Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 21
FORSÍÐUEFNI ÞETTA ERU LYKILMENNIRNIR Þeir lykilmenn, sem Friðrik Þór hefur valið í kringum sig og bera hitann og þungann af daglegum rekstri Islensku kvik- myndasamsteypunnar, eru þessir helstir, fyrir utan Ara Krist- insson sem er myndatökumaður og framkvæmdastjóri: Árni Páll Jóhannsson sér um leikmyndir og oft búninga og er verksvið hans sérstakt því hann ber bæði listræna og Ijár- hagslega ábyrgð á leikmyndagerðinni. Hans frægasta handa- verk til þessa er án efa braggahverfið í Djöflaeyjunni sem var byggt úti á Seltjarnarnesi. Steingrímur Karlsson klippari sér um alla samsetningu og klippingu fyrir Islensku kvikmyndasamsteypuna en Kjartan Kjartansson sér um hljóðsetningu. Um þá deild sér reyndar sérstakt dótturfyrirtæki Islensku kvikmyndasamsteypunnar sem heitir Bíóhljóð. Inga Björk Sólnes og Hrönn Kristinsdótt- ir starfa á skrifstofu IK og sjá um bókhald og ijárreiður. Hvað varðar framtíð íslenskrar kvikmyndagerðar þá er ljóst að stöðugt stærri hluti fjármagns til greinarinnar kemur frá útlöndum. Djöflaeyjan er ágætt dæmi um kvikmyndagerð sem ijáröflunarleið. Myndin kostaði 170 milljónir alls. Kvik- myndasjóður lánaði 25 milljónir og IK lagði sjálft fram 25 millj- ónir. Annað ijármagn var í formi styrkja og ijármögnunar og samtals var eytt 110 milljónum af erlendu fiármagni á Islandi við gerð myndarinnar. Það er meira en milljón á hverja mínútu sem myndin varir. Hitt er svo annað mál að það að gera mynd á íslensku er ekkert sérstaklega gróðavænlegt þar sem markaðurinn er eins lítill og raun ber vitni. Það er ekki ódýrt að framleiða og taka kvikmyndir á Islandi og því ekki að undra þótt menn leiti á stærri markaði. Erfiðara er að fá fjármagn að utan fyrir mynd sem er gerð einungis á íslensku og myndir sem eru gerðar af miklum van- ásamt hinum sérstæðu andstæðum, Islandi og Japan, var nóg til þess að menn drógu upp heftið. Vítahringurinn er í sem stystu máli þessi: Þú verður ekki þekktur nema þú gerir einhveija mynd sem vekur alþjóðlega athygli og til þess þarf töluvert fé. Þú færð hinsvegar ekki fjár- mögnun til þess sem á Islandi kallast stórar myndir nema þú sér þekkt nafii. Næsta verkefni Friðriks Þórs Friðrikssonar er að leikstýra mynd sem írski leikarinn Richard Harris leikur aðalhlutverk- ið í. Hún verður tekin á Irlandi og verður með ensku tali. Handritið er í raun það sama og að Börnum náttúrunnar svo segja má að hér sé um endurgerð að ræða. Öll fjármögnun kemur að utan svo útflutningsvaran í þessu tilviki er aðeins Friðrik sjálfur og hans hæfileikar. Þetta er áþekkt fyrirbæri og mikið hefur verið stundað í Hollywood undanfarin ár. Myndir frá framandi málsvæðum eru endurgerðar með vinsælum leikurum og ná oft gríðarleg- um vinsældum. Dæmi um slíkar myndir, sem Hollywood hef- ur endurunnið, eru: Three man and a baby, The Birdcage og Scent of a Woman. Þannig má sjá fyrir sér að framtíð íslensks kvikmyndaiðn- aðar verði í rauninni aðeins með lögheimili á Islandi en vinnsl- an sjálf færist út fyrir landsteinana og menn beini kröftum sín- um að gerð mynda sem ætlaðar eru stærra málsvæði. „Þetta er í vaxandi mæli það sem mun gerast," sagði Ari Kristínsson. „Eg er sannfærður um að íslenskir leikstjórar geta orðið útflutningsvara en tíl þess að svo megi verða þurfa þeir að fá gott tækifæri eða stuðning frá heimalandinu í fyrstu. Það sé ég ekki gerast hér og því er eðlilegt að leita aukins samstarfs við erlenda fjárfesta og það hefur þessa þróun í för með sér. S3 Ari Kristinsson, kvikmyndatökumaður og framkvæmda- stjóri Islensku kvikmyndasamsteypunnar, er vinur og samstarfsmaður Friðriks til margra ára. Hann segir að stjórnun fyrirtækisins byggi á fáum lykilmönnum sem hafi fullt traust. FV-mynd: Geir Ólafsson. efnum hér heima munu aldrei ná neinni sölu erlendis. Ahugi fjárfesta er ekki vakinn með þvi að láta þá lesa löng handrit. Hann er vakinn með því að kynna þeim hugmynd í þremur setningum og nefna nöfn þeirra sem ætla að gera myndina. Þannig var Cold fever fjármögnuð að fullu áður en handritið var skrifað. Nafn Friðriks, Jim Stark og japanska leikarans ar að eitthvað þessu líkt sé kennt í skólum einhvers staðar. Friðrik Þór giskaði á í samtali við Fijálsa verslun að velta Islensku kvikmyndasamsteypunnar frá upphafi, 1990, nálgist milljarðinn en vegna misflókinna samstarfssamninga eru ýmsar leiðir til þess að meta það. Það var í kjölfar velgengni Barna náttúrunnar sem Friðrik Þór og félagar hans komu fótunum undir sig. Fyrir hagnað- inn af myndinni var keyptur sá tækjabúnaður sem er undir- staða vinnslu fyrirtækisins í dag og lagður grunnur að fram- leiðslu fleiri kvikmynda. Islenska kvikmyndasamsteypan var upphaflega stofhuð í kringum gerð Skyttanna en varð gjald- þrota og var endurreist með nýrri kennitölu árið 1990. Friðrik er einn eigandi að fyrirtækinu en hefur komið sér upp litlum hópi náinna samstarfsmanna sem hann gefur laus- an tauminn að miklu leyti. Að sögn Ara hefur þetta þróast þannig að hann sem framkvæmdastjóri gerir vinnuáætlanir fyrir einstakar myndir sem hinar einstöku deildir vinna síðan eftir og hafa töluvert sjálfstæði í vinnubrögðum. Reynt er að gera eins nákvæmar áætlanir og tök eru á og fara hvergi út fyrir þann ramma sem þær setja hverri mynd. „Þessi iðnaður er þannig að menn eru oft lausráðnir til ein- stakra verkefna. Það verða til litlir hópar og sést vel hverjir geta unnið saman og hveijir ekki, hveijum er treystandi og hveijum ekki. Smátt og smátt finnum við menn sem við treyst- um fullkomlega og eigum gott með að vinna með.“ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.