Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 52
fræði frá skólanum 1986 en slíkt próf
liggur miðja vegu milli meistaragráðu
og doktorsprófs í sænsku menntakerfi.
Luleá er mjög norðarlega í Svíþjóð og
þar er náttúrufegurð mikil sem hentaði
jarðfræðingi og náttúruunnanda vel.
Reyndar er Luleá á um það bil sömu
breiddargráðu og Mývatn
Eftir að prófinu lauk starfaði Bjarni
sem rannsóknaverkfræðingur við
tækniháskólann og bar bæði vísinda-
lega og fjárhagslega ábyrgð á berg-
spennurannsóknum á vegum skólans
og hannaði og smíðaði búnað til mæl-
inga. I þessu starfi tók hann þátt í fjöl-
da verkefna og framkvæmdi meðal ann-
ars mælingar fyrir sænsku kjarnorkuúr-
gangsnefndina og samskonar nefndir í
Finnlandi, Kanada og Bandaríkjunum.
I framhaldinu stofnaði Bjarni svo
sína eigin verkfræðistofu, Renco AB, í
Svíþjóð (Rock Engineering Consultants
Ltd.) og starfaði að margskonar verk-
efnum og var m.a. ráðgjafi sænsku
kjarnorkuúrgangsnefndarinnar um
berggeymslur
Fyrirtækið gekk vel en hjónin vildu
koma heim aftur. Bjarni seldi því Renco
AB til SGAB, þau flutti heim og Bjarni
fór að vinna hjá Jarðborunum hf. sem
tæknistjóri og staðgengill framkvæmda-
stjóra. Þau hafa reyndar enn tengsl við
Svíþjóð því Bogi, sonur þeirra, er þar á
snjóbrettamenntaskóla og mun vera
eini Islendingurinn sem hefur valið sér
þessháttar menntaveg.
BORAÐ í HVALFIRÐI
Bjarni var vel liðinn í starfi sínu hjá
Jarðborunum. Hann átti frumkvæði því
að að útvega Jarðborunum verkefni er-
lendis og var potturinn og pannan í
stóru verkefhi á Azoreyjum sem varð
fyrirtækinu ákaflega happadrjúgt.
Þannig nýtti hann vel reynslu sína og
sambönd frá Svíþjóð í starfi fyrir fyrir-
tækið.
Verkefni Jarðboranna fela í sér bor-
anir víða um land og í Ijósi framvindu
mála er það sérkennileg tilviljun að síð-
asta verkefni Bjarna hjá Jarðborunum
var að hafa umsjón með borun í Hval-
firði þar sem boraðar voru tilraunaholur
vegna væntanlegra jarðganga undir
Hvalfjörð.
Það var síðan árið 1995 sem Bjarni
réðst að Kísiliðjunni sem forstjóri og
fluttist norður í Mývatnssveit með fjöl-
52
NÆRMYND
skyldu sína. Hann hafði þá um nokkurt
skeið verið búsettur að Hrauntungu 23 í
Kópavogi í sérlega glæsilegu einbýlis-
húsi sem sumir kalla „Kastalann". Hús-
ið teiknaði Högna Sigurðardóttir arki-
tekt og er það vel þekkt meðal áhuga-
manna um arkitektúr. Bjarni á mörg
handtök við endurbætur þar innanhúss
en húsið hefur verið leigt meðan fjöl-
skyldan hefur búið fyrir norðan og starf-
inu á Grundartanga fylgir einnig bústað-
ur.
Bjarni er stjórnarformaður í Melmi
ehf. sem er félag sem stendur fyrir um-
fangsmikilli gullleit á Islandi og hefur
borað t.d. í Þormóðsdal, rétt við Reykja-
vík. Það voru þeir Bjarni og Hallgrímur
Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar,
sem unnu saman að því að endurvekja
gullleitina og afla til hennar erlends
áhættufjár. Kísiliðjan á 80% í Melmi en
Iðntæknistofnun 20% en aðilar frá Svf-
þjóð, Kanada, Bretlandi ogÁstralíu koma
að verkinu. Á þessu ári er reiknað með
að leitin kosti 180 til 200 milljónir króna.
LÍFIÐ í MÝVATNSSVEIT
Bjarna er svo lýst að hann sé vinnu-
samur og duglegur, allt að því ofvirkur.
Hann hefur náð góðu sambandi við
starfsmenn Kísiliðjunnar og nýtur vin-
sælda meðal þeirra. Hann er laginn við
að virkja áhuga þeirra á starfsemi verk-
BJARNI
Nafn: Bjarni Bjarnason.
Starf: Forstjóri Járnblendifélagsins.
Aldur: 41 árs
Fæddur: 4. júní 1956 i Reykjavík.
Fjölskylduhagir: Kvæntur Björgu Árnadóttur
blaðamanni og ritlistarkennara og eiga þau
tvo syni og eina dóttur.
Foreldrar: Bjarni Júlíusson vélamaöur og
Guðrún Helga Kristinsdóttir.
Menntun: Vélstjóraréttindi, 2. stigs, BS í
jarðfræði frá HÍ og licentiatpróf í námaverk-
fræði frá Tækniháskólanum í Luleá í Svíþjóð.
Áhugamál: Jarðfræði, náttúruskoðun og úti-
vist af ýmsu tagi.
Stjórnandi: Vinnusamur, hefur góða yfirsýn,
óformlegur og leggur áherslu á gott sam-
band við starfsfólkið.
smiðjunnar í jákvæðum skilningi.
Hjá Kísiliðjunni hefur þeirri stefnu-
breytingu verið komið á undir stjórn
Bjarna að takast á við deilur um tilvistar-
rétt verksmiðjunnar með tæknilegum
og vfsindalegum rökum fremur en pólit-
ískum. En Bjarni hefur mikinn áhuga á
umhverfismálum.
Þegar málefni Kísiliðjunnar voru í
umræðunni lagði hann ávallt áherslu á
að vinna málin í kyrrþey en blandaði sér
lítt í fjöliniðlaumræður. Það er almennt
álitið að hann hafi leyst það verkefni all-
vel sem marka megi af því að meiri frið-
ur ríki nú um starfsemi Kísiliðjunnar en
hafði gert um langt skeið áður en hann
réðst þar til starfa.
Sömuleiðis hefur Bjarni sjálfur forð-
ast sviðsljósið þótt það hafi beinst að fyr-
irtækinu og finnst lítt til þess koma að
standa í kjastljósi ljölmiðla. Á því kann
að verða breyting nú þegar hann tekur
við rekstri eins af stærri fyrirtækjum
landsins.
Sumir segja reyndar að í þessu felist
veikleiki Bjarna sem stjórnanda, nefni-
lega í því að hann sé oft afundinn við þá
sem hann hefur ekki þolinmæði gagn-
vart og finnst ekki vera nógu fljótir að
skilja hvað hann meinar. Þessu fylgir til-
hneiging til að halda upplýsingum fyrir
sig og dreifa þeim ekki nógu mikið til
starfsmanna. Þannig virki hann stund-
um of sjálfstæður og líkt því að hann
treysti engum nema sjálfum sér.
Ekki er hægt að segja að reynt hafi
mikið á Bjarna sem stjórnanda í fjár-
málalegum ólgusjó. Kísiliðjan er vel rek-
ið og öflugt fyrirtæki með geysilega
sterka eiginfjárstöðu sem á þó afkomu
sína fyrst og fremst undir utanaðkom-
andi áhrifum eins og markaðsverði í
heiminum og sveiflum þess. Þess vegna
verður afkoma fyrirtækisins á hveijum
tíma meira háð ytri aðstæðum en innri
stjórn og markaðsstarfi. Þannig má
segja að starfsemi Járnblendiverksmiðj-
unnar sé lík Kísiliðjunni því bæði fyrir-
tækin reiða sig á aðstæður á heims-
markaði.
BAÐFÉLAGIÐ
I félagslegum skilningi er Bjarni
mannblendinn og létt yfir honum í dag-
legri umgengni. Hann er glaðlyndur og
léttur í viðmóti, allvel að sér á ýmsum
sviðum og hefur skoðun á mörgum
hlutum, enda fjiilfróður og vel menntað-