Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 51

Frjáls verslun - 01.05.1997, Side 51
NÆRMYND Móðir Bjarna var Guðrún Helga Kristinsdóttir f. 15.2. 1923 í Hafnarfirði, d. 13.10.1966. Hún átti ættir að rekja annars vegar til Hafnarijarðar og hins vegar austur á Skálanes við Seyðisfjörð. Bjarni er yngstur fimm systkina. Þau eru: Skúli, lögfræðingur, giftur Sigríði Lillý Baldursdóttur eðlisfræðingi og fyrrum varaþingkonu fyrir Kvennalist- ann. Jóhanna var gift Jóni S. Guðlaugssyni kennara en hún lést árið 1995, Ingi- björg gift Hauki Olafssyni trésmíða- meistara og Margrét gift Guðmundi Þórðarsyni múrarameistara. Bjarni er kvæntur Björgu Arnadóttur blaðamanni og ritlistarkennara, f. 27. sept 1957. Hún er ættuð af Austfjörðum þar sem afi hennar í föðurætt var Bene- dikt Gíslason, bóndi og rithöfundur á Hofteigi á Jökuldal. Faðir Bjargar er Arni Benediktsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri og formaður Vinnumálasam- bandsins. Móðir Bjargar er Björg Dúfa Bogadóttir frá Garði í Kelduhverfi og Grásíðu í sömu sveit. Þau Bjarni og Björg eiga þijú börn: Boga, f. 6.1.1980, Ásgeir, f. 9.8. 1983 og Brynju, f. 31.5. 1993. Þau Bjarni og Björg kynntust í Menntaskólanum við Tjörnina og hafa verið óaðskiljanleg allar götur síðan. Á MÖRKUM SVEITAR 0G BORGAR Bjarni er alinn upp í Fossvoginum áður en hann varð að því gróna íbúðar- hverfi sem hann er í dag. Æskuheimili Bjarna stóð við Fossvogsblett um það bil þar sem Réttarholtsvegurinn kemur yfir hæðina. Áður en íbúðabyggðin var skipulögð voru þarna nokkur hús á víð og dreif og svæðið sérkennilegt sam- bland borgar og sveitar. Bjarni og Skúli, bróðir hans, voru sendir á næsta bæ til að kaupa mjólk og egg því margir íbúanna nýttu sér landrýmið og stunduðu smávegis bú- skap. Bjarni Júlíusson, fað- ir Bjarna, var stúdent og hóf á sínum tíma nám í lögfræði en lauk því ekki. Hann var þúsundþjalasmiður og fékkst á þessum árum við viðhald á pijónavél- um og viðgerðir af ýmsu tagi. Síðar á ævinni rak hann prjónastofur bæði í Reykjavík og á Akranesi. Það breyttí ekki því að systkinin á Fossvogsblettin- um ólust ekki upp við mikil efni og lærðu snemma að bjarga sér. Móðir Bjarna lést þegar hann var að- eins 10 ára gamall og við það komst nokkuð los á heimilishaldið þó að það yrði á sinn hátt tíl þess að þjappa ijöl- skyldunni saman. Bjarni varð eftir þetta mjög handgengin elstu systur sinni, Margréti, sem segja má að hafi að sumu leyti gengið hon- um í móðurstað á tí'ma- bili. Bjarni Júlíusson giftist aftur og seinni kona hans er Guðrún Jónsdóttir. Bjarni var í sveit í Hvammi undir Eyja- fjöllum í nokkur sum- ur og lærði almenn sveitastörf undir handarjaðri Magn- úsar Sigurjónssonar bónda þar. Hann hóf síðan göngu sína eftír menntaveginum í Menntaskólanum við Tjörnina og lauk þaðan prófi 1976. DRAUMUR HINS DJARFA MANNS Meðffam skóla vann Bjarni ýmsa verkamannavinnu hjá verktakafyrir- tækjum, stýrði loftpressu og fleira. Hann var eitt sumar á sjó frá Olafsvík með Haraldi Guðmundssyni, skipstjóra á Víkingi SH 177, og var bæði kokkur og háseti. Hann og nokkrir skólabræð- ur hans létu sig dreyma um að kaupa saman gamlan 30 tonna eikarbát og sigla honum um heimsins höf. I og með vegna þessara hugmynda og einnig af áhuga á faginu tók Bjarni tveggja vetra nám í Vélskóla Islands eftir stúdents- próf og lauk því á einum vetri á sér- stakri hraðferð. Það vakti samt aldrei fyrir honum að gerast vél- stjóri heldur var hann fyrst og fremst að afla sér atvinnuréttinda á þessu sviði. Veturinn eftír venti Bjarni sínu kvæði í kross og hélt tíl Spánar þar sem hann nam spænsku við háskólann í Barcelona. Tilgangurinn var fyrst og fremst að læra eitthvert rómanskt mál tíl hlltar. Þótt Bjarni sætí í eðlisfræði- deild MT á sínum tíma varð honum ljóst þegar leið á skólagönguna að hann áttí auðvelt með að læra tungumál. Eftir eins árs dvöl þar kom hann heim á ný og settíst á skólabekk í jarð- fræðideild Háskólans og nam jarðfræði af miklu kappi eins og hugur hans hafði um hríð staðið til og var atorkusamur við námið og tók mjög hátt próf úr jarðfræði- deild. Hann lagði einnig gjörva hönd á ýmis störf og í fjögur sumur ók hann er- lendum ferðamönnum um landið á lítílli rútu sem Magnús Hjartarson leigubíl- stjóri átti og greip reyndar í að aka leigu- bíl fyrir hann líka. Bjarni var allt í senn bílstjóri, leiðsögumaður og viðgerðar- maður ef á þurftí að halda. Hér kom tungumálakunnátta hans að góðum not- um og er haft fyrir satt að hann hafi get- að leiðsagt á sex tungumálum, ensku, þýsku, sænsku og spænsku auk dönsku og norsku. Á SÖMU BREIDDARGRÁÐU 0G MÝVATNSSVEIT Eftir námið í Háskólanum vann Bjarni á Orkustofnun um þriggja ára skeið sem mannvirkjajarðfræðingur á vatnsorkudeild og stundaði einkum for- rannsóknir fyrir byggingu neðanjarð- armannvirkja. Árið 1983 fóru þau hjónin svo tíl Luleá í Svíþjóð þar sem Bjarni hóf nám í námaverkfræði við tækniháskól- ann en Björg sótti nám í blaðamennsku á meðan en hún hafði áður lokið námi frá Myndlista- og handíðaskólanum. Björg skrifaði talsvert í blöðin ytra og sá um útvarps- og sjónvarpsþætti fyrir sænska ríkissjónvarpið. Bjarni lauk licentíatprófi í námaverk- NÆRMYND: Páll Ásgeir Ásgeirsson mv> sem er fyrirtæki »i ,s,ens«a rík 0.44% eru j eiga u svei" " á 48.SI reku, eöluskrifgfefu j Á a C mKlsiiry**? 01 »» i a fyrirtæki og verltsmiAi 'ð,,'CeMe “ samsle * * hefur þa ' aS ,e,a <*U M% í eigu tesme4a' 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.