Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN HLUTHAFAR OG STJÓRNENDUR Nýleg kaup Marels á danska fyrirtækinu Carnitech A/S eru dæmi um vel unnin störf í íslensku fyrir- tæki. Kaupin varpa ljósi á mátt liðsheildar og hverju hægt sé að áorka þegar staðið sé þétt saman að rekstri fyrirtækis - þegar starfsmenn, stjórnendur og 503 áhugasamir og sterkir hluthafar ná vel saman. Kaupin árétta að hluthafar eru ekki bara einhverjir úti í bæ sem eru með pappíra upp á vasann um að eiga í fyrirtækjum - og mæta á aðalfúndi til að fá sér kaffi og kökur - heldur eru þeir nauðsynlegur bakhjarl til að hrinda góðum hug- myndum starfsmanna og stjórnenda í framkvæmd. Hluthafar reka smiðs- höggið á góðar hugmyndir með fjár- magni sínu! Kaupin á Carnitech hafa augljós- lega fallið fjárfestum á íslenska hluta- bréfamarkaðnum vel í geð - og vakið enn meiri athygli þeirra á Marel. Sölugengi hlutabréfa í Marel eftir kaupin hafa hátt í tvöfaldast Þegar Marel keypti var gengi bréfanna um 13,75 en nú er það komið í um 24,00. Um áramóíin var gengi þeir- ra um 11,05. A þessu ári hefúr gengi hlutabréfa ekki hækkað jafn mikið í neinu fyrirtæki og í Marel. Mark- aðurinn metur framtíð fyrirtældsins sem afar sterka - enda stendur Carnitech fyrirtækið á gömlum merg, danskt að uppruna en í raun alþjóðlegt Það er með mikla og öíluga starfsemi í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið þjónustar sjávarútveginn. Carnitech og Marel eru með svipaða veltu og virðast falla ákaflega vel saman. Saman leggjast kraftar! Bent hefúr verið á að Marel sé í eðli sínu háskóla- fyrirtæki - og er gott að hafa það í huga í ljósi mikill- ar umræðu um menntun á Islandi og hvert stefni í þeim málum. Þetta er fyrirtæki vísinda og þekkingar þar sem slagkrafturinn felst í góðu hugviti og hug- myndum. En tíl að smíða tólin og tækin, sem vísind- in geta af sér, þarf góða og útsjónarsama smiði. Ekk- ert tæki verður til án góðrar smiðju. Til að útkoman verði góð verða háskólafyrirtældð og iðnfyrirtækið að takast í hendur. Það þarf að hitta naglann á höfuðið og gera réttu hlutina - en það þarf líka að gera hlutina rétt og reka smiðs- höggið á góðar hugmyndir! Þess vegna verður að horfa á strenginn á milli iðnmenntunar og háskólamennt- unar þegar fluttar eru hástemmdar ræður um menntun á tyllidögum, eins og 17. jiúií - hvorug menntunin getur án hinnar verið. Umræðan um háskólafyrirtækið og iðnfyrirtækið endurspeglast einnig í sameiginlegum kröftum Carnitech og Marels. Carnitech er rótgróið iðnfyrir- tæki sem gert hefur hlutína rétt en svo virðist sem það hafi skort það hugvit og þá framtíðarsýn sem visindamenn Marels búa yfir. Saman ráða fyrirtækin yfir miklum kröftum og engin ástæða er til að ætla annað en að þeir leys- ist skemmtilega úr læðingi á næstu árum. Þetta eru krafitar sem teygja sig um víðan völl og þjónusta fyrir- tæki í öllum heimshornum. likt og kraftar hugvits og handar renna saman í Carnitech og Marel er ekki síður ánægjulegt að sjá hvernig kraftar starfsmanna og stjórnenda Marels renna saman við 503 hluthafa fyrirtækisins. Þeir leit- uðu í smiðju hver tíl annars. Starfsmennirnir hittu naglann á höfúðið og hluthafarnir ráku smiðshöggið. Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 58. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. - DREIFING í bókaverslanir og söluturna á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími: GSM 89-23334. - FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. - UTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.