Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 43
Háþrýstidæla frá Gerni. Öryggisskór prófaðir. fyrirtækja en ekki vinnuveitendur sem dregið hafi lappirnar á sviði ör- yggismálanna. Minnist hann þess að þegar Eimskipafélagið ákvað að starfsmenn við uppskipun skyldu nota öryggishjálma þá voru það starfsmennirnir sem leituðu á náðir Dagsbrúnar og mótmæltu hjálmanotkuninni. Afstaða manna er önnur í dag og flestir gera sér grein fyrir því að öryggisbúnaður á vinnustað getur skipt sköpum þeg- ar á reynir. Nú eru milli 60 og 70 % af sölu Dynj- anda öryggisbúnaður og hefur verið í mörg ár. Sem dæmi um búnaðinn má nefna ör- yggishjálma, heyrnarhlífar og heyrnartól, andlitshlífar, gleraugu, öndunarbúnað, hanska, öryggisskó og öryggisstigvél, Hjálmanotkun er orðin mjög algeng og líklega dytti fáum lengur í hug að vinna við jarðgangagerð eða í byggingariðnaði án þess að vera með hjálm á höfðinu. Búnaður hjálmanna fer eftir því hvar á að nota þá. Öryggisvinnufatnaður og vetrarfatnaður fæst í miklu úrvali hjá Dynjanda og þar er að finna allt frá þykkum Thermo undirfatnaði í hita- þolin fatnað eins og menn klæðast i Álverinu. Loks má nefna að Dynj- andi hefur lagt mikla áherslu á að flytja inn og selja öryggisblakkir, -belti, -línur og ör- yggiskróka til notkunar á skipum, í iðnaði og við húsbyggingar og hefur öryggisbún- aður frá Dynjanda komið í veg fyrir mörg al- varleg vinnuslys á þeim 30 árum sem fyrir- tækið hefur flutt inn og selt slíkan búnað. BÚNAÐ í YFIR 30 ÁR! hlífðarfatnað og öryggisblakkir. Öryggisskórnir hjá Dynjanda eru frá Frakklandi og Svíþjóð, sem eru í fremstu röð framleiðenda á þessu sviði og þar eru gerðar miklar kröfur til framleiðslunnar. Skórnir eru með stáltáhettum, stálþynnum í sólum og úr fyrsta flokks leðri. Öryggisstíg- vélin hjá Dynjanda eru ætluð þeim sem vinna á hálum gólfum, hvort sem er vegna vatns eða fitu, og eru það sem kallað er hálkuþolin. Eyrnahlífar eru fjölbreytilegar og tæknivæddar því víða eru gerðar kröfur um að í þeim séu útvarpstæki og búnaður sem hægt er að tengja við samskiptatæki á borð við talstöðvar, síma og línukerfi svo hægt sé að hafa samband við menn á hávaðasömum vinnustöðum þótt þeir séu með hlífarnar á eyrunum. HÁÞRÝSTIHREINSIDÆLUR Sérhæfing hefur einnig orðið í sölu og þjónustu á háþrýstihreinsi- dælum meðal annars fyrir bygging- ariðnað og þvottakerfi (frystihús og skip. Dynjandi selur stórvirkar há- þrýstidælusamstæður svo sem fyrir slippstöðvar sem nota vatnsþrýst- ing allt að 2500 börum og hafa marga notendur samtímis. Þá hefur Dynjandi á boðstólum ýmsar gerðir af dælum, rafstöðvum, ryksugum, gufugildrum og ýmsu fleiru. Starfsmenn Dynjanda eru 8 en voru mest 30-40 á dögum vélsmiðjunnar. Framkvæmdastjóri er Stein- dór Gunnlaugsson sem starfað hefur við fyrirtækið síðan 1980. Stjórnarformaður er Gunnlaugur Steindórsson. AUGLÝSINGAKYNNING 2000 bara Butterworter dæla frá Dynjanda við inúrbrot við Elliðaárbrú. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.