Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 44
íslendingar drekka tæpar níu milljónir lítra af bjór og fer neyslan vaxandi. Yngra fólk drekkur meiri bjór en hinir eldri sem sækja frekar í sterkari dryk- ki. Tegundum á markaði fjölgar og samkeppnin harðnar um hylli neytenda. TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson MYNDIR: Geir Ólafsson Oindindismenn spáðu því að bjórinn myndi leggja líf almenn- ings í rúst. Ölkærir glöddust og sérfræðingum um bjórmenningu og vongóðum veitingamönnum fjölgaði. Allir voru sammála um að hann væri framför frá bjórlíkinu sem verið hafði í tísku um hríð og þótti í göróttara lagi. Fyrsti mars 1989 var hátíðisdagur á Islandi en þá var almenningi leyft að kaupa bjór á ný eftir 75 ára hlé. í fyrstu voru fáar tegundir á markaðnum og enn erfiðara að koma nýjum tegundum á framfæri en nú er. Urvalið hefur aukist jafnt og þétt og nú geta íslenskir neyt- endur valið úr tugum tegunda, allt eftir smekk hvers og eins. Þótt markaðs- aðstæður séu að mörgu leyti sérstæðar vegna ýmissa hamla, sem stjórnvöld setja á sölu bjórs, og auglýsingabanns er barist af hörku á þessum markaði og þar keppa margir um hylli neytenda. Hér er um gríðarlega stóran markað að ræða því Islendingar slokra í sig tæp- um níu milljónum lítra af bjór árlega. Óhætt er að reikna með að verð á hverj- um lítra sé 330-360 krónur m.v. verð úr ATVR sem þýðir að salan þaðan nemur 2,2 - 2,4 milljörðum. Við það má síðan bæta bjórsölu á veitingahúsum þar sem salan nemur um 1,7 - 2 milljörðum. Sam- tals er bjórsalan því um ljórir milljarðar króna. Mælt í magni drekkur hver ís- lendingur 20 ára og eldri um 50 lítra ár- lega. Það þætti lítið í löndum eins og Englandi og Þýskalandi þar sem neysl- an er þrisvar sinnum meiri. BARÁTTAN UM BJÓRINN Baráttan um bjórinn stendur um tæpar níu milljónir lítra sem kosta acI minnsta kosti rúma jjóra milljaröa. Tveir aðilar, Egils og Víking, ráöa yfir meira en 60% af markaönum. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.