Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 27
STJORNMAL FINNURINGOLFSSON Guðlaugur Þór um Finn Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra og ritara Framsóknarflokksins: „Finnur er í senn duglegur og metnaðargjarn maður. Engu að síður skynja ég að fólk hefur litla trú á honum. Frá því ég fór fyrst ð fylgjast með Finni hafa menn ætíð blásið hann af - og sagt sem svo að þessi maður gæti ekki náð langt í stjórnmál- um. En hann virð- ist vinna þetta upp með miklum dugnaði og skipu- lagningu. Sjálfur tel ég Finni það til tekna að hann er með frekar frjálslyndar hugmynd- ir. Og takið eftir! Hann er alténd með hug- myndir og hugsjónir - im.” og það lít ég á sem mikinn kost hjá stjórn- málamanni. Sömuleiðis hefur hann verið óhræddur við Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. „Duglegur en fólk hefur litla trú á hon- að lýsa sínum áformum yfir. Þetta eru helstu kostir hans. Galli Finns er fljótfærni. Slíkt einkennir raunar oft mjög metnaðargjarna menn í starfi - þeir fara fram úr sjálfum sér. Honum hefur verið núið því um nasir að skömmu eftir að hann varð ráðherra fyrir tveimur árum hafi hann verið of yfirlýsingaglaður í ijölmiðlum, til dæmis vegna nýs álvers á Keilisnesi, og þar hafi hann gert taktísk mistök. NUMER TVO Finnur hefur unnið á sem ráðherra. Hann virðist augljóslega vera orðinn maður númer tvö í Framsóknarfiokkn- um. Einkunn: Ég gef honum þrjár stjörn- ur - mest fyrir dugnað og metnað. - Guðlaugur Þór Þórðarson ímynd Finns er ekki sterk og í upphafi var hann ör- ugglega fremur óvinsæll ráðherra. I mínum huga hefur hann unnið á, ekki síst hjá fólki í viðskiptalífmu. Ég tel ímynd hans mun betri núna en fyrir tveimur árum þeg- ar hann varð ráðherra. A margan hátt er Finnur svolítið spurningarmerki. Hann er búinn að kasta fram hugmyndum um aukið frelsi og samkeppni í orkumálum sem er tvímælalaust mjög mikilvægt, sömuleiðis í lífeyrissjóðsmálum - þótt enn sé skortur á efndum í þessum málum. I bankamál- inu finnst mér hann hafa virkað ffekar sannfærandi, ekki síst miðað við framsóknarmenn almennt, þótt ég telji það nú varla merkilegt og stórmannlegt markmið að ætla aðeins að selja 30% hlut í ríkisbönkunum. Niðurstaðan er þessi: Finnur hefur unnið á sem ráð- herra. Hann virðist augljóslega vera orðinn maður núm- er tvö í Framsóknarflokknum. Einkunn: Ég gef honum þrjár stjörnur - mest fyrir dugnað og metnað.” HALLDÓR BLÖNDAL ★VH Árni um Halldór Blöndal samgönguráðherra: „Að mínu mati situr Halldór Blöndal í skemmtilegu og frem- ur átakalitlu ráðuneyti - sumir kynnu að segja allt að þvi léttu. Það einkennir Halldór að hann er mjög fastur fyr- ir og stendur afar fast á sínu. Hann er sterkur persónu- leiki, ágætlega máli farinn, gæddur ágætri kímnigáfu - og er oft skemmtilegur. Þetta eru helstu kostir hans. Hann leggur mikla rækt við kjósendur sína í Norðurlands- kjördæmi eystra. Hann er íhalds- maðurinn í ríkis- stjórninni! Helsti galli Hall- dórs er hve gamal- dags stjórnmálamað- ur hann er. Hann er allt of mikill kjör- dæmapólitíkus - og Halldór Blöndal samgönguráð- fer raunar ekki dult herra. „Skemmtilegur en gam- með það. Hann er aldags stjórnmálamaður.” mjög harðdrægur fyrir sitt kjördæmi. Ennfremur finnst mér hann einum of hallur undir ákveðin fyrirtæki í samgöngumálum. KJORDÆMAPOLITIKUS Halldór er sterkur persónuleiki, gæddur ágætri kímnigáfu - og oft skemmtilegur. En hann er gamaldags stjórnmálamaður og allt of mikill kjördæmapólitíkus. - Árni Gunnarsson Það er mikill galli. Til dæmis brást hann af óþarflega mikilli hörku við nýlegri gagnrýni Samkeppnisstofnun- ar á Flugleiðir í tengslum við stofnun Flugfélags Islands, 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.