDDARGRÁÐU 0G MÝVATNSSVEIT Eftir námið í Háskólanum vann Bjarni á Orkustofnun um þriggja ára skeið sem mannvirkjajarðfræðingur á vatnsorkudeild og stundaði einkum for- rannsóknir fyrir byggingu neðanjarð- armannvirkja. Árið 1983 fóru þau hjónin svo tíl Luleá í Svíþjóð þar sem Bjarni hóf nám í námaverkfræði við tækniháskól- ann en Björg sótti nám í blaðamennsku á meðan en hún hafði áður lokið námi frá Myndlista- og handíðaskólanum. Björg skrifaði talsvert í blöðin ytra og sá um útvarps- og sjónvarpsþætti fyrir sænska ríkissjónvarpið. Bjarni lauk licentíatprófi í námaverk- NÆRMYND: Páll Ásgeir Ásgeirsson mv> sem er fyrirtæki »i ,s,ens«a rík 0.44% eru j eiga u svei" " á 48.SI reku, eöluskrifgfefu j Á a C mKlsiiry**? 01 »» i a fyrirtæki og verltsmiAi 'ð,,'CeMe “ samsle * * hefur þa ' aS ,e,a <*U M% í eigu tesme4a' 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.