Frjáls verslun - 01.05.1997, Page 27
STJORNMAL
FINNURINGOLFSSON
Guðlaugur Þór um Finn Ingólfsson, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra og ritara Framsóknarflokksins: „Finnur
er í senn duglegur og metnaðargjarn maður. Engu að
síður skynja ég að fólk hefur litla trú
á honum. Frá því ég fór fyrst
ð fylgjast með Finni
hafa menn ætíð blásið
hann af - og sagt sem
svo að þessi maður
gæti ekki náð
langt í stjórnmál-
um. En hann virð-
ist vinna þetta upp
með miklum
dugnaði og skipu-
lagningu. Sjálfur tel
ég Finni það til tekna
að hann er með frekar
frjálslyndar hugmynd-
ir. Og takið eftir! Hann
er alténd með hug-
myndir og hugsjónir -
im.” og það lít ég á sem
mikinn kost hjá stjórn-
málamanni. Sömuleiðis hefur hann verið óhræddur við
Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra. „Duglegur
en fólk hefur litla trú á hon-
að lýsa sínum áformum yfir. Þetta eru helstu kostir
hans.
Galli Finns er fljótfærni. Slíkt einkennir raunar oft
mjög metnaðargjarna menn í starfi - þeir fara fram úr
sjálfum sér. Honum hefur verið núið því um nasir að
skömmu eftir að hann varð ráðherra fyrir tveimur árum
hafi hann verið of yfirlýsingaglaður í ijölmiðlum, til
dæmis vegna nýs álvers á Keilisnesi, og þar hafi hann
gert taktísk mistök.
NUMER TVO
Finnur hefur unnið á sem ráðherra.
Hann virðist augljóslega vera orðinn
maður númer tvö í Framsóknarfiokkn-
um. Einkunn: Ég gef honum þrjár stjörn-
ur - mest fyrir dugnað og metnað.
- Guðlaugur Þór Þórðarson
ímynd Finns er ekki sterk og í upphafi var hann ör-
ugglega fremur óvinsæll ráðherra. I mínum huga hefur
hann unnið á, ekki síst hjá fólki í viðskiptalífmu. Ég tel
ímynd hans mun betri núna en fyrir tveimur árum þeg-
ar hann varð ráðherra.
A margan hátt er Finnur svolítið spurningarmerki.
Hann er búinn að kasta fram hugmyndum um aukið
frelsi og samkeppni í orkumálum sem er tvímælalaust
mjög mikilvægt, sömuleiðis í lífeyrissjóðsmálum - þótt
enn sé skortur á efndum í þessum málum. I bankamál-
inu finnst mér hann hafa virkað ffekar sannfærandi,
ekki síst miðað við framsóknarmenn almennt, þótt ég
telji það nú varla merkilegt og stórmannlegt markmið
að ætla aðeins að selja 30% hlut í ríkisbönkunum.
Niðurstaðan er þessi: Finnur hefur unnið á sem ráð-
herra. Hann virðist augljóslega vera orðinn maður núm-
er tvö í Framsóknarflokknum. Einkunn: Ég gef honum
þrjár stjörnur - mest fyrir dugnað og metnað.”
HALLDÓR BLÖNDAL
★VH
Árni um Halldór Blöndal samgönguráðherra: „Að
mínu mati situr Halldór Blöndal í skemmtilegu og frem-
ur átakalitlu ráðuneyti - sumir kynnu að segja allt að þvi
léttu. Það einkennir Halldór að hann er mjög fastur fyr-
ir og stendur afar fast á sínu. Hann er sterkur persónu-
leiki, ágætlega máli farinn, gæddur ágætri kímnigáfu -
og er oft skemmtilegur. Þetta
eru helstu kostir hans.
Hann leggur mikla
rækt við kjósendur
sína í Norðurlands-
kjördæmi eystra.
Hann er íhalds-
maðurinn í ríkis-
stjórninni!
Helsti galli Hall-
dórs er hve gamal-
dags stjórnmálamað-
ur hann er. Hann er
allt of mikill kjör-
dæmapólitíkus - og Halldór Blöndal samgönguráð-
fer raunar ekki dult herra. „Skemmtilegur en gam-
með það. Hann er aldags stjórnmálamaður.”
mjög harðdrægur
fyrir sitt kjördæmi. Ennfremur finnst mér hann einum
of hallur undir ákveðin fyrirtæki í samgöngumálum.
KJORDÆMAPOLITIKUS
Halldór er sterkur persónuleiki, gæddur
ágætri kímnigáfu - og oft skemmtilegur.
En hann er gamaldags stjórnmálamaður
og allt of mikill kjördæmapólitíkus.
- Árni Gunnarsson
Það er mikill galli. Til dæmis brást hann af óþarflega
mikilli hörku við nýlegri gagnrýni Samkeppnisstofnun-
ar á Flugleiðir í tengslum við stofnun Flugfélags Islands,
27