Frjáls verslun - 01.05.1997, Blaðsíða 17
mikið af viðskipta-
skuldabréfum og
raðgreislusamningum
greiöslukortafyrir-t-
ækja og ekki síst fjár-
fest umtalsvert í hluta-
bréfum, sem eru aðal-
lega í félögum, sem
skráð eru á Verð-
bréfaþingi íslands og
Opna tilboðsmarkaðnum. Viðskipti með
hlutabréf Samvinnusjóðs íslands hf.
hófust á Opna tilboðsmarkaðnum í árslok
1994. Hluthafar eru nú á annað hundrað
en stofnhluthafar voru í upphafi 60 talsins.
Stærstu hluthafar í Samvinnusjóðnum eru
nú Samvinnulífeyrissjóður-
inn, Olíufélagið hf. og
Vátryggingafélag íslands
hf.
82% AUKNING MILLIÁRA
Lánastarfsemi Sam-
vinnusjóðsins jókst um 82%
milli áranna 1995 og '96 -
úr 1878 milljónum í 3425
milljónir króna. Mest var
aukningin í fasteigna-
veðlánum og bílalánum.
Samvinnusjóðurinn veitir
einstaklingum lán til allt að
25 ára og henta þau meðal
annars þeim sem eru að
velta fyrir sér nýbyggingum
jafnt sem viðhaldi fast-
eigna. Vextir af lánunum
miðast við vaxtakjör á hverj-
um tíma, auk þess sem vaxtakjörin eru
metin í hverju einstöku tilfelli fyrir sig.
Bílalán Samvinnusjóðs íslands hafa
verið til kaupa á nýjum bílum jafnt sem
notuðum. Lánshlutfall við kaup á nýjum bíl
getur numið öllu verði btlsins og verið til
allt að 6 ára. Kaupandi ræður sjálfur hvar
hann tryggir bd sinn, en sjóðurinn gerir
kröfu til þess að hann sé ábyrgðar- og
kaskótryggður á meðan lánið er ógreitt.
Flokkar lántakenda
í prósentum.
Sjávarútvegur
3% ■
Hagnaöur
Vaxtatekjur
Óski lántakandi að
lækka greislubyrði
sína með aukainn-
borgunum umfram
það, sem ráð var fyrir
gert í upphafi, er hon-
um það frjálst sem og
að greiða lánið upp
fyrr en áætlað var.
SVEIGJANLEIKI
Arnór Heiðar Arnórsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnusjóðs íslands, segir að
markmið fyrirtækisins sé að vera sveigjan-
legt og laga sig að því sem sé að gerast á
markaðnum hverju sinni.
Starfsemin er nánast sú
sama og er hjá bönkum
nema að fyrirtæki má ekki
taka við innlánum frá ein-
staklingum. í staðinn fyrir að
fjármagna starfsemina með
innlánum eru gefin út
skuldabréf sem seld eru á
Verðbréfamarkaðnum.
Félaginu er heimilt að
aðgreina starfsemi sína frá
annarri fjármálastarfsemi
með því að nota orðið „fjár-
festingarbanki" með nafni
sínu eða í tengslum við það.
í júní flutti Samvinnu-
sjóður íslands úr Ingólfs-
stræti 3 í stærra og hent-
ugra húsnæði í Sigtúni 42 -
í hús íslenskra sjávar-
afurða. Starfsmenn eru nú
átta talsins en mun fjölga þegar á árið
líður. Mikið er lagt upp úr traustri og
persónulegri þjónustu hjá Samvinnu-
sjóðnum og veitir starfsfólkið alla
ráðgjöf, sem viðskiptavinir óska eftir,
bæði hvað snertir fjárfestingar og skipu-
lagningu fjármála hvers og eins. Sömu-
leiðis getur starfsfólkið útvegað
veðbókarvottorð og séð um þinglýsingar
óski viðskiptavinurinn þess.
Arnór Heiðar Arnórsson framkvæmda-
sljóri Samvinnusjóðs Islands.
Fundarsalur Samvinnusjóðs íslands.
Samvimiusjóður íslands hf.
sigtuni 42
105 REYKJAVÍK
SIMI 533-31DD
I FAX 533-311D
RDBREFAÞING A ÞESSU ARI
17
EEsnmmm